01.02.2022
Það var nóg um að vera í yngriflokkunum í handboltanum um nýliðna helgi en 4. flokkur karla og kvenna léku mikilvæga leiki auk 3. flokks kvenna og ungmennaliðs drengja. Alls léku flokkarnir níu leiki um helgina og tapaðist ekki einn einasti þeirra. Átta leikir unnust og einn endaði í jafntefli
01.02.2022
Ákveðið hefur verið að halda áhorfsviku með takmörkunum. Í boði verður að koma 1x á þessari viku að horfa á æfingu, aðeins 1 foreldri frá iðkanda má mæta í einu. Ekki er í boði að koma með systkini með sér í þetta skiptið.
Grímuskylda er inn í húsinu og spritt þegar labbað er inn í salinn.
Meðan við erum enþá að vinna með hólfaskiptingu innan FIMAK þá höfum við ákveðið að fara milliveginn þessa áhorfsvikuna með von um að næstu mánuðir geti gefið okkur meiri slaka.
01.02.2022
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í febrúar innilega til hamingju.
28.01.2022
Bryan Van Den Bogaert er genginn til liðs við KA og leikur með liðinu á komandi sumri. Bogaert er þrítugur vinstri bakvörður og kemur frá Belgíu en hann gengur til liðs við KA frá RWD Molenbeek sem leikur í næstefstu deild í Belgíu
28.01.2022
KA/Þór tekur á móti Val í stórleik í Olísdeild kvenna klukkan 16:30 á morgun, laugardag, og við getum loksins aftur tekið við áhorfendum í stúkuna. Alls getum við tekið við 500 áhorfendum og ljóst að við þurfum á ykkar stuðning að halda
28.01.2022
Reykjavík International Games eða RIG fer fram á morgun, laugardag, og munu þeir Gylfi Rúnar Edduson og Hannes Snævar Sigmundsson keppa fyrir hönd júdódeildar KA. Gylfi mun keppa í flokki -73 kg og Hannes í -66 kg flokknum
27.01.2022
Karla- og kvennalið KA í blaki sóttu Þrótt Fjarðabyggð heim í gær en baráttan í úrvalsdeildum karla og kvenna er gríðarlega hörð og ljóst að tveir hörkuleikir voru framundan. Karlarnir hófu leikinn og var mikil spenna í fyrstu hrinu, KA leiddi en heimamenn voru aldrei langt undan
24.01.2022
Nú um mánaðarmótin mun birtast í heimabankanum hjá öllum Akureyringum valgreiðslukrafa frá handknattleiksdeild KA til styrktar reksturs meistaraflokks KA. Gríðarlega mikið og gott starf hefur verið unnið í kringum lið KA undanfarin ár þar sem markvisst hefur verið unnið að því að koma karlaliði KA aftur í fremstu röð eftir að liðið var endurvakið árið 2017
24.01.2022
KA/Þór gerði góða ferð í Mosfellsbæinn í gær er stelpurnar unnu sannfærandi 24-34 sigur á liði Aftureldingar. Ekki nóg með að sækja mikilvæg tvö stig og að sigurinn hafi aldrei verið í hættu að þá var ákaflega gaman að fylgjast með liðsheildinni sem skilaði sínu
20.01.2022
Þór/KA á fimm fulltrúa á úrtaksæfingum U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga dagana 26.-28. janúar næstkomandi. Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari valdi 32 leikmenn til æfinganna en Þór/KA og Breiðablik eiga flesta fulltrúa í hópnum