01.06.2022
Gauti Gunnarsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og mun því leika með liðinu á næstu leiktíð. Gauti er gríðarlega spennandi tvítugur örvhentur leikmaður sem gengur til liðs við KA frá ÍBV
01.06.2022
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júní innilega til hamingju.
30.05.2022
Handknattleiksdeild KA verður með sumaræfingar fyrir metnaðarfulla og öfluga krakka í 5.-7. flokk í sumar. Æfingarnar eru samstarfsverkefni unglingaráðs og meistaraflokka KA og KA/Þórs en leikmenn meistaraflokka munu aðstoða við æfingarnar og miðla af sinni reynslu og þekkingu til iðkenda
30.05.2022
Blakdeild KA verður með skemmtilegar strandblaksæfingar fyrir hressa krakka í sumar. Strandblaksæfingarnar hafa slegið í gegn undanfarin ár og ljóst að það ætti enginn að láta þetta framtak framhjá sér fara
30.05.2022
Dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla og 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í dag og voru KA og Þór/KA bæði í pottinum eftir góða sigra í síðustu umferð. KA vann 4-1 sigur á Reyni Sandgerði á meðan Þór/KA vann 6-0 sigur á Haukum
27.05.2022
KA tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær með sannfærandi 4-1 sigri á Reyni Sandgerði en leikurinn var fyrsti heimaleikur sumarsins sem leikinn var á KA-vellinum. KA verður því í pottinum en alls duttu fimm lið úr Bestu deildinni úr leik í 32-liða úrslitum
26.05.2022
Lokahóf yngriflokka KA og KA/Þórs fór fram í KA-Heimilinu í gær og var ansi gaman að sjá hve góð mætingin var hjá iðkendum okkar. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá var í boði og ríkti mikil gleði á svæðinu enda frábær uppskera að baki í vetur
25.05.2022
Það er loksins komið að því gott fólk! KA tekur á móti Reyni Sandgerði í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á morgun, fimmtudag, klukkan 16:00 á KA-vellinum
25.05.2022
Handknattleiksdeild KA hélt lokahóf sitt á Vitanum í gærkvöldi þar sem nýloknu tímabili hjá KA og KA/Þór var fagnað. Karlalið KA heldur áfram að stíga mikilvæg skref áfram í sinni þróun en strákarnir léku til úrslita í bikarnum
24.05.2022
Að venju verður KA með Íþrótta og leikjaskóla fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í sumar!