24.02.2010
Nú er komið að því að ganga frá æfingagjöldum vetrarins. Töluvert margir byrjuðu að æfa í
janúar þegar EM stóð sem hæðst, og er það vel, nú viljum við biðja foreldra þessara barna að ganga frá
æfingagjöldum fram á vorið. Gjaldið fyrir þá sem byrjuðu í janúar er sem hér segir.
24.02.2010
Meistara- og 3. flokkur kvenna hefur WC-pappír til sölu til styrktar starfinu í vetur. 48 úrvalsrúllur í pakka kosta 6.000 kr.
Hægt er að kaupa pappírinn með því að hafa samband við einhverja stelpuna í meistaraflokki eða 3.flokki eða eftirtalda
stjórnarmenn:
Kristveig Atladóttir s: 862-3318
Sigríður Ingvarsdóttir s: 820-6745
Erlingur Kristjánsson s: 690-1078
Kaupið besta pappírinn og styðjið starfið hjá okkur !
24.02.2010
Klístursdolla meistaraflokks kvenna hvarf úr boltapokanum í andyri KA heimilis á mánudaginn. Ef einhver hefur upplýsingar um dolluna er hann
vinsamlega beðin að láta Stefán Guðnason ( stebbigje@simnet.is GSM: 868-2396) aðstoðarþjálfara
meistaraflokks vita. Ef einhver hefur dolluna undir höndum má skila henni í afgreiðsluna í KA heimilinu.
23.02.2010
Nú er að koma að Húsavíkurferð 7. flokks en Völsungur hefur boðið okkur og Þórsurum að koma og spila við þá
æfingaleiki. Ekki eru allar upplýsingar komnar í hús en áætlunin er að fara með rútu um kl. 8:30, spila handbolta frá kl. 10:00 –
12:00, fara á pizzuhlaðborð, í sund og ís og svo heim. Ekkert þarf að borga fyrir rútuna þar sem unglingaráð KA sér um hana
(Samherjastyrkur) en kostnaður við pizzu, sund og ís er 1.000 kr.
22.02.2010
Á laugardaginn mættust KA/Þór og Víkingur í Víkinni og fóru stelpurnar í KA/Þór með öruggan fjórtán
marka sigur, 22-36.
Í hálfleik var munurinn orðinn tíu mörk, 7-17 og ljóst í hvað stefndi. Arna Valgerður Erlingsdóttir skoraði 8 mörk fyrir
KA/Þór, Arndís Heimisdóttir skoraði 6 mörk og þær Katrín Vilhjálmsdóttir og Martha Hermannsdóttir komu næstar með
5 mörk hvor.
18.02.2010
Næstkomandi laugardag eiga bæði lið KA í 3. flokki karla heimaleiki, KA2 spilar við Þrótt og teljum við að þetta gæti orðið
hörkuleikur strákarnir hafa verið að bæta sig jafnt og þétt í vetur. Leikurinn hefst kl:15.00.
05.02.2010
Stelpurnar í KA/Þór fá erfitt verkefni að glíma við á laugardaginn þegar þær halda suður og mæta Fram klukkan 15:00.
Leikið er í Framhúsinu í Safamýrinni.
02.02.2010
Það var fyrirfram vitað að það yrði á brattann að sækja fyrir lið KA/Þór í kvöld þegar Valskonur mættu
á svæðið, eina taplausa liðið í boltanum í dag. Valur tók leikinn þegar í sínar hendur og náðu fljótlega
öruggri forystu ekki síst með öflugri vörn sem skilaði þeim aragrúa hraðaupphlaupa sem skiluðu ódýrum mörkum.
01.02.2010
Það verður enginn smáleikur í KA heimilinu á þriðjudagskvöldið þegar stelpurnar í KA/Þór taka á móti
stórliði Vals í N1 deild kvenna. Valskonur hafa ekki tapað leik það sem af er tímabilsins og eru fyrir vikið heldur óárennilegar.
01.02.2010
Næstkomandi miðvikudag verður stórleikur í KA heimilinu klukkan 19:15. Þá eigast við KA1 - Þór í derby leik. KA1 liðinu hefur
gengið mjög vel það sem af er vetri og ætla svo sannarlega að halda áfram á þeirri braut.