Fréttir

Samherji styrkir FIMAK

Miðvikudaginn 27.mars var stjórn og framkvæmdastjóra FIMAK boðið til samkomu í boði Samherja.Tilefnið var að veita styrki til samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu að upphæð 90 milljónir.

Dagur 4 - Gamlir slátruðu ungum

Eftir rólegheitar dag í gær tók alvaran við í dag. Sólin sást ekki mikið, stakk sér af og til fram í gegnum skýjin en gátum þó ekki kvartað undan kulda. Hitinn var gríðarlegur þrátt fyrir mörg ský á himni.

Dagur 4 - Gunnar Valur: Bara eins og best verður á kosið

Fyrirliðinn Gunnar Valur Gunnarsson var fyrir því óláni að slíta hásin í byrjun þessa árs og hefur því verið fjarverandi. Hann kom þó með til Spánar og hefur verið undir handleiðslu Helga sjúkraþjálfara og er hægt og bítandi að koma sér í stand aftur og er himinlifandi með æfingaferðina til þessa.

Samherji hf. veitti 90 milljónum króna í samfélagsstyrki

Samherji hf. veitti sl. miðvikudagskvöld 90 milljónum króna til samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu. Úthlutun styrkjanna fór fram í KA-heimilinu að viðstöddu fjölmenni. Þetta var í fimmta skiptið sem úthlutað er úr Samherjasjóðnum og aldrei áður hefur hann veitt svo hárri upphæð til styrkja, en styrkupphæðin í fyrra var 75 milljónir króna.

Dagur 3 - Rólegheit (myndir)

Þessi fallegi fimmtudagur var nokkuð rólegur og góður. Hann hófst eins og aðrir dagar með fuglasöng og blómalykt, haldið var í morgunverð klukkan 8 og var það sama á boðstólnum og daginn á undan, eitthvað fyrir alla og gott betur en það.

Dagur 2 - Myndaveisla

Dagur 2 að líða hjá og því ekki úr vegi fyrir fólk að kíkja á myndir dagsins sem eru komnar inná facebook síðu KA og má skoða með því að smella hérna

Dagur 2 -Sól og sumarylur

Dagur 2 hófst á ögn eðlilegri máta en dagur 1, við fallegan fuglasöng og sólbjarma vöknuðum við með bros á vör og héldum í morgunmat klukkan 8 að staðartíma (7 á íslandi). Flestir voru þó nokkuð þreytulegir að sjá eftir erfiði dagsins á undan.

Ólafur Hrafn fer með U17 til Wales

Ólafur Hrafn Kjartansson leikmaður 3.fl karla hefur verið valinn í 18 mann hóp sem fer með U17 ára landsliði Íslands á Undirbúningsmót í Wales 10. - 14.apríl næstkomandi

Dagur 1 - 11 tíma ferðalag

Vekjaraklukkur hringdu um alla borg á ókristilegum tíma í morgun eða þegar klukkan var við það að slá 5! Þá var það að smala mönnum saman og voru flestir mættir á réttum tíma, klukkan 6:30, í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stemmningin í hópnum var mjög góð þrátt fyrir mikla þreytu í mönnum og sáust baugar undir augum nokkra leikmanna. Við tók innritun og allt sem því fylgir áður en slakað var á í flugstöðinni og morgunmatur borðaður.

Næstu leikir

Kl 12:00 á morgun þriðjudag mun 4fl stúlkna KA/Þór á yngra ári spila á móti Val í KA heimilinu og á miðvikudaginn er útileikur hjá 4fl drengja (KA 2) á yngra ári á móti Þór Akureyri og byrjar leikurinn kl 18:00 í Síðuskóla