24.02.2013
Í dag lauk Greifamóti KA í 3.fl karla. Þetta var stærsta Greifamótið í þessum flokki sem haldið hefur verið. Á mótið
komu lið frá öllum landshlutum. Keppt var í flokki A liða og flokki B liða. Alls voru þetta 10 félög sem tóku þátt í
mótinu og voru þetta samtals 14 lið.
23.02.2013
KA hafði sigur á Fram í Lengjubikarnum í Boganum í dag með einu marki gegn engu. Markið skoraði Fannar Freyr Gíslason á 13.
mínútu. Í síðari hálfleik misstu KA-menn Hallgrím Mar af leikvelli eftir að hann fékk gula spjalið með tveggja mínútna
millibili, á 51. og 53. mínútu. KA lék því einum manni færri bróðurpart síðari hálfleiks.
22.02.2013
Við fáum Fram í heimsókn í Bogann á morgun, laugardag, í Lengjubikarnum. Lengjubikarinn er mikilvægur undirbúningur fyrir komandi
tímabil og alltaf spennandi að sjá hvernig leikmenn koma undan vetri, nýir leikmenn standa sig og leikstíllinn sem þjálfarinn leggur
upp. Leikurinn hefst kl 17:15 og hvetjum við alla að mæta og sjá strákana taka á
móti úrvaldeildarliðinu og styðja þá um leið til sigurs.
22.02.2013
Brian Gilmour kom hingað til KA á miðju tímabili árið 2011. Eftir ágætis reynslu af félaginu ákvað hann að framlengja samning
sinn og kom aftur síðasta sumar. Þar sannaði hann sig endanlega sem frábæran fótboltamann og mikilvægan hlekk í liðinu. Nú er hann
kominn í þriðja skiptið til landsins en hann hefur framlengt samning sinn við KA til loka september.
22.02.2013
Það verður fundur í KA heimilinu á laugardaginn klukkan 11:00-12:00. Þar á að ræða framtíð kvennahandboltans og skipulag
næsta vetrar. Á fundinn mæta allir þeir sem hafa áhuga á þessu máli, foreldrar stelpna í 4.fl. og 3.fl., leikmenn í
meistaraflokki og 3.fl. þjálfarar, stjórnarmenn og aðrir áhugamenn. Fundinum er ætlað að leggja línurnar fyrir næstu ár.
Vonandi sjá áhugamenn um kvennahandbolta sér fært að mæta og taka þátt í umræðum.
Kveðja Erlingur Kristjánsson
Formaður Handknattleiksdeildar KA
21.02.2013
Fjórir leikir verða í KA heimilinu um helgina og þeir eru,
20.02.2013
Um komandi helgi verður Greifamót KA í 3. flokki karla í knattspyrnu haldið í Boganum á Akureyri. Mótið hefst á föstudag og
því lýkur á sunnudag. Fjórtán lið eru skráð til leiks í mótinu - 7 A-lið og 7 B-lið. Leikjaplan í mótinu er
að finna hér.
20.02.2013
Mánudaginn 25. febrúar n.k. koma fulltrúar HSÍ og markmannsþjálfarar norður til að kynna átak í þjálfun markvarða
í handboltanum á Íslandi. Fyrst verður fundur klukkan 15:00 í KA heimilinu með þjálfurum og svo æfing með markmönnum í yngri
flokkum 16:30-18:30 á sama stað.
Allir þjálfarar og áhugamenn um markvörslu í handbolta eru velkomnir.
19.02.2013
Tæplega 700 þús. kr. halli varð á rekstri knattspyrnudeildar KA rekstrarárið 2012. Velta deildarinnar á starfsárinu var um 91 milljón
króna. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi deildarinnar, sem haldinn var í gær.
18.02.2013
Eins og margir hafa tekið eftir er fyrsta krafan fyrir æfingagjöldum vorannar komin inn í netbanka hjá skráðum greiðendum.Æfingagjöldunum er skipt í þrjár greiðslur ef ekki er samið um annað.