Fréttir

Getraunaleikurinn hefst aftur eftir stutta pásu

Núna fara getraunirnar á fullt aftur og við byrjum nýjan hópleik n.k laugardag og í þetta sinn fær sá sem lendir í fyrsta sæti ferðavinning með Úrval útsýn. Einnig er fullt af öðrum flottum vinningum.

Nýjasta útgáfa af stundatöflu vorannar

Hér má finna nýjustu útgáfu stundatöflu vorannar.

Heimaleikir hjá yngri flokkum 19. og 20. janúar

Næstkomandi helgi verða heimaleikir hjá eftirtöldum flokkum: Laugardagur kl. 18:00  KA/Þór - Fjölnir 2  4. flokkur stúlkna yngra ár (2. deild) Sunnudagur  kl. 11:00  KA/Þór - Fjölnir  3. flokkur stúlkna  (2. deild)                      kl. 12:30  KA/Þór - Stjarnan  4. flokkur stúlkna eldra ár (1. deild)                      kl. 13:30  KA/Þór - Stjarnan  4. flokkur stúlkna yngra ár (2. deild) Aðrir leikir hjá yngri flokkum eru: Föstudagur   kl. 14:30  KR - KA  3. flokkur drengja  (bikarleikur)     DHL-Höllinn                      kl. 20:00 Fylkir - KA  3. flokkur drengja (2. deild)         Fylkishöll Laugardagur kl. 13:30 Fylkir - KA  3. flokkur drengja (2. deild)         Fylkishöll

Íþróttamaður Akureyrar kunngjört í dag

Val á Íþróttamanni Akureyrar verður kunngjört í athöfn sem hefst á Hótel KEA miðvikudaginn 16.janúar kl.17.00.Húsið opnar kl.16.30.DAGSKRÁ Í TILEFNI AF KJÖRI Á ÍÞRÓTTAMANNI AKUREYRAR.

Merkjaveitingar á 85 ára afmæli KA (Myndasafn)

Á stórafmælum KA er hefð fyrir að veita gull-, silfur- og bronsmerki sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Engin breyting var þar á s.l. laugardagskvöld á 85 ára afmælishátíð KA. Alls voru veitt 65 merki, 36 brons, 23 silfur og 6 gull.

Íþróttamaður FIMAK árið 2012

Síðastliðinn fimmtudag 10.janúar 2012 var krýndur íþróttamaður Fimleikafélagsins fyrir árið 2012.Undanfarin ár hefur valið farið þannig fram að valinn hefur verið einn fulltrúi í keppnisgrein og einn af þeim síðan verið valinn íþróttamaður félagsin.

KA-lið vikunnar - Forsprakkarnir

Í dag hefur göngu sína nýr liður sem ég kýs að kalla "KA-lið vikunnar" þar sem ég mun velja eitthvað KA lið úr sögu félagsins í öllum íþróttagreinum og gera smá skil á því flotta liði sem fyrir valinu verður. Þar sem félagið er ný orðið 85 ára held ég að það eigi vel við að fyrsta lið vikunnar sé...

Skóflustunga tekin að nýjum gervigrasvelli (Myndasafn)

Tólfti janúar 2013 verður skráður með stóru letri í sögu KA. Þetta er dagurinn sem haldið er upp á 85 ára afmæli félagsins og þetta er sömuleiðis dagurinn sem framkvæmdir hófust með formlegum hætti við nýjan gervigrasvöll á félagssvæðinu - milli KA-heimilisins og Lundarskóla. Tveir KA-félagar með stórt félagshjarta, Siguróli Sigurðsson og Þormóður Einarsson, tóku fyrstu skóflustunguna að nýja grasvellinum að viðstöddu fjölmenni. Þórir Tryggva var að sjálfsögðu með myndavélina á lofti og tók myndir sem hægt er að skoða hér að neðan. Myndasafn

Gunnar Valur með slitna hásin - Frá í 6-7 mánuði

Í leik KA og KF urðu KA menn fyrir miklu áfalli þegar fyrirliði liðsins, Gunnar Valur Gunnarsson, féll í grasið og var ljóst frá byrjun að meiðsli hans voru alvarleg. Nú hefur það verið staðfest að hásin hans slitnaði og við tekur aðgerð í vikunni og að henni lokinni sjúkraþjálfun og endurhæfingarferli og stefnir fyrirliðinn á að snúa aftur til baka í júlí. 

Kjarnafæðismótið: 7 KA mörk gegn KF um helgina (umfjallanir)

Tveir KA leikir fóru fram á Kjarnafæðimótinu í fótbolta um helgina þegar KA og KA 2 mættu bæði liði KF frá Fjallabyggð, bæði lið unnu góða sigra og má segja að sigur KA 2 hafi komið talsvert á óvart en liðið sigraði 4-0. KA sigraði mjög öruggan 3-1 sigur eftir að hafa lennt 1-0 undir. Með því að smella á lesa meira má lesa umfjallanir KDN um leikina.