Fréttir

Fotbolti.net spáir KA 4. sætinu í sumar

Það er farið að styttast í að knattspyrnusumarið hefjist og er fotbolti.net með spá í Pepsi deild karla. KA liðinu er spáð 4. sætinu í sumar af þeirra spekingum og er mjög gaman að renna yfir umfjöllun þeirra um liðið. Bæði fara þeir yfir styrkleika liðsins sem og að heyra í leikmönnum KA

Jovan Kukobat hjá KA næstu 2 ár

Markvörðurinn Jovan Kukobat skrifaði í morgun undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA. Samningurinn er til tveggja ára en Jovan hefur verið í lykilhlutverki hjá KA í vetur sem er að hefja úrslitaeinvígi gegn HK um laust sæti í Olís deildinni að ári

Aldís Ásta hjá KA/Þór næstu 2 ár

Aldís Ásta Heimisdóttir skrifaði nú í morgun undir nýjan samning við KA/Þór í handboltanum. Samningurinn er til tveggja ára og er mikil ánægja hjá meistaraflokksráði að halda Aldísi Ástu áfram hjá liðinu

Dregið í happdrætti fótboltans í vikunni

Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hefur undanfarnar vikur verið að selja happdrættismiða til styrktar starfinu í kringum liðið. Til stóð að draga í happdrættinu í dag en því hefur verið frestað til mánudags þar sem að starfsdagur er hjá Sýslumanni á Akureyri

Sala á fimleikavörum

Föstudaginn 20.apríl og laugardaginn 21.apríl munu fimleikar.is vera í Íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla að selja fimleikavarning.Salan mun fara fram í anddyrinu og standa yfir frá kl.

KA Podcastið - 19. apríl 2018

Annar þáttur af KA Podcastinu er kominn í loftið en KA Podcastið er vikulegur hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er um mál líðandi stundar hjá KA og góðir gestir koma í heimsókn. Að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Birkir Örn Pétursson yfir glæsilegt blaktímabil KA ásamt því að hita upp fyrir umspil í handboltanum

Nýjar stjórnir í blaki, júdó og handbolta

Aðalfundir Handknattleiks-, Blak-, Júdó- og Spaðadeildar KA fóru fram í vikunni þar sem farið var yfir síðasta ár bæði inná vellinum sem og utan. Þá var kosið í stjórnir deildanna ásamt því að aðilum var þökkuð góð störf í þágu félagsins undanfarin ár

Jónatan áfram með KA/Þór

Jónatan Magnússon hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning sem þjálfari meistaraflokks KA/Þórs í kvennahandboltanum. Jonni hefur þjálfað liðið síðustu tvö ár, í fyrra fór liðið í úrslit umspilsins um laust sæti í efstu deild en í ár stóð liðið uppi sem sigurvegari í Grill 66 deildinni og leikur því í deild þeirra bestu á komandi tímabili

Myndaveisla frá sigri KA í blaki

KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki með 3-0 sigri á HK í KA-Heimilinu í kvöld og vann þar með úrslitaeinvígið 3-0. Frábær stemning var í KA-Heimilinu og voru pallarnir þéttsetnir, líklega áhorfendamet á blakleik á Íslandi. Þórir Tryggvason ljósmyndari var með myndavélina á lofti og fangaði stemninguna eins og honum einum er lagið

Akureyrarfjör 2018 - skipulag

Dagana 19.20.& 21.apríl fer fram Akureyrarfjör Fimleikafélagsins.Þetta er innanfélagsmót þar sem öllum iðkendum félagsins gefst kostur á að keppa.Iðkendur yngri en 9 ára keppa ekki til verðlaunasætis heldur fá allir þáttökuverðlaun.