29.08.2011
Æfingartöflu má sjá á síðu júdódeildar.
28.08.2011
Stelpurnar í A-liði KA í 5. flokki kvenna gerðu sér lítið fyrir í dag og tryggðu sér sæti í hreinum
úrslitaleik við Val um Íslandsmeistaratitilinn. Ekki liggur endanlega fyrir hvenær úrslitaleikurinn fer fram.
28.08.2011
Nú fer að líða að því að handboltafólk taki fram skóna og hefji æfingar. Planið var að byrja æfingar mánudaginn 29.
ágúst, en vegna framkvæmda í K.A. heimilinu gengur það ekki eftir. 3 og 4 flokkur eru reyndar byrjuð í útihlaupum og styrktaræfingum.
28.08.2011
Daniel Jason Howell minnti rækilega á sig á Seltjarnarnesinu í gær þegar hann skoraði þrennu gegn sínum gömlu félögum í
Gróttu í afar mikilvægum 3-0 sigri KA á Seltirningum í 1. deildinni í fótbolta. Sigurinn gerði það að verkum að KA hefur
nú tryggt sæti sitt í 1. deildinni og nú er bara að klára hana með stæl í þeim þremur leikjum sem eftir eru gegn Víkingi
Ólafsvík og Bí/Bolungarvík á heimavelli og Skagamönnum á útivelli.
27.08.2011
Úrslitakeppni Íslandsmótsins í 5. flokki kvenna í knattspyrnu verður haldin á KA-svæðinu um helgina í bæði A- og
B-liðum. KA teflir fram liðum í báðum styrkleikaflokkum.
26.08.2011
KA leikur á morgun gegn Gróttu á Gróttuvelli í 19. umferð íslandsmótsins í 1 deild og hefst leikurinn kl 16.
25.08.2011
Árangur KA í yngri flokkunum í knattspyrnu í sumar er sérlega ánægjulegur og eftirtektarverður. Til marks um góðan árangur KA
í ár á félagið lið í úrslitum Íslandsmótsins í 5. flokki karla og kvenna og 4. flokki karla og kvenna, A-lið 3.
flokks karla er komið í undanúrslit í C-deild Íslandsmótsins og á góða möguleika á að tryggja sér sæti
í úrslitakeppni Íslandsmótsins og 6. flokkur karla og kvenna sigraði svæðiskeppni Norður- og Austurlands í A-liðum.
25.08.2011
Ómar Friðriksson, leikmaður meistaraflokks og 2. flokks KA í knattspyrnu, hefur verið valinn í U-19 ára landslið Íslands sem mætir Eistum
í tveimur vináttulandsleikjum í Eistlandi í september.
24.08.2011
Á morgun fimmtudaginn 25.Ágúst tekur 2.flokkur á móti FH á Akureyrarvelli klukkan 18:00. FH er sem stendur á toppum með 29 stig en KA í
7.sæti með 18 en einn leik inni! Allir á völlinn klukkan 18:00 á morgun! Mætingin hefur vægast sagt verið ömurleg í síðustu
leikjum!
23.08.2011
Stundaskráin er komin á netið ásamt hópaskiptingu.