25.03.2013
Í haust var stofnað ungmennaráð innan K.A og tilgangurinn með ráðinu er að fá fleiri krakka/unglinga til að koma að starfinu í
félagsheimilinu.
24.03.2013
Aðalfundur TB-KA 2013 verður haldinn í fundarsal KA-heimilisins miðvikudaginn 3. apríl n.k. kl. 20:00
Dagskrá:
Skýrsla formanns
Ársreikningur
Kosning stjórnar
Önnur mál
Aðalfundur TBA mun fara fram á sama staða á sama tíma.
Hvetjum spilara, foreldra og aðra tennis og badminton áhugamenn að mæta
Stjórn TB-KA
24.03.2013
Meistaraflokkur karla mun á þriðjudagsmorgun halda suður á bóginn, nánar tiltekið
til Murcia á Spáni, þar sem liðið mun halda til í viku og æfa af kappi fyrir komandi átök í 1.deild karla.
24.03.2013
Stelpurnar í meistaraflokki KA/Þór tóku í gær á móti Gróttu í 2. deildinni (utandeildinni) og þurftu á stigi að
halda til að gulltryggja deildarmeistaratitilinn. Gróttuliðið sem er í 3. sæti deildarinnar lét KA/Þór hafa fyrir hlutunum í upphafi leiks
en jafnt var á með liðunum fyrsta korterið í leiknum.
KA/Þór náði þá þriggja marka forskoti sem hélst út hálfleikinn en hálfleiksstaðan var 13-10.
23.03.2013
3. flokkur karla varð í dag deildarmeistari í 2. deild karla í handbolta. Síðasti leikur þeirra var gegn HK sem átti möguleika á að
ná KA að stigum og ná þannig titlinum.
22.03.2013
Einn leikur verður hjá 3fl karla í KA heimilinu á laugardaginn kl 14:30 á móti HK og minni svo á leik meistaraflokks kvenna, KA/Þór
á móti Gróttu í KA heimilinu sama dag kl 16:00
21.03.2013
Til þess að ná að skipuleggja innanfélagsmót FIMAK sem best óskum við eftir því að keppendur skrái sig fyrir 28.mars.Akureyrarfjörið fer fram helgina 5.-7.apríl og þar gefst öllum keppendum fæddum árið 2006 og eldri kostur á að keppa.
20.03.2013
Eins og kom fram í síðustu frétt skrifaði daninn Carsten Pedersen undir samning við
félagið, út komandi tímabil, í KA-heimilinu nú síðdegis. Carsten kveðst spenntur fyrir verkefninu framundan og vill vinna deildina.
20.03.2013
Danski framherjinn Carsten Pedersen skrifaði nú síðdegis undir samning við KA út komandi
tímabil.
20.03.2013
Meistaraflokkur KA/Þór leikur sinn síðasta leik í 2. deildinni á laugardaginn klukkan 16:00. Andstæðingurinn er Grótta en KA/Þór stelpurnar þurfa stig úr leiknum og myndu þar með tryggja sér sigur í deildinni. Ef það gengur
eftir fá þær bikarinn afhentan í leikslok.
Staðan í deildinni er þannig í dag að KA/Þór er efst með 29 stig, Víkingur í 2. sæti með 28 stig og Grótta í 3.
sæti með 21 stig, en öll liðin eru búin með 17 leiki af 18. Við hvetjum alla til að koma í KA-heimilið og styðja stelpurnar í þeirri
baráttu.