16.05.2022
Um helgina fór fram síðari hluti Íslandsmóts U14 og U16 í blaki en mótið fór fram á Neskaupstað. Mikil aukning iðkenda hefur átt sér stað hjá Blakdeild KA að undanförnu og tefldi KA fram sex liðum á mótinu og er afar gaman að sjá kraftinn í starfi yngriflokka í blakinu hjá okkur
15.05.2022
KA gerði sér lítið fyrir og sótti frábæran 0-3 sigur upp á Skipaskaga í 6. umferð Bestu deildar karla í dag og stórkostleg byrjun á fótboltasumrinu heldur því áfram. KA er nú með 16 stig af 18 mögulegum og situr á toppi deildarinnar en Breiðablik á leik til góða þar fyrir aftan
15.05.2022
KA mun leika um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta bæði á eldra og yngra ári 4. flokks karla en bæði lið unnu góða sigra í undanúrslitunum í KA-Heimilinu um helgina. Leikið verður til úrslita á laugardaginn og ansi spennandi dagur framundan hjá okkur KA fólki
15.05.2022
KA/Þór tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna í KA-Heimilinu á laugardaginn. Valur leiddi einvígið 1-2 fyrir leikinn og þurftu stelpurnar okkar því á sigri að halda til að knýja fram oddaleik í viðureigninni
13.05.2022
KA/Þór og Valur mætast í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, klukkan 15:00. Valur leiðir einvígið 1-2 eftir sigur á Hlíðarenda í gær eftir afar sveiflukenndan leik
13.05.2022
Það er komið að úrslitastundu á öllum vígsstöðvum í handboltanum og eru þrír heimaleikir framundan um helgina hjá yngriflokkum KA og KA/Þórs. Það er því heldur betur handboltaveisla framundan sem enginn ætti að láta framhjá sér fara
12.05.2022
Blakdeild KA á alls 8 fulltrúa í íslensku landsliðunum sem taka þátt í Evrópukeppnum smáþjóða um helgina. Kvennalandsliðið leikur að Varmá í Mosfellsbæ en karlalandsliðið leikur í Færeyjum og spennandi verkefni framundan
12.05.2022
Hákon Atli Aðalsteinsson skrifaði í gær undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út árið 2024. Þetta eru afar jákvæðar fréttir en Hákon er gríðarlega öflugur og metnaðarfullur strákur sem er að koma uppúr yngriflokkum KA
12.05.2022
KA tók á móti FH á Dalvíkurvelli í 5. umferð Bestu deildarinnar í gær þar sem strákarnir tryggðu sér sigurinn með hálfgerðu flautumarki en Nökkvi Þeyr Þórisson gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu seint í uppbótartíma og gríðarlega sæt og mikilvæg þrjú stig í hús
12.05.2022
Framundan á næstu vikum eru fjölmörg handtökin á KA-svæðinu við það að ganga frá gervigrasvellinum okkar ásamt því að reisa stúku og gera klárt fyrir það að KA geti spilað heimaleiki sína á KA-svæðinu. KA er ríkt af sjálfboðaliðum og hafa þónokkrir lagt hönd á plóg undanfarnar vikur. Við getum alltaf þegið fleiri hendur og því er spurt, ert þú sjálfboðaliði sem villt aðstoða? Ef svo er, hafðu samband við Sævar, Siguróla eða Ágúst og við bætum þér í grúppuna okkar á Facebook þar sem auglýst er á hverjum degi hvenær og hvar við ætlum að vinna þann daginn!