05.04.2018
Íslenska landsliðið í blaki tekur þátt í undankeppni EM 2019 og er búið að velja 31 manns æfingahóp fyrir undankeppnina. KA á alls 5 leikmenn í hópnum sem er auðvitað algjörlega frábært. Þetta eru þeir Ævarr Freyr Birgisson, Alexander Arnar Þórisson, Benedikt Rúnar Valtýsson, Sigþór Helgason og Gunnar Pálmi Hannesson
05.04.2018
Nú er farið að styttast í knattspyrnusumarið og eru bæði KA og Þór/KA í lokaundirbúning fyrir tímabilið. Fyrirliði Þórs/KA hún Sandra María Jessen hefur þó alls ekki verið í venjulegum undirbúningi enda var hún lánuð til Tékkneska stórliðsins Slavia Prag. Lánssamningi hennar lýkur í lok apríl og verður því með Íslandsmeistaraliði Þórs/KA í allt sumar
05.04.2018
FIMAK í samstarfi við AK EXTREME ætla að halda parkour mót sunnudaginn 08.apríl.Keppnin fer fram í íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla og opnar húsið kl.10.30, mæting í síðasta lagi 10:45 hjá keppendum 13 ára og yngri.
04.04.2018
Draumurinn um þrennuna lifir góðu lífi í blakinu eftir 0-3 sigur á Aftureldingu í fjórða leik liðanna í undanúrslitum á Íslandsmótinu í blaki. KA vann þar með einvígið 3-1 og mætir HK í úrslitunum
04.04.2018
Deildar- og Bikarmeistarar KA mæta í kvöld Aftureldingu í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki. Leikurinn fer fram í Mosfellsbæ en KA leiðir einvígið 2-1 og tryggir sig áfram í úrslitin með sigri í kvöld
04.04.2018
Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í apríl innilega til hamingju.
04.04.2018
Stelpurnar á yngra ári í 4. flokki KA/Þórs í handbolta urðu í gær Deildarmeistarar í 2. deild þegar liðið vann 16-11 sigur á Fram í uppgjöri toppliða deildarinnar. Stelpurnar hafa verið algjörlega frábærar í vetur og er titilinn í höfn þrátt fyrir að enn séu 2 umferðir eftir í deildinni
02.04.2018
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum yngri en 16 ára mætti Króatíu í úrslitaleik Vrilittos mótsins í Grikklandi í dag. Liðin voru saman í riðli fyrr í keppninni og vann Ísland viðureign liðanna í riðlakeppninni 26-25. Það var því ljóst að það mætti búast við hörkuúrslitaleik
02.04.2018
Arnór Ísak Haddsson og liðsfélagar hans tryggðu sér í morgun sæti í úrslitaleik Vrilittos mótsins í Grikklandi eftir spennuþrunginn 25-24 sigur á Ísrael. Ísrael hafði unnið hinn riðilinn með því að vinna alla leiki sína en strákarnir sýndu mjög flotta frammistöðu og leika um gullið
01.04.2018
U-16 ára landslið Íslands í handbolta stendur í ströngu á Vrilittos Cup í Grikklandi. Arnór Ísak Haddsson leikmaður KA er í liðinu en í dag lauk riðlakeppninni á mótinu og tryggði íslenska liðið sér sæti í undanúrslitum