Fréttir

Mfl. kvenna með góðan útisigur á Þrótti R

Kvennalið KA lék í kvöld fyrri leikinn gegn Þrótti Reykjavík í úrslitakeppni kvenna en leikurinn fór fram í Laugardalshöllinni. Fyrirfram mátti búast við erfiðum leik fyrir KA konur þar sem Þróttur hafði unnið allar þrjár viðureignir liðanna í vetur.

Herrakvöld KA 24. mars

Herrakvöld KA verður haldið laugardagskvöldið 24. mars næstkomandi í KA-Heimilinu. Ræðumaður kvöldsins verður enginn annar en Guðjón Þórðarson en í ár eru 30 ár frá ráðningu hans sem þjálfari knattspyrnuliðs KA

Frí á einstökum æfingum í dag vegna árshátíðar Giljaskóla

Í dag, þriðjudaginn 13.mars, falla niður æfingar sem eru á milli 16:30 og 19:00 vegna kvikmyndadags Giljaskóla en hann er í tengslum við árshátíð skólans.Búið á að vera að tilkynna á facebook síðum hópa ef tími fellur niður.

Sjö fulltrúar KA/Þórs í landsliðsvali

KA/Þór á alls fimm fulltrúa þegar öll kvennalandslið Íslands koma saman til æfinga og keppni í alþjóðlegri landsliðsviku í lok mars. A-landslið kvenna mun leika tvo leiki í undankeppni fyrir EM við Slóveníu heima 21.mars og að heiman þann 25. mars. Afrekshópur leikmanna sem leika á Íslandi kemur saman til æfinga í Reykjavík 18.-22. mars og æfir samhliða A-landsliðinu.

Örfréttir KA - 12. mars 2018

Tveir Bikarmeistaratitlar í blakinu, frábær sigur í Lengjubikarnum og flott frammistaða í Coca-Cola bikarnum standa uppúr í örfréttapakka vikunnar, kynnið ykkur málið!

KA Bikarmeistari í blaki 2018

Karlalið KA í blaki gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara HK að velli í úrslitaleik Kjörísbikarsins 3-1 og tryggði sér sinn 8. Bikarmeistaratitil í sögu félagsins. KA liðið hefur þar með unnið bæði Deildarmeistaratitilinn og Bikarmeistaratitilinn í ár og stefnir að sjálfsögðu á þrennuna.

KA komið í bikarúrslitaleikinn í blaki

Deildarmeistarar KA í blaki tryggðu sér áðan sæti í úrslitaleik Kjörísbikarsins með öruggum 3-0 sigri á Hrunamönnum. Það var aldrei spurning hvernig leikurinn endaði en KA hafði algjöra yfirburði í öllum hrinum sem enduðu 9-25, 3-25 og 8-25

KA getur orðið bikarmeistari um helgina | Gunnar Pálmi í viðtali

Karlalið KA í blaki getur um helgina orðið bikarmeistari, í þriðja sinn á fjórum árum.

KA tekur á móti Breiðablik á sunnudaginn | Viðtal við Túfa

KA tekur á móti Breiðablik á sunnudaginn í Boganum í A-deild Lengjubikarsins.

Frábær frammistaða KA/Þór í bikarnum

Olís deildarlið Hauka marði tveggja marka sigur 23:21 á 1. deildar liði KA/Þór í undanúrslitum Coca-Colabikarsins. Sigur Hauka var torsóttur gegn baráttuglöðum norðankonum sem komu fullar sjálfstrausts til leiks studdar fjölmenni í stúkunni.