31.12.2012
Knattspyrnufélag Akureyrar sendir félagsmönnum, iðkendum og foreldrum þeirra, þjálfurum, stuðningsaðilum og öllum velunnurum sem og
landsmönnum öllum óskir um farsæld á árinu 2013 um leið og þakkað er fyrir samfylgdina á árinu 2012.
30.12.2012
Þar sem lið hafa þurf að afboða sig útaf veðri þurfum við að breyta mótinu, spilaður verður í einni deild þar sem allir
spila við alla.. 1 og 2 sæti spila síðan úrslitaleik
28.12.2012
Þá er skráningu lokið og búið að raða mótinu niður. Það eru 8 lið sem taka þátt að þessu sinni.
Það verða lágmark 4 leikir á lið. Spilað verður í tveimur 4 liða riðlum. Eftir það spilast 8 liða úrslit með
útsláttarkeppni. Riðlarnir eru Enska - og Spænska deildin.
27.12.2012
12.janúar næstkomandi verður haldin heljarinnar veisla í KA heimilnu þar sem fagnað verður 85 ára afmæli KA. Miðar eru komnir í sölu
og fást í KA heimilinu.
27.12.2012
Sú skemmtilega hefð hefur verið nokkur undanfarin ár að ýmsir kappar sem gerðu garðinn frægan með yngri flokkum KA hittast í KA heimilinu
á annan í jólum og rifja upp forna takta. Það er Davíð Már Kristinsson sem hefur haft forgöngu um þennan hitting og að
sjálfsögðu var mikil gleði ríkjandi þegar strákarnir komu saman í ár.
24.12.2012
Öllum KA-mönnum nær og fjær - félagsmönnum, iðkendum í öllum deildum félagsins, þjálfurum, foreldrum, stuðningsmönnum og
styrktaraðilum - og landsmönnum öllum - sendum við hugheilar óskir um gleðilríka og friðsæla jólahátíð og farsæld og
fögnuð á árinu 2013.
Stjórn og starfsfólk Knattspyrnufélags Akureyrar.
24.12.2012
Við óskum iðkendum okkar og fjölskyldum þeirra, þjálfurum og öðru starfsfólki félagsins gleðilegra og kærleiksríkra jóla og farsældar á nýju ári.Þökkum fyrir samskiptin á árinu sem er að ljúka.
24.12.2012
Á milli jóla og nýárs kemur til okkar danskur danskennari að nafni Matte Svarrer sem ætlar að kenna I-1 nýjan Team Gym dans.
21.12.2012
Kæru iðkendur, þjálfarar , stjórnarmenn, framkvæmdastjóri og aðrir félagsmenn KA!
Ég óska ykkur öllum innilega gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.
Takk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Ég vil þakka sérstaklega öllum okkar frábæru sjálfboðaliðum sem leggja ómælt af mörkum fyrir félagið.
Með KA kveðju,
Hrefna