22.02.2013
Það verður fundur í KA heimilinu á laugardaginn klukkan 11:00-12:00. Þar á að ræða framtíð kvennahandboltans og skipulag
næsta vetrar. Á fundinn mæta allir þeir sem hafa áhuga á þessu máli, foreldrar stelpna í 4.fl. og 3.fl., leikmenn í
meistaraflokki og 3.fl. þjálfarar, stjórnarmenn og aðrir áhugamenn. Fundinum er ætlað að leggja línurnar fyrir næstu ár.
Vonandi sjá áhugamenn um kvennahandbolta sér fært að mæta og taka þátt í umræðum.
Kveðja Erlingur Kristjánsson
Formaður Handknattleiksdeildar KA
21.02.2013
Fjórir leikir verða í KA heimilinu um helgina og þeir eru,
20.02.2013
Um komandi helgi verður Greifamót KA í 3. flokki karla í knattspyrnu haldið í Boganum á Akureyri. Mótið hefst á föstudag og
því lýkur á sunnudag. Fjórtán lið eru skráð til leiks í mótinu - 7 A-lið og 7 B-lið. Leikjaplan í mótinu er
að finna hér.
20.02.2013
Mánudaginn 25. febrúar n.k. koma fulltrúar HSÍ og markmannsþjálfarar norður til að kynna átak í þjálfun markvarða
í handboltanum á Íslandi. Fyrst verður fundur klukkan 15:00 í KA heimilinu með þjálfurum og svo æfing með markmönnum í yngri
flokkum 16:30-18:30 á sama stað.
Allir þjálfarar og áhugamenn um markvörslu í handbolta eru velkomnir.
19.02.2013
Tæplega 700 þús. kr. halli varð á rekstri knattspyrnudeildar KA rekstrarárið 2012. Velta deildarinnar á starfsárinu var um 91 milljón
króna. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi deildarinnar, sem haldinn var í gær.
18.02.2013
Eins og margir hafa tekið eftir er fyrsta krafan fyrir æfingagjöldum vorannar komin inn í netbanka hjá skráðum greiðendum.Æfingagjöldunum er skipt í þrjár greiðslur ef ekki er samið um annað.
18.02.2013
Knútur Otterstedt, fyrrverandi formaður KA, lést sl. þriðjudag, 12. febrúar, á Dvalarheimilinu Hlíð. Knútur var formaður KA á árunum 1963-1968. Knattspyrnufélag Akureyrar hugsar til Knúts með þakklæti og
virðingu fyrir störf hans fyrir félagið og vottar eiginkonu hans og öðrum ættingjum samúð.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju á morgun þriðjudaginn 19. febrúar kl. 13.30.
18.02.2013
KA 1 - ÍR 2 30-18 4fl drengja yngra ár 2 deild A
KA 2 - ÍR 2 26-12 4fl drengja yngra ár 2 deild A
KA - Stjarnan 16-15 4fl drengja eldra ár 2 deild
KA/Þór - Afturelding 17-19 4fl stúlkna eldra ár 1 deild
KA/Þór - Grótta 2 29-16 3fl
stúlkna 2 deild
15.02.2013
3 flokkur karla er komin í 8 liða útslit og spilar á móti Gróttu 1 á mánudaginn kl 17:45 í KA heimilinu
14.02.2013
5 leikir verða í KA heimilinu helgina og þeir eru;