Fréttir

KA tekur á móti Stjörnunni í kvöld

Kvennalið KA í blaki tekur á móti Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Mizunodeildarinnar. Stjarnan vann fyrsta leikinn 3-0 og getur með sigri í kvöld klárað einvígið. Það er því ansi mikið undir hjá stelpunum

Lorenzo Ciancio lætur af störfum

Blakdeild KA og Lorenzo Ciancio hafa komist að samkomulagi að Lorenzo láti af störfum sem þjálfari hjá deildinni. Lorenzo mun láta af störfum strax í dag. Lorenzo er þakkað samstarfið og óskað velfarnaðar í sínum næstu störfum. Filip Szewczyk, þjálfari karlaliðs KA, mun stýra stelpunum út leiktíðina.

Vormót fullorðinna í júdó í KA-Heimilinu á laugardaginn

Vormót Júdósamband Íslands í flokki fullorðinna verður haldið næsta laugardag í KA-Heimilinu. Mótið hefst klukkan 10:00 og mótslok áætluð uppúr hádegi. Frítt verður inn og er íþróttaáhugafólk hvatt til að mæta enda er orðið langt síðan júdómót hefur verið haldið í KA-Heimilinu

Lokaleikurinn í deildinni í handboltanum

Á föstudaginn tekur KA á móti Ungmennaliði Vals í lokaumferð Grill 66 deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og er alveg klárt að strákarnir þurfa á þínum stuðning að halda!

Truflun á stundaskrá vegna árshátíðar Giljaskóla

Vegna árshátíðar Giljaskóla verður eitthvað um að tímar séu felldir níður í vikunni en í einhverjum tilfellum færðir til.Upplýsingar um tíma sem falla niður eða eru færðir til koma inn á facebook síðum hópa og jafnvel í tölvupósti.

Afmælisveislur í fimleikasalnum

Við hjá FIMAK ætlum að taka upp þá nýjung að bjóða foreldrum að halda afmælisveislur fyrir börn í fimleikasalnum hjá okkur.Fyrirkomulagið er þannig að afmælisveisla hefst á hálftíma fresti og varir í eina og hálfa klukkustund í senn, klukkutími inn í sal og hálftími fyrir framan salinn til að vera með kökur/pizzur.

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 27. mars kl. 20:00

Peysuafhending í handboltanum

Loksins, loksins eru peysurnar sem fylgja æfingagjöldunum í handbolta hjá yngriflokkum KA og KA/Þór tilbúnar til afhendingar. Peysurnar verða afhentar í KA-heimilinu á föstudaginn milli 14:00 og 18:00.

KA lagði Aftureldingu og leiðir 2-1

Deildar- og Bikarmeistarar KA í blaki unnu í kvöld góðan 3-1 sigur á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Mizunodeildarinnar. KA hefur þar með unnið báða heimaleiki sína og leiðir 2-1 en þrjá sigra þarf til að komast áfram í úrslitin

Höddi Magg veislustjóri á Herrakvöldi KA

Herrar mínir og herrar! Hið margfræga Herrakvöld KA er laugardaginn 24 mars og verður Höddi Magg veislustjóri. Ræðumenn kvöldsins verða þeir Guðjón Þórðarson og Valdimar Grímsson, það er alveg ljóst að þú vilt ekki missa af þessari mögnuðu skemmtun!