30.12.2017
Íslandsmeistarar Þór/KA hafa samið við Ariana Calderon. Ariana spilaði með Val í fyrra þar sem hún spilaði 18 leiki og skoraði í þeim 7 mörk og var besti miðjumaður liðsins á síðasta tímabili. Ariana er mjög fjölhæfur leikmaður en hún spilar í fremstu víglínu með landsliði Mexíkó. Natalia Junco mun hinsvegar ekki taka slaginn aftur með Þór/KA næsta sumar
30.12.2017
Fimleikafélag Akureyrar óskar öllum iðkendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs nýs árs og um leið þökkum við fyrir það liðna.
29.12.2017
Nú rétt í þessu var að ljúka úrslitaleik Íslands og Þýskalands á Sparkassen Cup þar sem U-18 landslið karla spila. Í riðlakeppninni spilaði Ísland fyrst gegn Saar og vann þar góðan sjö marka sigur, 31-24. Næsti leikur var gegn Pólverjum þar sem Ísland vann einnig með sjö mörkum. Í lokaleik riðlakeppninnar vannst síðan sex marka sigur á Hollandi og liðið þar með komið í undanúrslit
29.12.2017
Cristian Martinez Liberato hefur gert 2 ára samning við KA. Cristian er 28 ára markvörður frá Spáni en hann hefur spilað síðustu 3 ár með Víking Ólafsvík og verið lykilmaður í liði þeirra á þeim tíma. Cristian hefur spilað 66 leiki með Víkingum og þekkir því íslenska boltann vel
28.12.2017
Á dögunum var U17 lið stúlkna tilkynnt og á KA þar einn fulltrúa.
27.12.2017
Á síðustu árum hafa fyrrum handboltastrákar úr KA hist og rifjað upp gamla takta. Í ár varð engin breyting á því hjá strákunum en sú nýbreytni varð við að handboltastelpur tóku sig til og héldu sinn eigin bolta sem er vonandi kominn til að vera
27.12.2017
Hallgrímur Jónasson hefur gert 4 ára samning við KA. Hallgrímur hefur síðustu ár spilaði í Danmörku og verður mikill og góður liðsstyrkur fyrir komandi átök í Pepsideildinni næsta sumar. Hallgrímur á að baki 16 landsleiki fyrir Íslandshönd og eru þetta miklar gleðifréttir fyrir félagið
27.12.2017
Knattspyrnudeild KA boðar til blaðamannafundar kl. 16:30 í dag í félagsheimili KA. Heitt kaffi og kruðerí í boði, allir velkomnir.
25.12.2017
Fimleikafélag Akureyrar óskar öllum iðkendum og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla.