Fréttir

Sandra María til Slavia Prag

Sandra María Jessen fyrirliði Íslandsmeistara Þórs/KA hefur verið lánuð til Slavia Prag til loka apríl. Slavia Prag er ríkjandi Tékklandsmeistari og er þetta því frábært tækifæri fyrir Söndru. Á sama tíma árið 2016 fór Sandra á lán til Bayer Leverkusen og lék þar 8 leiki með liðinu í Þýsku Úrvalsdeildinni

Afmæliskaffi KA er á sunnudaginn!

Þrátt fyrir risa-afmælispartý þann 13. janúar þá verður afmæliskaffi KA á sínum stað. Við erum þekkt fyrir glæsilegt veisluborð af kökum og létta og skemmtilega dagskrá. Hlökkumtil að sjá ykkur sem flest á sunnudaginn 7. janúar kl. 14:00 í KA-heimilinu.

90 ára afmæli KA 13. janúar

90 ára afmæli KA verður haldið með pompi og prakt í KA-Heimilinu þann 13. janúar næstkomandi. Það er ljóst að þetta verður veisla sem enginn tengdur félaginu vill missa af. Glæsileg veislumáltíð frá Bautanum verður á boðstólum og þá munu Páll Óskar, Eyþór Ingi, Hamrabandið, Vandræðaskáld, Siggi Gunnars og fleiri halda uppi stuðinu!

Stórafmæli í janúar

Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í janúar innilega til hamingju.

Tilnefningar til Böggubikarsins

Böggubikarinn, eru tveir farandbikarar, gefnir af Gunnari Níelssyni, Ragnhildi Jósefsdóttur og börnum þeirra til minningar um Sigurbjörgu Nielsdóttur, Böggu, systur Gunnars. Bögga var fædd þann 16. júlí 1958 og lést þann 25. september 2011. Böggubikarinn skal veittur þeim einstaklingum, pilti og stúlku, sem eru á aldrinum 16- 19 ára og þykja efnileg í sinni grein en ekki síður mjög sterk félagslega. Einstaklingum sem eru til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum og eru bæði jákvæð og hvetjandi. Böggubikarinn er afhentur 7. janúar í afmælisfagnaði KA

Æfingar á nýju ári

Gleðilegt nýtt ár.Æfingar fara nú að hefjast á nýju ári og má sjá hvnær hóparnir byrja hér að neðan: F1 til F3 og K-1 og K-2 byrja 3.janúar samkvæmt stundaskrá.

Ariana Calderon til liðs við Þór/KA

Íslandsmeistarar Þór/KA hafa samið við Ariana Calderon. Ariana spilaði með Val í fyrra þar sem hún spilaði 18 leiki og skoraði í þeim 7 mörk og var besti miðjumaður liðsins á síðasta tímabili. Ariana er mjög fjölhæfur leikmaður en hún spilar í fremstu víglínu með landsliði Mexíkó. Natalia Junco mun hinsvegar ekki taka slaginn aftur með Þór/KA næsta sumar

Nýtt ár

Fimleikafélag Akureyrar óskar öllum iðkendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs nýs árs og um leið þökkum við fyrir það liðna.

Dagur Gautason og félagar unnu Sparkassen Cup

Nú rétt í þessu var að ljúka úrslitaleik Íslands og Þýskalands á Sparkassen Cup þar sem U-18 landslið karla spila. Í riðlakeppninni spilaði Ísland fyrst gegn Saar og vann þar góðan sjö marka sigur, 31-24. Næsti leikur var gegn Pólverjum þar sem Ísland vann einnig með sjö mörkum. Í lokaleik riðlakeppninnar vannst síðan sex marka sigur á Hollandi og liðið þar með komið í undanúrslit

Cristian Martinez til KA

Cristian Martinez Liberato hefur gert 2 ára samning við KA. Cristian er 28 ára markvörður frá Spáni en hann hefur spilað síðustu 3 ár með Víking Ólafsvík og verið lykilmaður í liði þeirra á þeim tíma. Cristian hefur spilað 66 leiki með Víkingum og þekkir því íslenska boltann vel