11.05.2022
KA tekur á móti FH á Dalvíkurvelli klukkan 19:15 í kvöld í 5. umferð Bestu deildar karla í fótboltanum. KA liðið hefur byrjað sumarið gríðarlega vel og eru strákarnir í 2. sæti með 10 stig en aðeins topplið Breiðabliks hefur gert betur í upphafi sumars
10.05.2022
Stórskemmtilegur hádegisfundur var haldinn í KA-heimilinu í dag þegar fulltrúar framboða til sveitastjórnakosninga á Akureyri mættu til þess að ræða málefni íþrótta og uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri
10.05.2022
KA/Þór vann frábæran og sanngjarnan 26-23 sigur á Val í KA-Heimilinu í gær og jafnaði þar með metin í 1-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Stelpurnar náðu snemma frumkvæðinu og spiluðu lengst af stórkostlegan handbolta
09.05.2022
Anna Soffía Víkingsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði tvöfalt á íslandsmeistaramóti í júdó um helgina en hún keppir fyrir hönd KA. Anna Soffía kom ákveðin til leiks og sigraði allar sínar glímur á ippon eða fullnaðarsigri á mótinu. Alls hefur Anna Soffía Víkingsdóttir orðið nítján sinnum íslandsmeistari í júdó.
09.05.2022
Blakdeild KA fagnaði glæsilegu tímabili með lokahófi um helgina en kvennalið KA stóð uppi sem þrefaldur meistari og er því Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess sem að karlalið KA lék til úrslita í bikarkeppninni
09.05.2022
Þar sem mjög mikil eftirspurn er búin að vera eftir leigu á fimleikasalnum fyrir afmæli þá er hann orðin uppbókaður til 12.júní. Því fer hver að verða síðastur að bóka afmæli fyrir sumarfrí, síðasta helgi fyrir sumarfrí er 26.júní.
Byrjum svo aftur með afmælin 14.ágúst.
Hægt er að senda póst á afmaeli@fimak.is til að bóka afmæli
08.05.2022
Það er heldur betur stórleikur í KA-Heimilinu á morgun, mánudag, þegar KA/Þór tekur á móti Val klukkan 18:00. Þarna mætast liðin öðru sinni í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta en vinna þarf þrjá leiki til að fara áfram í lokaúrslitin og leiðir Valur einvígið 0-1
07.05.2022
KA á fimm fulltrúa í U16 ára landsliðinu í handbolta sem leikur tvo vináttuleiki við Færeyjar í Færeyjum dagana 11. og 12. júní næstkomandi. Þetta eru þeir Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bergþórsson, Magnús Dagur Jónatansson og Óskar Þórarinsson
07.05.2022
Alex Cambray Orrason keppir á EM í kraftlyftingum klukkan 12:30 í dag í Pilzen í Tékklandi. Alex keppir fyrir Íslands hönd en hann er í lykilhlutverki innan nýstofnaðrar lyftingadeildar KA og verður spennandi að fylgjast með honum á þessum stóra vettvangi
06.05.2022
Handboltaveislan heldur áfram í kvöld þegar Valur og KA/Þór mætast í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Íslandsmótsins á Hlíðarenda klukkan 18:00. Liðin mættust í úrslitaeinvíginu um titilinn á síðustu leiktíð og alveg ljóst að svakaleg barátta og skemmtilegir leikir eru framundan