01.02.2013
Nú er nóg um að vera enda mótatímabilið komið á fullt núna.Þrepamótið í 4.og 5.þrepi í áhaldafimleikum fer fram í Kópavogi nú um helgina þar sem 23 stúlkur og drengir frá FIMAK keppa.
01.02.2013
Pub quiz knattspyrnudeildar og meistaraflokks verður haldið í kvöld 1.febrúar kl 20:00 í KA-Heimilinu! 1000 kr inn, 2 saman í liði og flottur vinningur
í boði! Hægt verður að versla veitingar fyrir nánast ekkert verð á staðnum! Umsjónarmaður verður Jóhann Már Kristinsson og
við hvetjum alla KA menn til að mæta og taka þátt í þessarri spurningarkeppni en fólk fær að reyna sig á almennri þekkingu
á alheimsfótboltanum! Ekki láta þetta framhjá þér fara, ekkert verð fyrir mikla skemmtun!
30.01.2013
Eins og oft áður verður nóg um að vera KA heimilinu þessa vikuna og næstu helgi þannig að allir sem hafa áhuga á handbolta ættu
að geta fundið sér leik til að horfa á.
28.01.2013
Heimaleikir
KA 2 - KA 1 24 - 30 4.fl. drengja yngra ár 2. deild A
KA 2 - Fram 23 - 28 4.fl. drengja yngra ár 2. deild A
KA - Fram 2 25 - 17 3.fl. drengja 2. deild A
KA - Fram 2 25 - 20 4.fl. drengja eldra ár 2. deild
KA - Fram 20 - 23 4.fl. drengja yngra ár 2. deild A
28.01.2013
85 ára afmælishátíð KA sem haldin var laugardaginn 12. janúar síðastliðinn lauk með heljarinnar miklum dansleik. Það var KA
bandið sem hóf leikinn en síðan tók Páll Óskar við og hélt uppi fjörinu fram eftir nóttu. Tvö myndbönd frá ballinu
eru komin inn á Youtube og auk þess er komið myndaalbúm með myndum Þóris Tryggvasonar frá ballinu.
25.01.2013
Föstudaginn 25.janúar fer fram þrepamót í áhaldafimleikum í 3.þrepi kvk.Mótshaldari er Fylkir.
23.01.2013
Vegna veikinda verður enginn við á skrifstofu félagsins í dag.Starfsfólk.
22.01.2013
Búið er að færa til leik KA-liðanna í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu um einn sólarhring. Hann verður ekki spilaður
miðvikudagskvöldið 23. janúar, eins og upphaflega var gert ráð fyrir, heldur fimmtudaginn 24. janúar kl. 19.00 í Boganum.
22.01.2013
5 leikir verða hjá yngri flokkum um helgina ásamt leik meistaraflokks kvenna á móti ÍR sem verður á laugardaginn kl 16:00 í KA
heimilinu þannig að það er löng og spennandi handboltahelgi framundan
19.01.2013
KA mætti Dalvík/Reyni í 3.umferð Kjarnafæðismótsins í Boganum kl 15:15 í
dag. Byrjunarlið KA var svipað liðinnu sem vann KF um síðustu helgi.