Fréttir

Túfa í 100 leikja klúbbinn

Srdjan Tufegdzic betur þekktur sem Túfa hefur fyrir löngu skráð nafn sitt í hjörtu KA-manna en hann kom hingað frá Serbíu árið 2006. Síðan þá eru liðinn 101 leikur og hann því kominn í 100 leikja klúbinn sem undirritaður er að fara yfir og verða þeir leikmenn sem komnir eru með yfir 100 leiki fyrir félagið nefndir hér á síðunni með nokkra daga millibili. En við óskum Túfa til hamingju með þennan áfanga!!

Stórleikir hjá yngri flokkunum í úrslitum Íslandsmótsins á sunnudag (auglýsing)

Það verða nokkrir gríðarlega mikilvægir leikir hjá yngri flokkum KA á morgun, sunnudag, í úrslitakeppni Íslandsmótsins í knattspyrnu og eru allir sannir KA-menn hvattir til þess að hvetja okkar krakka af krafti.

Góður sigur á Víkingi Ólafsvík

KA-menn sigldu góðum 4-3 sigri í land á Akureyrarvelli í dag gegn Víkingi Ólafsvík og eru nú komnir í 7. sæti deildarinnar.

4. flokkur karla og kvenna í úrslitakeppni um helgina

Fjórði flokkur karla og kvenna hjá KA standa í ströngu núna um helgina. A-lið beggja flokka eru í úrslitakeppni Íslandsmótsins - strákarnir hér á Akureyri og stelpurnar fyrir sunnan.

KA upp um deild í 3. flokki karla

KA-strákar í þriðja flokki sigruðu Fjarðabyggð/Leikni í dag í Fjarðabyggðarhöllinni með einu marki gegn engu. Þessi sigur þýðir að KA, sem hefur verið í C-deild í þriðja flokki, vann þar með sæti í B-deild á næsta keppnistímabili og spilar við Þrótt Reykjavík nk. sunnudag kl. 14.00 á Blönduósi um sigur í C-deildinni. Sigurliðið úr þeim leik spilar síðan í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki karla.

Ólsarar koma í bæinn (Myndband)

Á morgun laugardag tökum við á móti galvöskum Víkingum frá Ólafsvík í 19 umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu.  Blásið verður til leiks kl 14 af dómara leiksins en hann verður samkv. heimasíðu KSÍ Pétur Guðmundsson.

iðkendur á laugardögum

Næst komandi laugardag hefjast æfingar hjá okkar yngstu iðkendum.Eitthvað hefur gengið illa að senda póst á foreldra og því birtum við nafnalista iðkenda í stafrófsröð ásamt tíma og hópaskiptingu:.

Úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í 5. flokki kvenna - A-liðum verður á Hlíðarenda á sunnudag

Í dag ákvað KSÍ að úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í 5. flokki kvenna í A-liðum verði á Hlíðarenda - heimavelli Vals - nk. sunnudag 4. september og hefst hann kl. 16.00. Valsstelpur taka þar á móti okkar KA-stelpum og vonandi verður það spennandi og áhugaverð viðureign. Allir sannir KA-menn, ættingjar og vinir eru hvattir til að taka frá þennan tíma. Nú fjölmennum við á Hlíðarenda og styðjum stelpurnar duglega. Þær ætla alla leið, en til þess þarf ykkar stuðning!!

Endurbætt æfingatafla K.A. handbolti tímabilið 2011-2012

Búið er að gera smávægilegar breytingar á æfingatöflunni sem sett var á síðuna í gær, þannig að ný útgáfa er nú komin á síðuna. Æfingar í Íþróttahöllinni og Síðuskóla hefjast 1. september en vegna framkvæmda í K.A. heimilinu hefjast æfingar ekki þar fyrr en mánudaginn 5. september. Æfingatöfluna í heild er hægt að sjá hér, (eða undir Yngir flokkar á  handboltasíðunni).

KA tapaði hlutkesti enn og aftur!

Hlutkesti og KA eiga ekki samleið, það er margsannað og sannaðist enn einu sinni í dag þegar KA tapaði hlutkesti um laust sæti í undanúrslitum Íslandsmóts í 5. flokki drengja - A-liðum og sömuleiðis tapaði KA í dag hlutkesti um leikstað í undanúrslitum í 3. flokki karla.