Fréttir

Leik KA/Þór og FH frestað - æfingaleikur gegn Völsungi í staðinn

Leik kvennaliðs KA/Þór og FH í 2. deild Íslandsmótsins sem vera átti á laugardaginn hefur verið frestað vegna þess að FH treystir sér ekki til að koma! Ótrúlegt en satt. Málið er í vinnslu í samráði við HSÍ. Í staðinn verður æfingaleikur KA/Þór-Völsungur í KA heimilinu á laugardag kl. 14:30. Auk þess er sjón að sjá ofvaxinn þjálfara sem þarf að sitja á 2-3 stólum. Allir velkomnir til að koma og horfa á skemmtilegan kvennahandbolta.

Frá unglingaráði handknattleiksdeildar

Ágætu foreldrar/forráðamenn Við í unglingaráði handknattleiksdeildar KA  viljum þakka fyrir mjög góð skil á æfingagjöldum vetrarins, en þar sem margir þeirra sem misstu af  innheimtudögunum í byrjun mánaðarins hafa haft samband við okkur  þá ætlum við að vera í KA heimilinu miðvikudaginn 29/10 fimmtudaginn 30/10 og mánudaginn 3/11 kl.17:00-18:30 og taka á móti greiðslum.

7 strákar frá KA í yngri landsliðum!

/* Sjö strákar í 3. og 4. flokki KA hafa verið valdir í ungmennalandslið í handbolta, annars vegar U-17 landslið og U-15 landslið hins vegar.

Handbolti: Leikur hjá 3. flokki karla gegn Þór

/* Næstkomandi föstudagskvöld fer fram fyrsti leikur í Íslandsmóti hjá 3.flokki karla og er sá leikur ekki af verri endanum þar sem KA strákar mæta nágrönnum sínum í Þór. Viljum við hvetja alla til að koma og styðja við bakið á strákunum. Leikurinn hefst kl. 19:30 á föstudagskvöldið og fer fram í KA-Heimilinu.

Úrslit og lokastaða á 5. flokksmóti drengja um helgina

Nú um helgina fór fram fyrsta umferð Íslandsmótsins hjá strákum á eldra ári 5. flokks en mótið var í umsjá KA og Þórs. Leikið var í KA Heimilinu, Íþróttahöllinni íþróttahúsi Síðuskóla og Glerárskóla. Hér er hægt að skoða úrslit allra leikja og lokastöðu mótsins.

Dómarar á handboltamóti 5. flokks um helgina

Hér er listi og tímatafla yfir þá dómarar sem eiga að dæma í 5. flokks mótinu sem fram fer í KA Heimilinu og Íþróttahöllinni um helgina.  Smellið á Lesa meira til að sjá listann.

Handbolti: Keppnisferð 6. flokks stráka um helgina

Glænýjar upplýsingar um ferðina föstudaginn 17. október - nýtt leikjaplan o.fl.! Mæting í ferðina er klukkan 15:30, hálftíma fyrir brottför sem er klukkan 16:00 frá KA Heimilinu. Leikið verður í Mýrinni, Garðabæ og verður farið með fjögur lið, A-lið, B-lið og tvö C-lið. Gist verður í skóla nálægt Mýrinni, munið að taka með svefnpoka og dýnu. Kostnaður við ferðina er 9.500. krónur og þarf að greiða þá upphæð fyrir brottför.  Innifalið í verðinu er rúta, gisting, morgunverður og matur bæði laugardag og sunnudag. Þá fá strákarnir nammipeninga á laugardag og sunnudag. Athugið að þeir strákar sem ekki fara með rútunni greiða 5.000 krónur. Mikilvægt er að strákarnir séu vel nestaðir því þeir þurfa að lifa á nestinu á föstudaginn! Athugið að ef svo ólíklega skyldi fara að ekkert KA liðanna kemst áfram í milliriðil er ætlunin að leggja af stað norður eftir leik Akureyrar og Víkings sem hefst klukkan 16:00 á laugardaginn. Niðurröðun leikjanna hefur verið breytt lítillega að okkar ósk og er hægt að nálgast hér nýtt leikjaplan helgarinnar á Excelformi. Kveðja Jóhannes Bjarnason

Fréttabréf unglingaráðs handknattleiksdeildar

Út er komið fréttabréf unglingaráðs fyrir október 2008. Þar er fjallað um starf vetrarins, fundi og keppnisferðir og innheimtu æfingagjalda svo eitthvað sé nefnt. Æfingagjöldin veða sem hér segir: 7.-8. flokkur kr 18.000, 6. flokkur stráka kr 25.000 og 5.-3. flokkur kr 30.000. Tekið verður á móti greiðslum í KA  heimilinu laugardaginn 11. október frá klukkan 11.00 – 14.00, mánudaginn 13. október frá 17.00 – 18.30 og þriðjudaginn 14. október frá 17.00 – 18.30. Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar í fréttabréfinu.

Foreldrafundur hjá 6. flokki drengja

Í dag, þriðjudaginn 7. október verður fundur fyrir foreldra stráka í 6. flokki í handboltanum. Fundurinn verður í KA heimilinu og hefst klukkan 18:30. Afar áríðandi er að foreldrar mæti  Kveðja Jóhannes Bjarnason  sími: 662 3200

Vel heppnað námskeið íþróttakennara og þjálfara

/* Um helgina 3.-4.október bauð HSÍ upp á námskeið fyrir íþróttakennara, handboltaþjálfara og leikmenn á Akureyri.  Kristján Halldórsson og Boris Abakchef komu frá HSÍ og stjórnuðu æfingum fyrir ungmenni og þjálfara síðari hluta föstudags og á laugardag. Á fyrsta hluta námskeiðsins  var farið var yfir nýjar áherslur fyrir yngri krakka í handbolta svokallað ,,softball“ eða minnibolti.  Þar er spilaður handbolti með mjúkan bolta, fáir í liði og minni mörk.  Þetta gefur krökkum meiri möguleika á hreyfingu og að allir fái að njóta sín.