05.01.2018
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því Norska í vináttuleik á La Manga á Spáni 23. janúar. Í landsliðshópnum eru tveir leikmenn Þórs/KA en það eru þær Anna Rakel Pétursdóttir og Sandra María Jessen. Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með valið.
05.01.2018
Næstkomandi þriðjudag hefjast tækniæfingar hjá handknattleiksdeild KA fyrir árganga 2006-1999
04.01.2018
90 ára afmæli KA verður haldið með pompi og prakt í KA-Heimilinu þann 13. janúar næstkomandi. Það er ljóst að þetta verður veisla sem enginn tengdur félaginu vill missa af. Kóngurinn sjálfur, Alfreð Gíslason, er með skýr skilaboð til allra KA manna!
04.01.2018
Heiða Ragney Viðarsdóttir og Helena Jónsdóttir gengu til liðs við Þór/KA í dag og gildir samningur þeirra til tveggja ára. Þá framlengdu Hulda Ósk Jónsdóttir og Lára Einarsdóttir samninga sína við félagið
04.01.2018
Sandra María Jessen fyrirliði Íslandsmeistara Þórs/KA hefur verið lánuð til Slavia Prag til loka apríl. Slavia Prag er ríkjandi Tékklandsmeistari og er þetta því frábært tækifæri fyrir Söndru. Á sama tíma árið 2016 fór Sandra á lán til Bayer Leverkusen og lék þar 8 leiki með liðinu í Þýsku Úrvalsdeildinni
03.01.2018
Þrátt fyrir risa-afmælispartý þann 13. janúar þá verður afmæliskaffi KA á sínum stað. Við erum þekkt fyrir glæsilegt veisluborð af kökum og létta og skemmtilega dagskrá.
Hlökkumtil að sjá ykkur sem flest á sunnudaginn 7. janúar kl. 14:00 í KA-heimilinu.
02.01.2018
90 ára afmæli KA verður haldið með pompi og prakt í KA-Heimilinu þann 13. janúar næstkomandi. Það er ljóst að þetta verður veisla sem enginn tengdur félaginu vill missa af. Glæsileg veislumáltíð frá Bautanum verður á boðstólum og þá munu Páll Óskar, Eyþór Ingi, Hamrabandið, Vandræðaskáld, Siggi Gunnars og fleiri halda uppi stuðinu!
02.01.2018
Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í janúar innilega til hamingju.
02.01.2018
Böggubikarinn, eru tveir farandbikarar, gefnir af Gunnari Níelssyni, Ragnhildi Jósefsdóttur og börnum þeirra til minningar um Sigurbjörgu Nielsdóttur, Böggu, systur Gunnars. Bögga var fædd þann 16. júlí 1958 og lést þann 25. september 2011.
Böggubikarinn skal veittur þeim einstaklingum, pilti og stúlku, sem eru á aldrinum 16- 19 ára og þykja efnileg í sinni grein en ekki síður mjög sterk félagslega. Einstaklingum sem eru til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum og eru bæði jákvæð og hvetjandi.
Böggubikarinn er afhentur 7. janúar í afmælisfagnaði KA
02.01.2018
Gleðilegt nýtt ár.Æfingar fara nú að hefjast á nýju ári og má sjá hvnær hóparnir byrja hér að neðan:
F1 til F3 og K-1 og K-2 byrja 3.janúar samkvæmt stundaskrá.