26.03.2013
Vekjaraklukkur hringdu um alla borg á ókristilegum tíma í morgun eða þegar klukkan var
við það að slá 5! Þá var það að smala mönnum saman og voru flestir mættir á réttum tíma, klukkan 6:30, í
flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stemmningin í hópnum var mjög góð þrátt fyrir mikla þreytu í mönnum og sáust baugar
undir augum nokkra leikmanna. Við tók innritun og allt sem því fylgir áður en slakað var á í flugstöðinni og morgunmatur
borðaður.
25.03.2013
Kl 12:00 á morgun þriðjudag mun 4fl stúlkna KA/Þór á yngra ári spila á móti Val í KA heimilinu og á miðvikudaginn
er útileikur hjá 4fl drengja (KA 2) á yngra ári á móti Þór Akureyri og byrjar leikurinn kl 18:00 í Síðuskóla
25.03.2013
Í haust var stofnað ungmennaráð innan K.A og tilgangurinn með ráðinu er að fá fleiri krakka/unglinga til að koma að starfinu í
félagsheimilinu.
24.03.2013
Aðalfundur TB-KA 2013 verður haldinn í fundarsal KA-heimilisins miðvikudaginn 3. apríl n.k. kl. 20:00
Dagskrá:
Skýrsla formanns
Ársreikningur
Kosning stjórnar
Önnur mál
Aðalfundur TBA mun fara fram á sama staða á sama tíma.
Hvetjum spilara, foreldra og aðra tennis og badminton áhugamenn að mæta
Stjórn TB-KA
24.03.2013
Meistaraflokkur karla mun á þriðjudagsmorgun halda suður á bóginn, nánar tiltekið
til Murcia á Spáni, þar sem liðið mun halda til í viku og æfa af kappi fyrir komandi átök í 1.deild karla.
24.03.2013
Stelpurnar í meistaraflokki KA/Þór tóku í gær á móti Gróttu í 2. deildinni (utandeildinni) og þurftu á stigi að
halda til að gulltryggja deildarmeistaratitilinn. Gróttuliðið sem er í 3. sæti deildarinnar lét KA/Þór hafa fyrir hlutunum í upphafi leiks
en jafnt var á með liðunum fyrsta korterið í leiknum.
KA/Þór náði þá þriggja marka forskoti sem hélst út hálfleikinn en hálfleiksstaðan var 13-10.
23.03.2013
3. flokkur karla varð í dag deildarmeistari í 2. deild karla í handbolta. Síðasti leikur þeirra var gegn HK sem átti möguleika á að
ná KA að stigum og ná þannig titlinum.
22.03.2013
Einn leikur verður hjá 3fl karla í KA heimilinu á laugardaginn kl 14:30 á móti HK og minni svo á leik meistaraflokks kvenna, KA/Þór
á móti Gróttu í KA heimilinu sama dag kl 16:00
21.03.2013
Til þess að ná að skipuleggja innanfélagsmót FIMAK sem best óskum við eftir því að keppendur skrái sig fyrir 28.mars.Akureyrarfjörið fer fram helgina 5.-7.apríl og þar gefst öllum keppendum fæddum árið 2006 og eldri kostur á að keppa.
20.03.2013
Eins og kom fram í síðustu frétt skrifaði daninn Carsten Pedersen undir samning við
félagið, út komandi tímabil, í KA-heimilinu nú síðdegis. Carsten kveðst spenntur fyrir verkefninu framundan og vill vinna deildina.