Fréttir

Meistaraflokkur heldur suður á bóginn.

Meistaraflokkur karla mun á þriðjudagsmorgun halda suður á bóginn, nánar tiltekið til Murcia á Spáni, þar sem liðið mun halda til í viku og æfa af kappi fyrir komandi átök í 1.deild karla.

KA/Þór deildarmeistarar í 2. deild kvenna - myndir

Stelpurnar í meistaraflokki KA/Þór tóku í gær á móti Gróttu í 2. deildinni (utandeildinni) og þurftu á stigi að halda til að gulltryggja deildarmeistaratitilinn. Gróttuliðið sem er í 3. sæti deildarinnar lét KA/Þór hafa fyrir hlutunum í upphafi leiks en jafnt var á með liðunum fyrsta korterið í leiknum. KA/Þór náði þá þriggja marka forskoti sem hélst út hálfleikinn en hálfleiksstaðan var 13-10.

3. flokkur karla – deildarmeistarar

3. flokkur karla varð í dag deildarmeistari í 2. deild karla í handbolta. Síðasti leikur þeirra var gegn HK sem átti möguleika á að ná KA að stigum og ná þannig titlinum.

Leikir um helgina

Einn leikur verður hjá 3fl karla í KA heimilinu á laugardaginn kl  14:30 á móti HK og minni svo á leik meistaraflokks kvenna, KA/Þór á móti Gróttu í KA heimilinu sama dag kl 16:00

Skráning keppenda á Akureyrarfjör 2013

Til þess að ná að skipuleggja innanfélagsmót FIMAK sem best óskum við eftir því að keppendur skrái sig fyrir 28.mars.Akureyrarfjörið fer fram helgina 5.-7.apríl og þar gefst öllum keppendum fæddum árið 2006 og eldri kostur á að keppa.

Carsten Pedersen: Vonandi næ ég að skora mörg mörk í sumar

Eins og kom fram í síðustu frétt skrifaði daninn Carsten Pedersen undir samning við félagið, út komandi tímabil, í KA-heimilinu nú síðdegis. Carsten kveðst spenntur fyrir verkefninu framundan og vill vinna deildina.

Carsten Pedersen í KA

Danski framherjinn Carsten Pedersen skrifaði nú síðdegis undir samning við KA út komandi tímabil.

Lokaleikur KA/Þór á laugardaginn - verða þær deildarmeistarar?

Meistaraflokkur KA/Þór leikur sinn síðasta leik í 2. deildinni á laugardaginn klukkan 16:00. Andstæðingurinn er Grótta en KA/Þór stelpurnar þurfa stig úr leiknum og myndu þar með tryggja sér sigur í deildinni. Ef það gengur eftir fá þær bikarinn afhentan í leikslok. Staðan í deildinni er þannig í dag að KA/Þór er efst með 29 stig, Víkingur í 2. sæti með 28 stig og Grótta í 3. sæti með 21 stig, en öll liðin eru búin með 17 leiki af 18. Við hvetjum alla til að koma í KA-heimilið og styðja stelpurnar í þeirri baráttu.

Síðasti heimaleikur Akureyrar - kl. 19:30 á fimmtudag

Það gera sér væntanlega allir grein fyrir mikilvægi leiks Akureyrar og Aftureldingar á fimmtudaginn. Bæði liðin eru í hópi þeirra liða sem geta fallið úr deildinni en auk þeirra eru Valur og HK í þeim hópi. Það er því til mikils að vinna fyrir bæði lið. Sigur í leiknum myndi gulltryggja Akureyri sæti í deildinni og þar með myndu Afturelding og Valur lenda í tveim neðstu sætum deildarinnar, annað liðið falla beint en hitt fara í umspil ásamt liðunum í 2. – 4. sæti fyrstu deildarinnar.

Páskafrí

Páskafrí verður hjá öllum hópum frá 25.mars til 1.apríl.Ath að laugardaginn 23.mars verða æfingar hjá laugardagshópum,IT-2 og It-3-1 á hefðbundum tíma.Æfingar hefjast samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 2.