Fréttir

Örfréttir KA - 19. mars 2018

Síðasta vika var svo sannarlega glæsileg í KA starfinu. KA/Þór varð deildarmeistari í handboltanum og karlalið KA vann HK og í blakinu standa karla og kvennalið okkar í ströngu. Þá er KA komið í undanúrslit Lengjubikarsins og Þór/KA er komið í gang kvennamegin, ekki missa af örfréttapakka vikunnar!

Herrakvöld KA 24. mars

Herrakvöld KA verður haldið laugardagskvöldið 24. mars næstkomandi í KA-Heimilinu. Búið er að tilkynna að Guðjón Þórðarson verður ræðumaður á kvöldinu en nú er komið að því að tilkynna þann næsta. Það verður enginn annar en hin magnaða kempa Valdimar Grímsson!

KA lagði Þrótt 5-1, komið í undanúrslit

KA mætti suður og lék gegn Þrótturum í lokaumferð Lengjubikarsins í gær. Strákarnir voru með pálmann í höndunum eftir magnaðan 4-0 sigur á Breiðablik í síðustu umferð og dugði því stig til að tryggja sæti í undanúrslitum keppninnar

KA/Þór deildarmeistari! Olís-deildin á næsta tímabili

Það var enginn smá slagur í lokaumferð Grill 66 deildar kvenna í KA-Heimilinu í gær þegar topplið deildarinnar KA/Þór og HK mættust. Fyrir leikinn munaði tveimur stigum á liðunum og ljóst að liðið sem myndi fara með sigur af hólmi myndi vinna deildina og fara beint upp í deild þeirra bestu að ári

Magnaður endurkomusigur á HK

KA og HK mættust í KA-Heimilinu í næstsíðustu umferð Grill 66 deildar karla í gær. Mikið var undir í leiknum enda liðin í 2. og 3. sætinu og enn mikil spenna í toppbaráttu deildarinnar

KA og KA/Þórs spilastokkar til sölu

Nú er í fullum gangi forsala á sérstökum spilastokkum með leikmönnum KA og KA/Þórs í handbolta. Stokkurinn kostar 1.500 krónur í forsölu og stendur hún til 25. mars, eftir það mun stokkurinn kosta 2.000 krónur

Þór/KA nældi í fyrsta sigurinn í Lengjubikarnum

Íslandsmeistarar Þór/KA hafa ekki byrjað nægilega vel í Lengjubikarnum en fyrir leikinn í kvöld höfðu stelpurnar aðeins nælt sér í eitt stig. Það breyttist þó heldur betur eftir spennandi leik gegn Bikarmeisturum ÍBV

Stórleikir í handboltanum á laugardaginn

Það eru stórleikir á laugardaginn í handboltanum. Kvennalið KA/Þórs getur tryggt sigur í Grill 66 deildinni í hreinum úrslitaleik gegn HK og karlalið KA mætir HK í algjörum toppslag

KA lagði Aftureldingu og leiðir 1-0

Í kvöld hófst einvígi KA og Aftureldingar í undanúrslitum úrslitakeppni Mizunodeildarinnar í blaki. KA hampaði Deildarmeistaratitlinum í vetur og hefur því heimaleikjarétt í einvíginu

KA sló Þrótt úr leik með frábærum sigri

Kvennalið KA í blaki lék í kvöld annan leik sinn gegn Þrótti Reykjavík í úrslitakeppni Mizunodeildar kvenna. KA vann fyrri leik liðanna í Laugardalshöll 1-3 og gat með sigri í kvöld klárað einvígið