Fréttir

Víkingur Ólafsvík vann opna svalamótið

Í dag fór fram Opna Svalamótið í 6.fl karla hjá KA. Skipt var í 6 lið þar sem spilað var 6vs6.  Liðin sem tóku þátt að þessu sinnu voru. Valur FH Breiðablik Víkingur Ó KR Fylkir

KF í heimsókn á morgun

Á morgun koma nágrannar okkar úr Fjallabyggð í heimsókn í 14. umferð 1.deildar karla á Akureyrarvelli. Leikurinn verður flautaður á klukkan 19.15. KF eru í 10. sæti með 13 stig á meðan okkar menn eru í 5. sæti með 21 stig. Eins og ávallt verður grillað fyrir leik og hefst fjörið 45 mínútum fyrir leik. 

Grill og gleði á Akureyrarvelli á miðvikudaginn

KA menn taka á móti liði KF frá Fjallabyggð á miðvikudaginn kemur og hefst leikurinn kl. 19.15. Með sigri geta strákarnir okkar sett allt upp í loft í toppbaráttu 1. deildar en liðið hefur verið á miklu skriði í síðustu leikjum. Við munum að sjálfsögðu halda uppteknum hætti og grilla fyrir áhorfendur og munum við kveikja á grillinu kl. 18.00. Í boði verða hamborgarar og drykkir frá Vífilfelli á vægast sagt sanngjörnu verði. Einnig verðum við með til sölu hina glæsilegu KA trefla. Ekki láta þig vanta!

Carsten Pedersen hetja KA í sigri á Fjölni

KA menn unnu í dag 1-0 sigur á Fjölnismönnum í Grafarvogi í tíðindalitlum leik. Staðan í hálfleik var markalaus en í síðari hálfleik skoraði Carsten Pedersen sigurmark KA á 86. mínútu eftir hornspyrnu frá Brian Gilmour. Eftir sigurinn er KA í 4-5.sæti með 21 stig og taplausir í síðustu sjö leikjum.

Útileikur gegn Fjölni

Á morgun bregða okkar menn undir sig betri fætinum og fara í Grafarvoginn og etja kappi við Fjölni. Staða liðanna í deildinni er svipuð og sitja þau í 5. og 6 sæti deildarinnar. Fjölnir með 21 stig en KA með 18 stig. Leikurinn hefst kl. 14.00 og verður í beinni hjá SportTV og verður sjónvarpað hér í KA-heimilinu á breiðtjaldi.

Stofnfundur handknattleiksdeildar Hamranna

Íþróttafélagið Hamrarnir boðar til fundar á morgun (miðvikudaginn 24. júlí) í KA-heimilinu klukkan 20.00. Efni fundarins er stofnun handknattleiksdeildar sem mun taka þátt í 1. deild karla í handbolta í vetur. Athugið að liðið er staðsett á Akureyri. Allir eru hjartanlega velkomnir, þá sérstaklega fjölmiðlar. Frekari upplýsingar um fundinn veitir Siguróli í síma: 692-6646.

Dramatískur sigur á Selfyssingum

KA og Selfoss mættust í dag á Akureyrarvelli í hreint út sagt ótrúlegum leik þar sem okkar menn skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma. Staðan í hálfleik var 1-0 okkur í vil en í þeim síðari var boðið upp á sannkallaða markasúpu og voru það Brian Gilmour, Atli Sveinn og Ivan sem skoruðu mörk okkar í seinni hálfleiknum. En fyrsta mark okkar í leiknum var sjálfsmark gestana. 

KA - Selfoss á morgun

Á morgun hefst seinni umferð 1.deildar karla þegar að við fáum Selfyssinga í heimsókn. Staða liðanna í deildinni er ekki ólík. Selfyssingar sitja í 8.sæti með 14 stig. Á meðan okkar menn eru sæti ofar og með 15 stig. Leikurinn hefst á slaginu klukkan 16.00 og verður það Halldór Breiðfjörð Jóhannsson sem mun dæma leikinn. Við hvetjum alla að mæta tímanlega. Það verður fírað upp í grillinu 45 mínútum fyrir leik og boðið upp á hamborgara, pyslur og gos á vægu verði.

Ótrúleg endurkoma gegn Grindavík

Í kvöld skildu KA og Grindavík jöfn í bráðskemmtilegum leik sem var gríðarlega kaflaskiptur. Fyrri hálfleikur leiksins var algjör eign gestana úr Grindavík sem voru verðskuldað yfir 2-0 í hálfleik eftir mörk frá Daníel Leó Grétarssyni og Juraj Grizelj. En í síðari hálfleik náði Carsten Pedersen að minnka muninn á 71. mínútu og skömmu seinna jafnaði varamaðurinn Ómar Friðriksson fyrir KA með þrumu skoti og 2-2 jafntefli því staðreynd.

Topplið Grindavíkur í heimsókn á morgun

Á morgun þriðjudag mætast KA og Grindavík í 11. umferð 1.deildar karla. Um er að ræða síðasta leik fyrri umferðar mótsins. Við hvetjum alla til að fjölmenna á leikinn enda um hörkuleik að ræða þar sem Grindavík sitja einir á toppnum með 22 stig og KA liðið verið á mikilli siglingu í undanförnum leikjum. Leikurinn hefst kl. 18.00.