08.05.2013
Á morgun hefst 1.deild karla eftir langa bið. Okkar menn ferðast til Selfoss og leika þar við heimamenn, mikil eftirvænting ríkir fyrir tímabilinu og
fékk heimasíðan nokkra vel valda KA-menn til að spá fyrir um tímabilið.
07.05.2013
Inná facebook síðu KA er hægt að sjá myndir af Greifamóti yngstu krakkanna sem fram fór í boganum 4.maí síðastliðinn.
Eins og fram kom í færslu hér fyrir neðan, þá tóku um 350 krakkar þátt í mótinu.
06.05.2013
Miðasala á herrakvöld KA, sem haldið verður næstkomandi föstudag í Hlíðarbæ, gengur vel og mikil stemning er tekin
að myndast fyrir herlegheitunum. Húsið opnar kl. 19.00 með fordrykk og áætlað er að borðhald hefjist kl. 19.45. Boðið verður upp á
glæsilegt hlaðborð frá Goya Tapas Bar og kaffi, konfekt og koníak að kvöldverði loknum.
06.05.2013
Verður haldið í Íþróttahöllinni laugardaginn 11. maí
Mótið hefst kl. 10:00Mótið er opið öllum sem
búsettir eru á Akureyri
Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik í eftirfarandi flokkum:Unglingaflokkum: U-11, U-13, U-15,
U-17Fullorðinsflokkum: konur og karlar
Mótsgjöld:Einliðaleikur kr.: 1.400Tvíliðaleikur kr.: 1.000
Vinsamlegast sendið skráningu á netfangið helgabraga@akureyri.is eigi síðar en miðvikudaginn 8. maí
05.05.2013
Greifamót yngsti flokkanna fór fram laugardaginn 4.maí þar sem lið í 6.fl kvenna, 7.fl kvenna og karla og 8.flokk kepptu. Spilað var í 5 manna
liðum og var spilað á 8 völlum í boganum. Til leiks mættu lið frá, KA, Þór, Hetti, Hvöt, Tindastól, Völsung, KF,
Dalvík, Samherjum og Magna.
03.05.2013
Á mánudaginn klukkan 19:30, strax eftir æfingu hjá meistaraflokki, verður fundur um málefni flokksins. Það þarf að skipa
stjórn, ákveða hvort farið verður í deildarkeppnina og skoða þjálfaramál.
Sjáumst sem flest.
02.05.2013
Nýr glæsilegur KA trefill er væntanlegur til landsins á næstu dögum. Vinna að hönnun og undirbúningur fyrir framleiðslu
hefur staðið yfir síðan í janúar.
01.05.2013
Fyrirhugað er að fara með krakka fædda 1996-2002 á Eurogym 13.-18.júlí 2014.
29.04.2013
Árlegt kynningarkvöld knattspyrnudeildar KA verður haldið í KA heimilinu föstudaginn 3. maí kl. 20.30.
Við hvetjum alla KA-menn til þess að koma og eiga ánægjulega stund með stuðningsmönnum og leikmönnum.
29.04.2013
Vegna óviðráðanlegra orsaka er skrifstofan lokuð í dag mánudag 29.apríl.