Fréttir

Um Leikjaskóla KA 2011

Íþrótta-og leikjaskóli KA sumarið 2011.     Íþrótta-og leikjaskóli KA starfaði um 8 vikna skeið í sumar og var tímabilinu skipt niður í 4 tveggja vikna námskeið.  Aðsóknin var eftirfarandi:   Námskeið 1:  96, 50 strákar og 46 stelpur. Námskeið 2:  71, 43 strákar og 28 stelpur. Námskeið 3:  61, 32 strákar og 29 stelpur. Námskeið 4:  25, 13 strákar og 12 stelpur.  

KA/Þór fékk útileik á móti FH í Eimskipsbikarnum

Nú í hádeginu var dregið í leiki bikarkeppninnar, hjá konunum fékk lið KA/Þór útileik gegn FH en þess er skemmst að minnast að stelpurnar í KA/Þór unnu einmitt FH liðið í KA heimilinu í síðustu umferð N1-deildarinnar. Kvennaleikirnir verða 15. og 16. nóvember.

Ómar spilaði allan leikinn gegn Norðmönnum

KA-maðurinn Ómar Friðriksson spilaði allan leikinn með U-19 landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins á Kýpur í gær í 2-2 jafntefli gegn Norðmönnum.

Bjarki Baldvinsson til liðs við KA

Húsvíkingurinn Bjarki Baldvinsson hefur gengið til liðs við KA og mun hann spila með liðinu í 1. deildinni næsta sumar. Gengið var í dag frá samningi við Bjarka til tveggja ára.

Æfingum í Boganum aflýst í dag - fimmtudaginn 27. október!

Öllum æfingum KA í knattspyrnu í dag, fimmtudaginn 27. október, í Boganum er aflýst vegna hreinsunar sem ráðist var í í morgun á gervigrasinu í Boganum. Ljóst er að grasið þornar ekki nægilega til þess að unnt sé að hleypa knattspyrnuiðkendum þar inn í dag og því þarf að aflýsa öllum æfingum dagsins. Næsti æfingadagur verður því nk. laugardagur.

Haustmót FSÍ í hópfimleikum

Haustmót FSÍ í hópfimleikum verður haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi 28.- 30.október n.k.í umsjón Fimleikafélags Akraness.

Haustmót FSÍ í 1. og 2. þrepi í áhaldafimleikum

Helgina 21.-23.október 2011 fór fram hjá fimleikafélaginu Björk haustmót FSÍ í áhaldafimleikum í 1.og 2.þrepi drengja og stúlkna.Einn af okkar fremstu iðkendum tók þar þátt í 2.

Lára og Helena í landsliðsúrtak

KA-stelpurnar Lára Einarsdóttir og Helena Jónsdóttir hafa verið valdar í landsliðsúrtak um næstu helgi - Lára í U-17 og Helena í U-19. Báðar eru þær leikmenn Þórs/KA, Lára miðju- og kantspilari en Helena markvörður.

Haustmót í áhaldafimleikum

Haustmót í áhaldafimleikum 5-3 þrep.verður haldið helgina 4.-6.nóvember.Laugardagshópar fá frí þessa helgi.Gróft skipulag mótsins er komið.

Ómar spilaði allan leikinn gegn Kýpur

Ómar Friðriksson, leikmaður KA, spilaði allan leikinn með U-19 landsliðinu gegn Kýpur í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins á Kýpur í dag. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli.