06.12.2012
Þá
er komið að síðasta tækifærinu til að sjá Akureyrarliðið á heimavelli á þessu ári. Mótherjarnir eru engir aðrir
en Íslandsmeistarar HK og það er til mikils að vinna í dag. Til viðbótar hve baráttan er hörð í deildinni þá er einnig
í húfi þátttökuréttur í deildarbikarkeppni efstu fjögurra liða N1 deildarinnar að aflokinni 12. umferð.
Athugið að leikurinn í dag hefst klukkan 19:15, fimmtán mínútum síðar en venjulega.
05.12.2012
Sex krakkar frá Tennis- og badmintondeild KA fóru á Unglingamót TBS á Siglufirði
sl. laugardag, 1 desember. Þau sem tóku þátt fyrir hönd TB-KA voru Kristín Halldórsdóttir, Viktor Már Árnason, Helgi
Brynjólfsson, Sigmar Ágúst Reykjalín Hjelm, Anton Heiðar Erlingsson og Snorri Már Óskarsson en bæði Kristín og Snorri Már voru
að keppa á sínu fyrsta badmintonmóti. Allir krakkarnir stóðu sig mjög vel, Viktor sigraði í einliðaleik í flokki U-11, Helgi sigraði
í einliðaleik í flokki U-13 og Helgi og Sigmar sigruðu í tvíliðaleik í flokki U-13. Allir skemmtu sér mjög vel og endað var á
að fara saman út að borða á Siglufirði áður en haldið var heim.
05.12.2012
Mjög reglulega eru föt og skór tekin í misgripum í fataklefum eða anddyri íþróttamiðstöðvarinnar.Það auðveldar alla úrvinnsu ef þessir hlutir eru vel merktir, því þá er í mörgum tilfellum hægt að rekja hvar hlutirnir eru og leiðrétta.
04.12.2012
Leikur KA og Fylkis í blaki kvenna fór fram í KA-heimilinu á Akureyri á laugardaginn. Leikurinn var jafn og spennandi.Leikur beggja liða var þó
nokkuð kaflaskiptur. Fylkir vann fyrstu hrinuna 25-21 eftir að KA hafði verið yfir 12-7. KA vann aðra og þriðju hrinu 25-18 og 25-20. Í fjórðu hrinu
gerðu KA stúlkur mikið af mistökum og vann Fylkir hrinuna auðveldlega 25-15. KA tók sig á í fimmtu hrinu og sigraði hrinuna örugglega 15-7 og
þar með leikinn 3-2.
Það er skemmtilegt frá því að segja að mæðgur áttust við í leiknum. Hugrún Ólafsdóttir leikmaður Fylkis
er mamma Dagnýar Ölmu Jónasdóttur leikmanns KA. Meðfylgjandi er mynd af þeim mæðgum fyrir leikinn.
04.12.2012
Nú er að koma út fyrsti kennsludiskurinn í handknattleik sem gefinn er út á Íslandi. Diskurinn nefnist Frá byrjanda til
landsliðsmanns og það eru þeir Bjarni Fritzson og Sturla Ásgeirsson sem hafa veg og vanda að gerð disksins en þeir hafa einnig fengið marga af okkar bestu
handknattleiksmönnum í lið með sér á diskinum. Diskurinn fer í almenna sölu þann 7. desember og er að sjálfsögðu skyldueign og
draumajólagjöf allra handknattleiksáhugamanna.
30.11.2012
3.fl kvenna í knattspyrnu er með RISA BINGÓ í Brekkuskóla á morgun Laugardag.. þar verða fullt af vinningum og má þar nefna sæti
í Arsenalskólanum. Allir vinningar eru 10.000 kr virði eða meira. Bingóið hefst kl 14. sjá nánar á mynd hægrameginn á Kaffi og kaffi
selt í hléi á 350 kr Spjaldið kostar 500 kr Allur ágóði af Bingóinu fer uppí utanlandsferð hjá stelpunum sem farin verður
næsta sumar.
30.11.2012
Tuttugasta og sjöunda N1-mót KA 2013 fyrir 5. flokkk karla verður dagana 3.-6. júlí og því er um að gera að taka helgina frá sem fyrst.
T'ímasetning þessa móts tekur ávallt mið af þeim árlegu mótum sem eru á undan, en um er að ræða þrjú mót
þrjár helgar í röð frá miðjum júní; Pæjumótið í Eyjum, Norðurálsmótið á Akranesi fyrir 7.
flokk kk og Shellmótið í Eyjum fyrir 6. flokk kk. Fjórða helgin er síðan frátekin fyrir N1-mót KA.
29.11.2012
Af óviðráðanlegum ástæðum fellur niður viðtalstíminn hjá framkvæmdastjóra félagsins í dag.Jafnframt þarf að loka skrifstofunni á milli kl.09.45-11.00.Við biðjumst velvirðingar á þessu en bendum á að hægt er að senda tölvupóst á erla@fimak.
27.11.2012
Morgunblaðið birtir
í dag val sitt á úrvalsliði 9. umferðar N1-deildar karla. Líkt og í 8. umferð á Akureyri tvo fulltrúa í liðinu en það
eru einmitt sömu leikmenn, þeir Bergvin Þór Gíslason sem vinstri skytta og Guðlaugur Arnarsson sem besti varnarmaðurinn og
jafnframt er hann valinn leikmaður umferðarinnar.
26.11.2012
Stelpurnar í 5. flokki kvenna skelltu sér suður á föstudagsmorgunn. Fóru að vísu heldur fáliðaðar enda
nokkrar sem höfðu forfallast síðustu dagana fyrir ferð en hugtakið fámennt en góðmennt átti svo sannarlega við að þessu
sinni.