11.12.2009
Það verður annasöm helgi hjá stelpunum í KA/Þór en þær leika tvo leikir fyrir sunnan um helgina. Á laugardag kl. 16:00
er leikur við Fylki og á sunnudag einnig kl. 16:00 er leikið við Hauka. Sendum stelpunum góðar kveðjur í slaginn.
09.12.2009
Eins og undanfarin ár verður sérstök jólaæfing fyrir 7. og 8. flokk drengja og stúlkna. Æfingin verður laugardaginn 12. desember kl.
10:45 - 11:30. Að vanda verður farið í skemmtilega leiki og góðir gestir koma með glaðning. Foreldrar og systkini eru hvött til að mæta og
fylgjast með.
05.12.2009
KA/Þór tóku á móti FH í dag í N1 deild kvenna. Fyrirfram áttu menn von á því að heimastúlkur ættu
góða möguleika á hagstæðum úrslitum. FH liðið var þó greinilega ekki á þeim buxunum og byrjuðu leikinn af miklum
krafti. Um miðjan fyrri hálfleikinn höfðu þær náð sex marka forystu 13-7.
05.12.2009
Í dag klukkan 14:00 mætast
KA/Þór og FH í KA heimilinu. Það er ekki mikill munur á stöðu liðanna í deildinni þannig að búast má við
hörkuleik og ljóst að okkar stelpur eiga góðan möguleika á stigum í dag, ekki síst ef þær fá öflugan stuðning
áhorfenda.
01.12.2009
Næstkomandi föstudag munu strákarnir í KA1 mæta Þór í Íþróttahúsi Síðuskóla, leikurinn hefst kl:
16:45 að staðartíma. Viljum við hvetja sem flesta til að koma í Íþróttahús Síðuskóla og horfa á næstu
kynslóð handboltamanna á Akureyri.
01.12.2009
Innilegar þakkir frá þjálfurum og leikmönnum 6. flokks til unglingaráðs, foreldra og allra þeirra sem störfuðu við
Íslandsmótið um síðustu helgi og gerðu það svo glæsilegt og eftirminnilegt sem raun ber vitni.
Sjá úrslit leikja og lokastöðu.
29.11.2009
Það var barist á öllum vígstöðvum um helgina og þrátt fyrir að Íslandsmót 6. flokks færi fram í öllum
keppnishúsum bæjarins tókst að finna tíma fyrir leiki 4. flokks karla og kvenna á laugardaginn.
Þórir Tryggvason er búinn að senda okkur myndir frá leikjunum og er hægt að skoða þær hér.
27.11.2009
Um helgina stendur mikið til hjá 6. flokki karla og kvenna þegar leikin verður heil umferð
á Íslandsmótinu. Það eru KA og Þór sem annast þessa umferð og verður leikið á fimm völlum í KA heimilinu,
Íþróttahúsi Síðuskóla og Íþróttahöllinni.
Sérstök síða hefur verið sett upp með upplýsingum um mótið.
Smellið hér til að skoða allar upplýsingar um mót 6. flokks.
26.11.2009
Meistaraflokkur KA/Þór á svo sannarlega erfiða helgi fyrir höndum. Tveir útileikir gegn tveim af toppliðum N1-deildarinnar. Á laugardaginn spila
stelpurnar gegn Fram og er sá leikur í Fram húsinu og hefst klukkan 15:00.
26.11.2009
Leik KA1 gegn ÍR sem var fyrirhugaður á föstudag kl: 21.00 hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
HSÍ sendi út eftirfarandi skilaboð: Mótanefnd HSÍ hefur ákveðið, að beiðni ÍR, að leikjum ÍR í
meistaraflokki til og með 4. flokki sem fram eiga að fara frá og með deginum í dag og fram yfir helgi verður frestað um óákveðinn tíma vegna
þess sorglega atburðar sem átti sér stað í gær hjá ÍR.
Við KAmenn sendum ÍR-ingum samúðarkveðjur okkar.