Fréttir

Umfjöllun: Svekkjandi jafntefli gegn Fjölni

KA tók á móti Fjölni í 2. umferð 1. deildar í dag en leikurinn fór fram innandyra í Boganum vegna þess að Akureyrarvöllur er ekki klár í slaginn.

Fyrsti heimaleikur á þessu sumri.

Á morgun tökum við á móti Fjölni frá Grafarvogi  í annar umferð íslandsmótsins í knattspyrnu.  Leikurinn fer fram  í Boganum og hefst kl 14.

KEA styrkir KA og Þór

Í mörg ár hefur KEA stutt við íþróttafélögin KA og Þór og reynst einn af helstu styrktaraðilum félaganna.  Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, hefur undirritað styrktarsamninga  við félögin vegna ársins 2013 og skrifaði Hrefna G. Torfadóttir undir samninginn fyrir hönd KA og Árni Óðinsson fyrir hönd Þórs.  Þau voru sammála um að stuðningur KEA væri afar þýðingarmikill fyrir félögin og efldi starf og uppbyggingu þeirra umtalsvert. Halldór Jóhannsson sagði að KEA legði jafnan metnað sinn í að skila jákvæðri afkomu félagsins út í samfélagið til eflingar íþrótta- og æskulýðsstarfi á félagssvæðinu og undirritun þessara samninga væri því mikið gleðiefni.

Handboltaskóli Bjarna Fritz 10. - 21. júní

Handboltaskóli Bjarna Fritz verður haldinn á Akureyri 10. - 21. júní og er ætlaður ungmennum 10 ára og eldri. Aðstoðarmaður Bjarna á námskeiðinu er enginn annar en Oddur Gretarsson og munu þeir án efa mynda flott teymi. Skipt verður í hópa eftir aldri og því munu strákar og stelpur æfa saman. Handboltaskólinn verður frá mánudeginum 10. júní til föstudagsins 21. júní.

Lokahóf handknattleiksdeildar

Lokahóf handknattleiksdeildar yngri flokka KA verður haldið föstudaginn 17. maí frá klukkan 18:00 til 20:00 í KA heimilinu. Farið verður í leiki og verðlaun veitt fyrir árangur vetrarins. Að vanda verður heljarinnar pizzuveisla frá Greifanum. Allir iðkendur eru hvattir til að mæta með pabba, mömmu og systkinum. Höfum gaman saman og fögnum árangri vetrarins og þjöppum okkur saman fyrir næsta vetur!

Bikarinn hefst með leik gegn Magna í kvöld

Í kvöld verður flautað til leiks í Borgunarbikarnum þegar KA fær 3.deildarlið Magna í heimsókn en leikið verður í Boganum! Leikurinn hefst klukkan 18:00 og eru allir KA menn hvattir til að leggja leið sína á völlinn til að hvetja okkar menn! Þess má geta að ársmiðasala er enþá í fullum gangi og hægt er að kaupa miða hjá stjórnarmönnum knattspyrnudeildar og einnig með því að senda póst á gassi@ka-sport.is eða gunninella@ka-sport.is. Verðin eru tvö en annars vegar 12.000 kr fyrir ársmiða án kaffi í leikhléi og svo 18.500 kr með inniföldu kaffi og með'ví í hálfleik!

Umfjöllun: Sigur gegn Selfossi í fyrsta leik

KA-menn sóttu þrjú góð stig á Selfoss í dag þegar þeir léku gegn heimamönnum. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en yfir allt var KA mun sterkari aðilinn í leiknum.

Suðurland FM sendir beint út frá leiknum í dag

Útvarpsstöðin Suðurland FM 96.3 á Selfossi mun senda út frá leik Selfoss og KA í dag, leikurinn hefst kl 15.00. Hægt er að hlusta á Suðurland FM á netinu á heimasíðu þeirra, www.963.is - Áfram KA!

Upphitun: Selfoss - KA kl 15.00 í dag

Loksins er komið að því að 1.deildin hefist. Klukkan 15.00 í dag verður flautað til leiks á Selfossvelli, sem margir telja besta gras lansins. Eins og flestir hafa séð þá er KA spáð 2.sæti í deildinni af fyrirliðum og forráðamönnum félagana.  Selfoss hinsvegar er spáð 5. sæti í deildinni.

1.Dagur: Fyrirliðar og þjálfarar spá KA 2.sæti í sumar

Vefsíðan Fótbolti.net stendur árlega fyrir spá fyrir 1.deild karla þar sem þeir fá fyrirliða og þjálfara 1.deildar til að spá fyrir um úrslit deildarinnar með því að gefa hverju liði stig frá 1-11 en bannað er að setja sitt lið í spánna. Spáinn hefur verið birt á vefnum frá 12.sæti og niður og komum við KA menn uppúr pottinum í dag og er spáð 2.sæti og því Pepsideildar sæti að ári.