31.03.2018
KA átti alls 8 fulltrúa í ferð B-landsliðs Íslands og U-16 ára landsliðs Íslands í blaki sem fóru til Porto San Giorgio í Ítalíu í æfinga- og keppnisferð yfir páskana
30.03.2018
Í vikunni voru gefnir út æfingahópar fyrir U-20 og U-18 ára landslið Íslands í handbolta og munu hóparnir æfa helgina 6.-8. apríl næstkomandi. Tveir leikmenn KA voru valdir og eru það þeir Sigþór Gunnar Jónsson (U-20) og Dagur Gautason (U-18)
29.03.2018
Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA var haldinn í KA-Heimilinu í vikunni og var þá kosið í nýja stjórn. Eiríkur S. Jóhannsson formaður steig til hliðar og það gerði Anna Birna Sæmundsdóttir einnig. Við þökkum þeim kærlega fyrir flott störf fyrir deildina en þau verða að sjálfsögðu áfram áberandi í starfinu okkar
29.03.2018
KA tók á móti Grindavík í Boganum í undanúrslitum Lengjubikarsins í dag. Liðin mættust einnig í undanúrslitum keppninnar í fyrra og mátti því búast við hörkuleik sem úr varð
28.03.2018
KA tekur á móti Grindavík í undanúrslitum Lengjubikarsins í Boganum á morgun, fimmtudag. Leikurinn hefst kl. 14:00 og tryggir sigurliðið sér þátttökurétt í úrslitaleik Lengjubikarsins
27.03.2018
8 KA stúlkur héldu utan í morgun til Porto San Giorgio í Ítalíu í æfinga- og keppnisferð. KA á 6 fulltrúa í U-16 ára landsliðinu sem tekur þátt í Easter Volley mótinu og svo á KA 2 fulltrúa í B-landsliði Íslands sem tekur þátt í Pasqua Challenge
27.03.2018
4. flokkur karla á eldra ári urðu í gær Deildarmeistarar í efstu deild. Liðið tryggði sigurinn í deildinni með 8 marka sigri á nágrönnum sínum í Þór í gær, 29-21. Var þetta lokaleikur liðsins í deildinni og framundan er úrslitakeppni um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitakeppnin hefst um miðjan apríl
26.03.2018
Eins og oft áður þá var mikið um að vera í KA starfinu í liðinni viku og er örfréttapakki vikunnar stútfullur. Endilega kynntu þér hvað er að gerast hjá félaginu
26.03.2018
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri tryggði sér um helgina sæti á HM í Ungverjalandi í sumar. Undankeppnin fór fram í Vestmannaeyjum en ásamt Íslandi léku Litháen, Makedónía og Þýskaland
25.03.2018
Handknattleiksdeild KA er með frábæra spilastokka til sölu með leikmönnum KA og KA/Þórs. Stykkið kostar 1.500 krónur í forsölu en henni lýkur í dag (25. mars) og það er því um að gera að drífa í að panta ef að þú átt það enn eftir!