Fréttir

4. flokkur kvenna áfram í bikarnum.

4. flokkur kvenna er kominn áfram í bikarnum efti röruggan sigur á Aftureldingu 3. Stelpurnar spiluðu frábærlega í leiknum og steig engin þeirra feilspor, nema jú kannski Berghildur Hermannsdóttir sem missteig sig illa snemma leiks. Vonandi að þau meiðsli reynist ekki of alvarleg. 

KA gerir tveggja ára samning við Atla Svein Þórarinsson

Miðvörðurinn Atli Sveinn Þórarinsson er genginn á ný í raðir KA eftir átta ára fjarveru frá sínu uppeldisfélagi.  Í dag var gengið frá samningi við Atla Svein sem gildir út tímabilið 2014. 

Frábær kjötsúpufundur

Á dögunum efndi aðalstjórn KA til svokallaðs kjötsúpufundar, þar sem mættir voru stjórnarmenn í hinum ýmsu ráðum deilda félagsins svo og þjálfarar og var farið vítt og breitt yfir starfið.

Leikur dagsins: Akureyri – Fram í Íþróttahöllinni klukkan 19:00

Þá er runninn upp leikdagur hjá Akureyri Handboltafélagi þar sem Safamýrarpiltarnir í Fram koma í heimsókn. Ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi leiksins enda hvert stig ofurdýrmætt í deildinni þar sem öll liðin (nema eitt) hafa verið að reyta stig hvert af öðru.

3. flokkur karla: Myndir frá leik Þór og KA í gær

Í gær mættust Akureyrarliðin KA og Þór í 3. flokki karla og var leikið í Íþróttahúsi Síðuskóla. Leiknum lauk með þriggja marka sigri KA, 25-28. Þórir Tryggvason var á staðnum og sendi okkur myndir frá leiknum.

Akureyrarslagur í 3. flokki í kvöld

Það er sannkallaður stórleikur hjá strákunum í 3. flokki í dag en þá mætast Þór og KA í Íþróttahúsi Síðuskóla. Leikurinn hefst klukkan 18:15 og ástæða til að hvetja alla til að mæta og sjá framtíðarleikmenn Akureyrar í handboltanum!

Fjórar stúlkur frá KA/Þór valdar í æfingahóp HSÍ

HSÍ hefur birt æfingahóp landsliðs stúlkna sem fæddar eru árið 1998. Að þessu sinni eru fjórar stúlkur frá KA/Þór en það eru: Ásdís Guðmundsdóttir, Sunna Guðrún Pétursdóttir, Þóra Björk Stefánsdóttir og Þórunn Sigurbjörnsdóttir. Hópurinn mun æfa dagana 23.-25. nóvember en nánari tímasetningar hefur HSÍ ekki birt. Þjálfarar liðsins eru Arnór Ásgeirsson, Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson. Við óskum stelpunum til hamingju með árangurinn.

Kærar þakkir.

Til foreldra og aðstandenda iðkenda hjá félaginu viljum við þakka kærlega fyrir alla þá aðstoð sem þið veittuð.Án ykkar hefði þetta alls ekki verið hægt.TAKK TAKK :O).

Haustmót II í áhaldafimleikum 3.-5. þrep úrslit

Um helgina fór fram seinni hluti Haustmóts FSÍ hér á Akureyri.Keppt var í 3-.5.þrepi íslenska fimleikastigans í áhaldafimleikum bæði í stúlkna- og drengjaflokki.Mikið fjör var í fimleikahúsinu okkar allan laugardaginn fram á kvöld og allan sunnudaginn en mótinu lauk rétt fyrir kl.

Kærar þakkir.