Fréttir

Hnökrar á æfingum seinni part þessarar viku

Mikið er um að vera hjá þjálfurum okkar þessa vikuna.Í hádeginu fóru sex stökk- og hópfimleikaþjálfarar til Egilsstaða á námskeið sem stendur fram á sunnudag.Á morgun fara svo fjórir áhaldafimleikaþjálfarar suður á mót með sínum þrepum.

Handbolta-tvíhöfði um helgina: Fylkir og Mílan koma í heimsókn

KA/Þór fær Fylkir í heimsókn og KA fær Míluna í heimsókn.

Íþróttamaður Akureyrar

Alexander Heiðarsson og Anna Soffía Víkingsdóttir úr Júdódeild KA urðu í þriðja sæti í kjöri til Íþróttamanns og Íþróttakonu Akureyrar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi í kvöld. Þá var Sandra Stephany Mayor valin íþróttakon Akureyrar. Um það var samið þegar júdófólk úr Íþróttafélaginu Draupni gengu inn í KA s.l. sumar að Draupnir mundi tilnefna til Íþróttamanns Akureyrar vegna 2017 og er það skýringin á þessu fyrirkomulagi. Anna Soffía gat ekki verið viðstödd en Edda Ósk tók við viðurkenningum fyrir hennar hönd. Við óskum Alexander og Önnu Soffíu innilega til hamingju.

Þór/KA átti 3 fulltrúa í leiknum gegn Noregi

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék í dag æfingaleik gegn því Norska en leikurinn fór fram á Spáni. Íslandsmeistaralið Þórs/KA átti hvorki fleiri né færri en 3 fulltrúa í íslenska liðinu en það voru þær Sandra María Jessen, Anna Rakel Pétursdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir

Óskilamunir í KA heimilinu

Mikið magn af óskilamunum er nú í KA heimilinu. Við viljum biðja foreldra að kíkja á þetta hjá okkur því við munum senda allt frá okkur í Rauða krossinn í næstu viku.

Íþróttamaður Akureyrar á miðvikudaginn

Smellið á myndina til að sjá hana stærri

KA/Þór áfram á toppnum eftir sigur á Val-U

KA/Þór er áfram á toppnum eftir að hafa gert góða ferð suður..

Jafntefli hjá KA U og Víkingum U

KA2 með öruggan sigur á KF

KA2 lék við KF í Kjarnafæðismótinu í gær. KA2 sigraði leikinn sannfærandi 4-1.

Æfingaleikir gegn Stjörnunni í dag og á morgun

Meistaraflokkur KA í handbolta leikur tvo æfingaleiki í vikunni gegn Stjörnunni en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Íslandsmótið sem hefst aftur laugardaginn 27. janúar. KA og Stjarnan spila í dag, fimmtudag, klukkan 19:40 og svo aftur á föstudag kl. 18:40. Báðir leikir fara fram í KA-heimilinu. Við hvetjum fólk til að mæta og sjá strákana etja kappi við gott lið Stjörnunnar.