Fréttir

Sjö fulltrúar KA/Þórs í landsliðsvali

KA/Þór á alls fimm fulltrúa þegar öll kvennalandslið Íslands koma saman til æfinga og keppni í alþjóðlegri landsliðsviku í lok mars. A-landslið kvenna mun leika tvo leiki í undankeppni fyrir EM við Slóveníu heima 21.mars og að heiman þann 25. mars. Afrekshópur leikmanna sem leika á Íslandi kemur saman til æfinga í Reykjavík 18.-22. mars og æfir samhliða A-landsliðinu.

Örfréttir KA - 12. mars 2018

Tveir Bikarmeistaratitlar í blakinu, frábær sigur í Lengjubikarnum og flott frammistaða í Coca-Cola bikarnum standa uppúr í örfréttapakka vikunnar, kynnið ykkur málið!

KA Bikarmeistari í blaki 2018

Karlalið KA í blaki gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara HK að velli í úrslitaleik Kjörísbikarsins 3-1 og tryggði sér sinn 8. Bikarmeistaratitil í sögu félagsins. KA liðið hefur þar með unnið bæði Deildarmeistaratitilinn og Bikarmeistaratitilinn í ár og stefnir að sjálfsögðu á þrennuna.

KA komið í bikarúrslitaleikinn í blaki

Deildarmeistarar KA í blaki tryggðu sér áðan sæti í úrslitaleik Kjörísbikarsins með öruggum 3-0 sigri á Hrunamönnum. Það var aldrei spurning hvernig leikurinn endaði en KA hafði algjöra yfirburði í öllum hrinum sem enduðu 9-25, 3-25 og 8-25

KA getur orðið bikarmeistari um helgina | Gunnar Pálmi í viðtali

Karlalið KA í blaki getur um helgina orðið bikarmeistari, í þriðja sinn á fjórum árum.

KA tekur á móti Breiðablik á sunnudaginn | Viðtal við Túfa

KA tekur á móti Breiðablik á sunnudaginn í Boganum í A-deild Lengjubikarsins.

Frábær frammistaða KA/Þór í bikarnum

Olís deildarlið Hauka marði tveggja marka sigur 23:21 á 1. deildar liði KA/Þór í undanúrslitum Coca-Colabikarsins. Sigur Hauka var torsóttur gegn baráttuglöðum norðankonum sem komu fullar sjálfstrausts til leiks studdar fjölmenni í stúkunni.

Jónatan Magnússon í viðtali fyrir Final4

Jónatan Magnússon mætti í stutt spjall við heimasíðuna fyrir Final4 leikinn gegn Haukum sem er á morgun klukkan 19:30 í Laugardalshöllinni. Jónatan fór yfir mikilvægi leiksins og hversu stóra rullu áhorfendur geta skipað í svona leik.

Óskilamunir á leið á Rauða Krossinn 12. mars

Töluvert magn af óskilamunum hefur safnast saman hjá okkur upp í KA-heimili undanfarna mánuði. Á mánudaginn næsta (12. mars) munum við fara með þá á Rauða Krossinn. Nú er því kjörið tækifæri og koma og finna flíkur/hluti sem hafa orðið eftir hjá okkur. Munirnir verða fram í anddyri í KA-heimilinu og fyrir framan ''veislusalinn'' okkar.

Arnór Atlason í þjálfarateymi Álaborgar

Arnór Atlason mun leggja skóna á hilluna eftir núverandi tímabil og verður í kjölfarið aðstoðarþjálfari Álaborgar. Við óskum Arnóri til hamingju með komandi starf og þann frábæra feril sem lýkur í vor. Af þessu tilefni rifjum við upp stórleik Arnórs fyrir KA þegar liðið varð Bikarmeistari árið 2004 en hann gerði alls 12 mörk í leiknum.