19.03.2018
Deildar- og Bikarmeistarar KA í blaki unnu í kvöld góðan 3-1 sigur á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Mizunodeildarinnar. KA hefur þar með unnið báða heimaleiki sína og leiðir 2-1 en þrjá sigra þarf til að komast áfram í úrslitin
19.03.2018
Herrar mínir og herrar! Hið margfræga Herrakvöld KA er laugardaginn 24 mars og verður Höddi Magg veislustjóri. Ræðumenn kvöldsins verða þeir Guðjón Þórðarson og Valdimar Grímsson, það er alveg ljóst að þú vilt ekki missa af þessari mögnuðu skemmtun!
19.03.2018
Síðasta vika var svo sannarlega glæsileg í KA starfinu. KA/Þór varð deildarmeistari í handboltanum og karlalið KA vann HK og í blakinu standa karla og kvennalið okkar í ströngu. Þá er KA komið í undanúrslit Lengjubikarsins og Þór/KA er komið í gang kvennamegin, ekki missa af örfréttapakka vikunnar!
18.03.2018
Herrakvöld KA verður haldið laugardagskvöldið 24. mars næstkomandi í KA-Heimilinu. Búið er að tilkynna að Guðjón Þórðarson verður ræðumaður á kvöldinu en nú er komið að því að tilkynna þann næsta. Það verður enginn annar en hin magnaða kempa Valdimar Grímsson!
18.03.2018
KA mætti suður og lék gegn Þrótturum í lokaumferð Lengjubikarsins í gær. Strákarnir voru með pálmann í höndunum eftir magnaðan 4-0 sigur á Breiðablik í síðustu umferð og dugði því stig til að tryggja sæti í undanúrslitum keppninnar
18.03.2018
Það var enginn smá slagur í lokaumferð Grill 66 deildar kvenna í KA-Heimilinu í gær þegar topplið deildarinnar KA/Þór og HK mættust. Fyrir leikinn munaði tveimur stigum á liðunum og ljóst að liðið sem myndi fara með sigur af hólmi myndi vinna deildina og fara beint upp í deild þeirra bestu að ári
18.03.2018
KA og HK mættust í KA-Heimilinu í næstsíðustu umferð Grill 66 deildar karla í gær. Mikið var undir í leiknum enda liðin í 2. og 3. sætinu og enn mikil spenna í toppbaráttu deildarinnar
17.03.2018
Nú er í fullum gangi forsala á sérstökum spilastokkum með leikmönnum KA og KA/Þórs í handbolta. Stokkurinn kostar 1.500 krónur í forsölu og stendur hún til 25. mars, eftir það mun stokkurinn kosta 2.000 krónur
16.03.2018
Íslandsmeistarar Þór/KA hafa ekki byrjað nægilega vel í Lengjubikarnum en fyrir leikinn í kvöld höfðu stelpurnar aðeins nælt sér í eitt stig. Það breyttist þó heldur betur eftir spennandi leik gegn Bikarmeisturum ÍBV
16.03.2018
Það eru stórleikir á laugardaginn í handboltanum. Kvennalið KA/Þórs getur tryggt sigur í Grill 66 deildinni í hreinum úrslitaleik gegn HK og karlalið KA mætir HK í algjörum toppslag