Fréttir

Anna Soffía tvöfaldur íslandsmeistari í júdó

Anna Soffía Víkingsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði tvöfalt á íslandsmeistaramóti í júdó um helgina en hún keppir fyrir hönd KA. Anna Soffía kom ákveðin til leiks og sigraði allar sínar glímur á ippon eða fullnaðarsigri á mótinu. Alls hefur Anna Soffía Víkingsdóttir orðið nítján sinnum íslandsmeistari í júdó.

Paula og Mateo best á lokahófi blakdeildar

Blakdeild KA fagnaði glæsilegu tímabili með lokahófi um helgina en kvennalið KA stóð uppi sem þrefaldur meistari og er því Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess sem að karlalið KA lék til úrslita í bikarkeppninni

Leiga á fimleikasalnum fyrir afmæli

Þar sem mjög mikil eftirspurn er búin að vera eftir leigu á fimleikasalnum fyrir afmæli þá er hann orðin uppbókaður til 12.júní. Því fer hver að verða síðastur að bóka afmæli fyrir sumarfrí, síðasta helgi fyrir sumarfrí er 26.júní. Byrjum svo aftur með afmælin 14.ágúst. Hægt er að senda póst á afmaeli@fimak.is til að bóka afmæli

Við þurfum á ykkur að halda í stúkunni!

Það er heldur betur stórleikur í KA-Heimilinu á morgun, mánudag, þegar KA/Þór tekur á móti Val klukkan 18:00. Þarna mætast liðin öðru sinni í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta en vinna þarf þrjá leiki til að fara áfram í lokaúrslitin og leiðir Valur einvígið 0-1

Fimm frá KA í U16 sem mætir Færeyjum

KA á fimm fulltrúa í U16 ára landsliðinu í handbolta sem leikur tvo vináttuleiki við Færeyjar í Færeyjum dagana 11. og 12. júní næstkomandi. Þetta eru þeir Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bergþórsson, Magnús Dagur Jónatansson og Óskar Þórarinsson

Alex Cambray keppir á EM í dag

Alex Cambray Orrason keppir á EM í kraftlyftingum klukkan 12:30 í dag í Pilzen í Tékklandi. Alex keppir fyrir Íslands hönd en hann er í lykilhlutverki innan nýstofnaðrar lyftingadeildar KA og verður spennandi að fylgjast með honum á þessum stóra vettvangi

Einvígi Vals og KA/Þórs hefst í kvöld

Handboltaveislan heldur áfram í kvöld þegar Valur og KA/Þór mætast í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Íslandsmótsins á Hlíðarenda klukkan 18:00. Liðin mættust í úrslitaeinvíginu um titilinn á síðustu leiktíð og alveg ljóst að svakaleg barátta og skemmtilegir leikir eru framundan

KA Íslandsmeistari öldunga karla

KA hampaði Íslandsmeistaratitlinum í blaki öldunga karla um nýliðna helgi og varði þar með titilinn enn eitt árið. Mikil gróska er í öldungastarfinu hjá KA en alls léku 13 lið á vegum KA á öldungamótinu sem fór fram í Kópavogi þetta árið en mótið verður haldið á Akureyri næsta ár en á öldung leika leikmenn 30 ára og eldri

Rakel Sara til liðs við Volda

Rakel Sara Elvarsdóttir mun ganga til liðs við Volda í Noregi á næsta tímabili og hefur skrifað undir tveggja ára samning við liðið. Rakel Sara sem er uppalin í KA/Þór er aðeins 19 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið lykilhlutverk í okkar liði undanfarin fjögur tímabil

Sex frá KA og Þór/KA í UEFA Development

KA og Þór/KA eiga alls sex fulltrúa í U16 ára landsliðshópum karla og kvenna sem taka þátt í UEFA Development Tournament á næstunni. Framundan eru ansi spennandi verkefni og verður gaman að sjá hvernig okkar fulltrúum vegnar á mótunum