Fréttir

2.fl karla spilar fótbolta í 24 klst

Klukkan 12.00 laugardaginn 27.apríl í KA heimilinu hefst sólahrings fótbolti hjá 2.flokk Karla hjá KA. Strákarnir eru að leita af fólki til að heita á sig í þessu maraþoni. Mikið er um ferðalög hjá 2.fl sérstakalega í ár þar sem félagið teflir fram tveimur liðum í Íslandsmóti. Ef þú hefur hug á að styrkja strákana þá eru upplýsingar hér fyrir neðan. Þeir sem vilja styrkja strákana með áheitum geta lagt inn á reikning: 0162-26-107110, kt 510991-1849

Herrakvöld KA 2013

Herrakvöld KA 2013 verður haldið föstudaginn 10. maí nk. og að þessu sinni í Hlíðarbæ í Hörgársveit. Herrakvöldið var vel sótt á síðasta ári og það er óhætt að fullyrða að allir hafi skemmt sér mjög vel.

Haukur Hinriksson á förum

Haukur Hinriksson hefur ákveðið að leita á önnur mið og leikur því ekki með KA á komandi keppnistímabili.

Pub Quiz á morgun miðvikudag!

2. Pub quiz vetrarins verður haldið á morgun miðvikudag í KA-Heimilinu (Júdósal) og hefst fljótlega eftir að leik Dortmund og Real Madrid lýkur. 2 og 2 verða saman í liði líkt og síðast og spurt verður um allt milli himins og jarðar en allar spurningar tengjast þó fótbolta á einn eða annan hátt. 1000 kr kostar inn og verður boðið uppá léttar veitingar meðan á pub quizi stendur gegn vægu gjaldi! Þá geutr fólk getur komið og horft á leikinn í KA-Heimilinu áður en Pub Quizið hefst. Hvetjum alla KA menn að taka kvöldið frá og skemmta sér í góðra manna hópi yfir skemmtilegum spurningum!

Ólafur Hrafn á reynslu til Norwich

Ólafur Hrafn Kjartansson leikmaður 3.flokks KA mun á morgun halda til Englands þar sem enska úrvalsdeildar félagið Norwich hefur boðið honum að koma til æfinga.

Frí á sumardaginn fyrsta

Engar æfingar verða á sumardaginn fyrsta.Jafnframt verður frí 1.maí og á uppstigningardag.

Dómaranámskeið í KA heimilinu

Á morgun þriðjudag  verður haldið dómaranámskeið í KA heimilinu kl 20.00. Þóroddur Hjaltalín verður með námskeiði líkt og undanfarin ár. Námskeiðið er að sjálfsögðu öllum opið, engin skráning bara mæta á staðinn.

Síðasta æfing laugardagshópa

Síðasta æfing laugardagshópa er laugardaginn 11.maí.Þá er foreldrum, systkynum, öfum og ömmum velkomið að koma og horfa á.Ath.iðkandi er áfram skráður á milli anna hjá félaginu eða alveg þar til skrifleg úrsögn hefur borist á skrifstofa@fimak.

Norðurlandsmót á Siglufirði

Norðurlandsmót í badminton verður haldið á Siglufirði laugardaginn 20.apríl n.k. Mótið hefst kl. 10:00  Keppendur TB-KA athugið, farið verður á tveimur 9 manna bílum frá KA heimilinu stundvíslega kl. 8:00 á laugardagsmorguninn. Þið þurfið aðeins að borga mótsgjöldin, þ.e. 1000 kr. á mann fyrir tvíliða og tvenndarleik og 1400 krónur fyrir einliðaleik. Best er að ganga frá þessum greiðslum við brottför, fararstjórar munu taka við þessum peningum. Mikilvægt að muna eftir að nesta sig yfir daginn eða gera ráð fyrir að kaupa sér snarl á staðnum. Við bendum líka foreldrum á að það er stutt og gaman að skreppa á Siglufjörð og kíkja á einn eða tvo leiki. Sjá einnig http://tbs.123.is/blog/2013/04/17/658710/ Með bestu kveðjum og ósk um góða skemmtun.

Myndasafn: Framkvæmdir á KA svæðinu

Framkvæmdir við nýjan gervigrasvöll félagsins hafa staðið yfir síðan í Janúar og miðar vel á áfram. Allt er á áætlun og stefnt á að fyrsta spyrnan verði tekin í byrjun Júní! Með því að smella á linkinn hér að neðan er hægt að sjá myndir sem umsjónarmaður verksins hefur tekið frá upphafi!  Myndir