Fréttir

Gunnar Valur með slitna hásin - Frá í 6-7 mánuði

Í leik KA og KF urðu KA menn fyrir miklu áfalli þegar fyrirliði liðsins, Gunnar Valur Gunnarsson, féll í grasið og var ljóst frá byrjun að meiðsli hans voru alvarleg. Nú hefur það verið staðfest að hásin hans slitnaði og við tekur aðgerð í vikunni og að henni lokinni sjúkraþjálfun og endurhæfingarferli og stefnir fyrirliðinn á að snúa aftur til baka í júlí. 

Kjarnafæðismótið: 7 KA mörk gegn KF um helgina (umfjallanir)

Tveir KA leikir fóru fram á Kjarnafæðimótinu í fótbolta um helgina þegar KA og KA 2 mættu bæði liði KF frá Fjallabyggð, bæði lið unnu góða sigra og má segja að sigur KA 2 hafi komið talsvert á óvart en liðið sigraði 4-0. KA sigraði mjög öruggan 3-1 sigur eftir að hafa lennt 1-0 undir. Með því að smella á lesa meira má lesa umfjallanir KDN um leikina. 

Afmælishátíð KA fór einstaklega vel fram

85 ára afmælishátíð KA fór fram í gærkveldi í KA-Heimilinu og var mikið um dýrðir eins og von er á þegar tæplega 400 KA menn koma saman með það að markmiði að skemmta sér og öðrum. Veislustjóri kvöldsins var enginn annar en Rögnvaldur gáfaði og má með sanni segja að hann hafi farið á kostum með sínum flugbeitta húmor og snilligáfu. 

Alda ÓIína Arnarsdóttir Íþróttamaður KA 2012

Á afmælishátíð KA í gær voru íþróttamenn deildanna heiðraðir fyrir árangur sinn á árinu en það voru þau Alda Ólína Arnarsdóttir (Blak), Daníel Matthíasson (Handbolti), Gunnar Valur Gunnarsson (Fótbolti) og Helga Hansdóttir (Júdó). Eins og venjan er var svo valinn íþróttamaður félagsins og að þessu sinni var það Alda Ólína sem hreppti hnossið en hún átti frábært ár.

Stór dagur í sögu KA: Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum gervigrasvelli

Tólfti janúar 2013 verður skráður með stóru letri í sögu KA. Þetta er dagurinn sem haldið er upp á 85 ára afmæli félagsins og þetta er sömuleiðis dagurinn sem framkvæmdir hófust með formlegum hætti við nýjan gervigrasvöll á félagssvæðinu - milli KA-heimilisins og Lundarskóla. Tveir KA-félagar með stórt félagshjarta, Siguróli Sigurðsson og Þormóður Einarsson, tóku fyrstu skóflustunguna að nýja grasvellinum að viðstöddu fjölmenni.

Kjarnafæðismótið: Bæði lið KA mæta KF um helgina

Um helgina munu okkar lið leika sitt hvorn leikinn í Kjarnafæðismótinu.  Á morgun laugardag leikur KA sinn annan leik í mótinu og er mótherjinn að þessu sinni KF frá Fjallabyggð undir stjórn Lárusar Orra Sigurðssonar.

Grautur, skúffukakka og fyrsta skóflustunga nýja gervigrasvallarins á morgun

Það verður mikið um að vera í KA-heimilinu á morgun og síðan aftur annað kvöld þegar blásið verður til mikillar 85 ára afmælishátíðar.

Tilnefningar til Íþróttamanns KA 2012

Tilefningar til Íþróttamanns KA fyrir árið 2012 liggja nú fyrir og eru sem fyrr tilnefningar frá öllum deildum félagsins sem störfuðu á árinu. Fjórir eru því tilnefndir - frá handknattleiks-, knattspyrnu-, blak- og júdódeild. Íþróttamaður KA verður útnefndur núna í janúar Tilnefndir eru:

Matseðill á afmæli KA

Hérna má sjá hvað verður á boðstólnum á afmæli KA laugardaginn 12.janúar næstkomandi. Maturinn kemur frá Bautanum og má segja að maður verður bara svangur á því að lesa þetta

Staðfest niðurröðun leikja KA í Lengjubikarnum

KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í Lengjubikarnum í knattspyrnu, sem hefst í febrúar. KA er í A-deild, 2. riðli í mótinu. KA mun spila við fjögur Pepsídeildarlið; Fram, Breiðablik, Val og ÍA og þrjú 1. deildarlið; Víking R, Völsung og Selfoss. Leikjaniðurröðunin er sem hér segir: