Fréttir

Færð í bænum

Æfingar hjá fimak hafa EKKI verið felldar niður vegna veðurs í dag en viljum benda foreldrum og forráðamönnum að þeim sé að sjálfsögðu frálst að velja hvort þau sendi börnin sín í fimleika eða ekki.

Engin æfing hjá 5. kvk í dag 4. mars

Þar sem eldra árið var að spila um helgina og veðrið ekki upp á sitt allra besta hefur verið ákveðið að gefa frí á æfingu í dag.  Íþróttahús Síðuskóla finnst hvortið er ekki sökum snjóþunga þannig að ferðin þangað hefði líklegast verið feigðarflan.  Kv. Þjálfarar

Mikil mótahelgi að baki

Um helgina fóru langflestir keppendur fimleikafélagsins suður til keppni.Fram fór Íslandsmót unglinga í hópfimleikum í Stjörnunni í Garðabæ og einnig fór fram seinni hluti bikarmóts í áhaldafimleikum hjá Ármenningum í Laugardalnum.

SBA með sætaferðir á bikarúrslitahelgina 8. - 10. mars

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Akureyri Handboltafélag leikur til úrslita í Símabikarnum 2013. Það eru fjögur lið eftir í keppninni og að þessu sinni er nýtt skipulag á úrslitum keppninnar sem kallast Final Four þar sem undanúrslitaleikirnir eru leiknir föstudaginn 8. mars og sjálfur úrslitaleikurinn sunnudaginn 10. mars.

Útslit og næstu leikir hjá yngri flokkum

Byrjum á útslitum leikja svo voru spilaðir seinustu helgi

Knattspyrna: 3. flokkur kvenna með páskabingó

Stelpurnar í 3. flokki kvenna í fótbolta efna til páskabingós í sal Brekkuskóla sunnudaginn 3. mars kl. 13.30. Allur ágóði bingósins rennur í ferðasjóð stelpnanna, sem stefna að æfingaferð erlendis í sumar. Spjaldið á 500 krónur. Vöfflur og kaffi til sölu í hléi fyrir 350 krónur. Greiðist með reiðufé, posi verður ekki á staðnum. Allir eru hjartanlega velkomnir!

Nýjir félagsgallar

Loksins höfum við fundið nýja félagsgalla og erum við farin að taka niður pantanir á þeim.Annarsvegar er um að ræða félagsgalla úr hinu hefðbundna Henson efni, svartir að lit með türkish blárri stímu og merkingum.

Leikur dagsins: Akureyri - FH í Höllinni í dag

Það er enginn smáleikur sem við bjóðum upp á í Höllinni í kvöld þegar Akureyri tekur á móti FH-ingum í N1-deildinni. Það er ekki langt síðan liðin mættust hér á sama stað í bikarnum og þar fóru heimamenn með magnaðan sigur. Þessi tvö liði hafa trúlega mæst oftar en nokkur önnur á undanförnum árum og undantekningarlítið hafa leikirnir verið frábær skemmtun þar sem boðið er upp á spennu og dramatík.

KA og Fjarðabyggð sigra Greifmótið

Í dag lauk Greifamóti KA í 3.fl karla. Þetta var stærsta Greifamótið í þessum flokki sem haldið hefur verið. Á mótið komu lið frá öllum landshlutum. Keppt var í flokki A liða og flokki B liða. Alls voru þetta 10 félög sem tóku þátt í mótinu og voru þetta samtals 14 lið.

KA sigraði Fram í Lengjubikarnum

KA hafði sigur á Fram í Lengjubikarnum í Boganum í dag með einu marki gegn engu. Markið skoraði Fannar Freyr Gíslason á 13. mínútu. Í síðari hálfleik misstu KA-menn Hallgrím Mar af leikvelli eftir að hann fékk gula spjalið með tveggja mínútna millibili, á 51. og 53. mínútu. KA lék því einum manni færri bróðurpart síðari hálfleiks.