31.01.2018
KA menn gerðu góða ferð á Reykjavíkurleikana. Þeir Alexander Heiðarsson, Arnar Þór Björnsson og Karl Stefánsson nældu sér í brons. Íslendingar fengu samtals tvö silfur og sjö brons á leikunum þannig að árangur okkar manna er góður. Við óskum þeim til hamingju.
31.01.2018
Kvennalið KA mætti Þrótti Nes í kvöld í Mizunodeild kvenna í blaki á Neskaupstað.
29.01.2018
KA3 var grátlega nálægt því að ná í stig gegn KF í B-deild Kjarnafæðimótsins í gær.
29.01.2018
KA og Þór skildu jöfn, 1-1, í Kjarnafæðismótinu A-deild í gær.
28.01.2018
KA lék sinn fyrsta leik í Grill 66 deild karla á þessu ári í gær. Mótherjinn var Mílan, sem kemur frá Selfossi og næsta nágrenni. Þetta var þriðja viðureign liðanna á tímabilinu en KA hafði unnið hinar tvær fyrri viðureignirnar sem fóru fram á Selfossi
28.01.2018
KA fékk Aftureldingu í heimsókn í dag í Mizunodeild kvenna í blaki.
26.01.2018
WOW REYKJAVÍK INTERNATIONAL GAMES er nú í fullum gangi. Keppni í JÚDÓ hefst laugardaginn 27. janúar kl.10 í Laugardagshöll. Sýnt verður frá keppninni á ríkissjónvarpinu kl. 14:30.
Á Reykjavíkurleikana koma afar sterkir þátttakendur frá fjölmörgum löndum og í ár koma keppendur frá Tékklandi, Frakklandi, Bretlandi, Póllandi, og auðvitað frá Norðurlöndunum. Margir heimsklassa júdómenn hafa verið á meðal þátttakenda frá upphafi, bæði heims og Ólympíumeistarar og í fyrra var fyrrum Evrópumeistari, Marcus Nyman á meðal þátttakenda. Í ár hafa erlendir keppendur aldrei verið fleiri og jafnari og verða allir okkar bestu judo menn og konur á meðal þátttakenda. Daginn eftir mót verður haldin sameiginleg æfing með öllum keppendum sem Petr Lacina landsliðsþjálfari Tékka mun stjórna en hann er þjálfari eins þekktasta judo manns heims Lukas Krpalek, Evrópu, heims og Ólympíumeistara. Ásamt Petr hafa umsjón með æfingunni landsliðsþjálfarar Íslands (u18, u21 og seniora) þau Anna Soffía Víkingsdóttir, Hermann Ragnar Unnarsson og Jón Þór Þórarinsson.
Keppendur frá KA eru Adam Brands Þórarinsson, Alexander Heiðarsson, Arnar Þór Björnsson, Dofri Vikar Bragason, Edda Ósk Tómasdóttir, Hekla Dís Pálsdóttir og Karl Stefánsson
26.01.2018
KA2 vann Þór2 5-1 í Kjarnafæðismótinu á miðvikudaginn
25.01.2018
Mikið er um að vera hjá þjálfurum okkar þessa vikuna.Í hádeginu fóru sex stökk- og hópfimleikaþjálfarar til Egilsstaða á námskeið sem stendur fram á sunnudag.Á morgun fara svo fjórir áhaldafimleikaþjálfarar suður á mót með sínum þrepum.