07.03.2018
Jónatan Magnússon mætti í stutt spjall við heimasíðuna fyrir Final4 leikinn gegn Haukum sem er á morgun klukkan 19:30 í Laugardalshöllinni. Jónatan fór yfir mikilvægi leiksins og hversu stóra rullu áhorfendur geta skipað í svona leik.
06.03.2018
Töluvert magn af óskilamunum hefur safnast saman hjá okkur upp í KA-heimili undanfarna mánuði. Á mánudaginn næsta (12. mars) munum við fara með þá á Rauða Krossinn. Nú er því kjörið tækifæri og koma og finna flíkur/hluti sem hafa orðið eftir hjá okkur. Munirnir verða fram í anddyri í KA-heimilinu og fyrir framan ''veislusalinn'' okkar.
05.03.2018
Arnór Atlason mun leggja skóna á hilluna eftir núverandi tímabil og verður í kjölfarið aðstoðarþjálfari Álaborgar. Við óskum Arnóri til hamingju með komandi starf og þann frábæra feril sem lýkur í vor. Af þessu tilefni rifjum við upp stórleik Arnórs fyrir KA þegar liðið varð Bikarmeistari árið 2004 en hann gerði alls 12 mörk í leiknum.
05.03.2018
Eins og greint var frá fyrir helgi kom nýtt fimleikagólf í hús.Um 30 manns mættu um helgina til að taka þátt í að taka það gamla saman og setja það nýja upp.Þetta gekk ótrúlega vel og var fyrr búið en fólk átti vona á.
05.03.2018
Það var góð uppskera hjá meistaraflokkum KA um helgina þrátt fyrir að aðeins hafi verið útileikir í vikunni
04.03.2018
Í gær, lagardag, var foreldratími hjá leikskólahópum.Einu sinni á önn eru foreldrar með krökkunum í tíma og reyna hvað þau geta að hafa eitthvað í litlu krílin að gera.
03.03.2018
Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í mars innilega til hamingju.
03.03.2018
KA lagði Stjörnuna U að velli í Grill 66 deild karla í handbolta í dag en leikurinn fór fram í Digranesi. Með sigrinum kemur liðið sér í betri stöðu í 2. sæti deildarinnar fyrir síðustu 2 umferðirnar og á enn tölfræðilega möguleika á toppsætinu
03.03.2018
KA sækir Stjörnuna U heim í Grill 66 deild karla í handbolta í dag, reyndar fer leikurinn fram í Digranesi og hefst klukkan 15:00. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja liðið til sigurs enda mikilvæg 2 stig í húfi