Fréttir

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA

Árlegt kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA verður haldið í KA heimilinu föstudaginn 3. maí kl. 20.30. Við hvetjum alla KA-menn til þess að koma og eiga ánægjulega stund með stuðningsmönnum og leikmönnum.

Skrifstofan lokuð í dag 29.apríl

Vegna óviðráðanlegra orsaka er skrifstofan lokuð í dag mánudag 29.apríl.

2.fl karla spilar fótbolta í 24 klst

Klukkan 12.00 laugardaginn 27.apríl í KA heimilinu hefst sólahrings fótbolti hjá 2.flokk Karla hjá KA. Strákarnir eru að leita af fólki til að heita á sig í þessu maraþoni. Mikið er um ferðalög hjá 2.fl sérstakalega í ár þar sem félagið teflir fram tveimur liðum í Íslandsmóti. Ef þú hefur hug á að styrkja strákana þá eru upplýsingar hér fyrir neðan. Þeir sem vilja styrkja strákana með áheitum geta lagt inn á reikning: 0162-26-107110, kt 510991-1849

Herrakvöld KA 2013

Herrakvöld KA 2013 verður haldið föstudaginn 10. maí nk. og að þessu sinni í Hlíðarbæ í Hörgársveit. Herrakvöldið var vel sótt á síðasta ári og það er óhætt að fullyrða að allir hafi skemmt sér mjög vel.

Haukur Hinriksson á förum

Haukur Hinriksson hefur ákveðið að leita á önnur mið og leikur því ekki með KA á komandi keppnistímabili.

Pub Quiz á morgun miðvikudag!

2. Pub quiz vetrarins verður haldið á morgun miðvikudag í KA-Heimilinu (Júdósal) og hefst fljótlega eftir að leik Dortmund og Real Madrid lýkur. 2 og 2 verða saman í liði líkt og síðast og spurt verður um allt milli himins og jarðar en allar spurningar tengjast þó fótbolta á einn eða annan hátt. 1000 kr kostar inn og verður boðið uppá léttar veitingar meðan á pub quizi stendur gegn vægu gjaldi! Þá geutr fólk getur komið og horft á leikinn í KA-Heimilinu áður en Pub Quizið hefst. Hvetjum alla KA menn að taka kvöldið frá og skemmta sér í góðra manna hópi yfir skemmtilegum spurningum!

Ólafur Hrafn á reynslu til Norwich

Ólafur Hrafn Kjartansson leikmaður 3.flokks KA mun á morgun halda til Englands þar sem enska úrvalsdeildar félagið Norwich hefur boðið honum að koma til æfinga.

Frí á sumardaginn fyrsta

Engar æfingar verða á sumardaginn fyrsta.Jafnframt verður frí 1.maí og á uppstigningardag.

Dómaranámskeið í KA heimilinu

Á morgun þriðjudag  verður haldið dómaranámskeið í KA heimilinu kl 20.00. Þóroddur Hjaltalín verður með námskeiði líkt og undanfarin ár. Námskeiðið er að sjálfsögðu öllum opið, engin skráning bara mæta á staðinn.

Síðasta æfing laugardagshópa

Síðasta æfing laugardagshópa er laugardaginn 11.maí.Þá er foreldrum, systkynum, öfum og ömmum velkomið að koma og horfa á.Ath.iðkandi er áfram skráður á milli anna hjá félaginu eða alveg þar til skrifleg úrsögn hefur borist á skrifstofa@fimak.