10.03.2010
Næstkomandi föstudagskvöld klukkan 21:00 spilar KA1 við lið Aftureldingar.
KA1 liðið er í mikilli baráttu um deildarmeistaratitilinn. Við viljum hvetja fólk til að koma og horfa á þessa frábæru drengi og
hvetja þá áfram í baráttunni.
09.03.2010
Stelpurnar í 4. flokki kvenna fóru suður um helgina og spiluðu þar tvo leiki.
Á föstudagskvöldinu var spilað við lið Fjölnis og reyndist sigurinn nokkuð auðveldur fyrir KA stelpur, 27-13. Þær sem eru nýbyrjaðar
að æfa fengu fínan spiltíma í þessum leik og stóðu sig með prýði auk þess sem þær „reyndari" stóðu
sig með miklum sóma.
09.03.2010
Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn í KA heimilinu mánudaginn 15. mars. kl.20:00.
Dagskrá:
Formaður setur fundinn
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar
Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
Kosning stjórnar
Önnur mál.
04.03.2010
Það var svosem viðbúið að Valsliðið reyndist ofjarlar KA/Þór í kvöld. Eftir að hafa leitt í hálfleik með sex
mörkum, 7 - 13 tóku Valsstúlkur öll völd á vellinum og varð ekkert við þær ráðið.
03.03.2010
Mæting í KA heimili kl. 21.00.
Æfing verður frá kl. 21.30-23.00.
Pizzuveisla verður kl. 23.15
Kvöldvaka kl. 23.40
01.03.2010
Næsti leikur meistaraflokks er á miðvikudaginn við Val. Valsstúlkur eru í sárum eftir tap í bikarúrslitaleika en þær samt
sem áður eru taplausar á toppi deildarinnar og ljóst að róðurinn verður þungur.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 Í KA heimilinu og við biðjum alla okkar stuðningsmenn að mæta og hvetja okkar lið.
01.03.2010
Stjórn Handknattleiksdeildarinnar vill þakka þeim sem lögðu okkur lið í vörutalningu í Bónus. Þetta var til
fjáröflunar fyrir rekstur deildarinnar og held ég að flestir hafi haft gaman af þessari vinnu.
Stjórnin
26.02.2010
Meistaraflokkur og 3. flokkur fóru út að borða á Greifann á fimmtudagskvöldið eftir æfingu. Þetta var gert til að ræða
framtíðina og efla móralinn. Nokkrar myndir fylgja frá þessum skemmtilega kvöldverði.
Greifinn fær miklar þakkir fyrir góða þjónustu og samstarf.
25.02.2010
Stelpurnar í B liði 3. flokks KA/Þórs skelltu sér á Kick Box æfingu í vikunni og var vel tekið á því. Klukkutíminn
var nýttur til hins ítrasta og stelpurnar mjög ánægðar með tímann og ljóst að þetta verður endurtekið í nánustu
framtíð.
25.02.2010
KA2 tekur á móti Víkingum klukkan 15.00 á sunnudag. Þessi lið hafa jafn mörg stig í deildinni og því mikilvægt fyrir KA2 að
rífa sig upp og sigra sinn fyrsta leik á heimavelli.