28.03.2018
KA tekur á móti Grindavík í undanúrslitum Lengjubikarsins í Boganum á morgun, fimmtudag. Leikurinn hefst kl. 14:00 og tryggir sigurliðið sér þátttökurétt í úrslitaleik Lengjubikarsins
27.03.2018
8 KA stúlkur héldu utan í morgun til Porto San Giorgio í Ítalíu í æfinga- og keppnisferð. KA á 6 fulltrúa í U-16 ára landsliðinu sem tekur þátt í Easter Volley mótinu og svo á KA 2 fulltrúa í B-landsliði Íslands sem tekur þátt í Pasqua Challenge
27.03.2018
4. flokkur karla á eldra ári urðu í gær Deildarmeistarar í efstu deild. Liðið tryggði sigurinn í deildinni með 8 marka sigri á nágrönnum sínum í Þór í gær, 29-21. Var þetta lokaleikur liðsins í deildinni og framundan er úrslitakeppni um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitakeppnin hefst um miðjan apríl
26.03.2018
Eins og oft áður þá var mikið um að vera í KA starfinu í liðinni viku og er örfréttapakki vikunnar stútfullur. Endilega kynntu þér hvað er að gerast hjá félaginu
26.03.2018
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri tryggði sér um helgina sæti á HM í Ungverjalandi í sumar. Undankeppnin fór fram í Vestmannaeyjum en ásamt Íslandi léku Litháen, Makedónía og Þýskaland
25.03.2018
Handknattleiksdeild KA er með frábæra spilastokka til sölu með leikmönnum KA og KA/Þórs. Stykkið kostar 1.500 krónur í forsölu en henni lýkur í dag (25. mars) og það er því um að gera að drífa í að panta ef að þú átt það enn eftir!
24.03.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA eru komnir áfram í undanúrslit Lengjubikarsins eftir góðan 3-1 sigur á FH í lokaleik riðlakeppninnar. Önnur lið eiga enn leik eftir og því kemur í ljós eftir nokkra daga hver andstæðingur liðsins í undanúrslitunum verður
24.03.2018
Í dag fór fram Vormót Júdósambands Íslands í KA-Heimilinu og heppnaðist það afar vel. Alls kepptu 25 keppendur í 8 mismunandi þyngdarflokkum og var eðlilega mikið líf í salnum. Keppendur fyrir hönd KA stóðu uppi sem sigurvegarar í 4 flokkum en það voru þau Hekla Pálsdóttir, Alexander Heiðarsson, Dofri Bragason og Helgi Guðnason
24.03.2018
Lokaumferð Grill 66 deildar karla í handboltanum fór fram í gær og tók KA á móti Ungmennaliði Val. Fyrir umferðina var enn smá möguleiki á að hampa sigri í deildinni en til þess þyrfti KA að vinna sinn leik og HK að vinna Akureyri
24.03.2018
Kvennalið KA tók á móti Stjörnunni í úrslitakeppni Mizunodeildarinnar í blaki. Stjarnan hafði unnið fyrri leik liðanna og þurfti því KA liðið sigur til að knýja fram oddaleik í einvíginu