Fréttir

Alexander keppir á Danish Open

Alexander Heiðarsson mun halda til Danmerkur á morgun þar sem hann mun taka þátt í Opna danska meistaramótinu í júdó. Hann fer til Danmerkur ásamt fimm öðrum landsliðsmönnum á vegum Júdósambands Íslands en keppir einn fyrir KA. Mótið er feiknar sterkt. Mótherjar hans eru ekki aðeins sterkustu júdómenn Skandinavíu heldur einnig Hollands og Bretlandseyja. Alexander keppir í flokki fullorðinna í -60kg á laugardeginum og á sunnudaginn keppir hann í undir 21 árs einnig í -60 kg. en sjálfur er hann 17 ára. Að móti loknu dvelur hann í æfingabúðum fram á miðvikudag. Sýnt verður beint frá mótinu og verður slóðina að finna á netinu á laugardaginn. Mótið fer fram í Vejle. Hér er slóðin þar sem finna má útsendinguna: https://www.facebook.com/MatsumaeCup.DanishOpen/ http://danishopenjudo.dk/

Höldur endurnýjar samstarfsamning við FIMAK

Fimleikafélag Akureyrar og Höldur undirrituðu áframhaldandi samstarfssamning á dögunum.Höldur hefur undanfarin ár stutt dyggilega við FIMAK og eiga miklar þakkir skildar fyrir þann stuðning sem fyrirtækið hefur sýnt félaginu.

KA/Þór sigraði Fjölni í 8-liða úrslitum bikarsins

Stærsti leikur tímabilsins hjá KA/Þór í dag

3. flokkur stúlkna í bikarúrslit

Flottur árangur hjá 3. flokki

Enn einn stórsigur KA/Þór

Súrt tap KA gegn Haukum U

Stórafmæli í febrúar

Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í febrúar innilega til hamingju.

KA-TV: Haukar U - KA í beinni

KA sækir Hauka U í toppslag í Grill 66 deild karla í handbolta í dag klukkan 16:15. KA er á toppi deildarinnar en Haukarnir eru í 3. sætinu og má því búast við hörkuleik. KA vann fyrri leik liðanna í vetur 28-25 en sá leikur fór fram í KA-Heimilinu

KA sigraði Leikni F

KA á toppnum