Fréttir

Valskonur voru nokkrum númerum of stórar fyrir KA/Þór

Það var svosem viðbúið að Valsliðið reyndist ofjarlar KA/Þór í kvöld. Eftir að hafa leitt í hálfleik með sex mörkum, 7 - 13 tóku Valsstúlkur öll völd á vellinum og varð ekkert við þær ráðið.

Gistinótt hjá 6. flokki karla föstudaginn 5. mars

Mæting í KA heimili kl. 21.00. Æfing verður frá kl. 21.30-23.00. Pizzuveisla verður kl. 23.15 Kvöldvaka kl. 23.40

Heimaleikur KA/Þór gegn Val á miðvikudaginn

Næsti leikur meistaraflokks er á miðvikudaginn við Val.  Valsstúlkur eru í sárum eftir tap í bikarúrslitaleika en þær samt sem áður eru taplausar á toppi deildarinnar og ljóst að róðurinn verður þungur.  Leikurinn hefst klukkan 19:00 Í KA heimilinu og við biðjum alla okkar stuðningsmenn að mæta og hvetja okkar lið.

Bónusvinnan - þakkir frá stjórn handknattleiksdeildar!

Stjórn Handknattleiksdeildarinnar vill þakka þeim sem lögðu okkur lið í vörutalningu í Bónus.  Þetta var til fjáröflunar fyrir rekstur deildarinnar og held ég að flestir hafi haft gaman af þessari vinnu. Stjórnin

Handboltakonur í boði hjá Greifanum (myndir)

Meistaraflokkur og 3. flokkur fóru út að borða á Greifann á fimmtudagskvöldið eftir æfingu.  Þetta var gert til að ræða framtíðina og efla móralinn.  Nokkrar myndir fylgja frá þessum skemmtilega kvöldverði. Greifinn fær miklar þakkir fyrir góða þjónustu og samstarf.

Handboltastelpurnar í Kick Box (myndir)

Stelpurnar í B liði 3. flokks KA/Þórs skelltu sér á Kick Box æfingu í vikunni og var vel tekið á því. Klukkutíminn var nýttur til hins ítrasta og stelpurnar mjög ánægðar með tímann og ljóst að þetta verður endurtekið í nánustu framtíð.

3. flokkur karla: Leikur hjá KA2 á sunnudag

KA2 tekur á móti Víkingum klukkan 15.00 á sunnudag. Þessi lið hafa jafn mörg stig í deildinni og því mikilvægt fyrir KA2 að rífa sig upp og sigra sinn fyrsta leik á heimavelli.

Foreldrar/forráðamenn

Nú er komið að því að ganga frá æfingagjöldum vetrarins.    Töluvert margir byrjuðu að æfa í janúar þegar EM stóð sem hæðst, og er það vel, nú viljum við biðja foreldra þessara barna að ganga frá æfingagjöldum fram á vorið.  Gjaldið fyrir þá sem byrjuðu í janúar er sem hér segir.

Úrvals WC pappír til styrktar meistara- og 3. flokki KA/Þór

Meistara- og 3. flokkur kvenna hefur WC-pappír til sölu til styrktar starfinu í vetur.  48 úrvalsrúllur í pakka kosta 6.000 kr. Hægt er að kaupa pappírinn með því að hafa samband við einhverja stelpuna í meistaraflokki eða 3.flokki eða eftirtalda stjórnarmenn:    Kristveig Atladóttir         s: 862-3318    Sigríður Ingvarsdóttir     s: 820-6745    Erlingur Kristjánsson      s: 690-1078 Kaupið besta pappírinn og styðjið starfið hjá okkur !

Dularfulla klísturshvarfið!

Klístursdolla meistaraflokks kvenna hvarf úr boltapokanum í andyri KA heimilis á mánudaginn.  Ef einhver hefur upplýsingar um dolluna er hann vinsamlega beðin að láta Stefán Guðnason ( stebbigje@simnet.is GSM: 868-2396) aðstoðarþjálfara meistaraflokks vita. Ef einhver hefur dolluna undir höndum má skila henni í afgreiðsluna í KA heimilinu.