Fréttir

Skráning í íþrótta- og leikjaskóla KA hafin

Líkt og undanfarin ár verður Íþrótta- og leikjaskóli KA með hefðbundnu sniði í sumar. Námskeiðin verða sem hér segir og er skólinn opinn frá 7:45-12:15

Pætur Mikkjalsson til liðs við KA

Pætur Mikkjalsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA og mun ganga til liðs við KA á næsta tímabili. Pætur sem er 24 ára gamall Færeyskur landsliðsmaður er öflugur línumaður og kemur til liðs við KA frá H71 í Færeyjum

ÍBV tók fyrsta leikinn (myndaveisla)

KA/Þór og ÍBV mættust í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í KA-Heimilinu í gær. Úr varð mikill spennuleikur og var stemningin í KA-Heimilinu eftir því. Eftir hörkuleik voru það gestirnir sem lönduðu 26-27 sigri og leiða því einvígið 1-0 fyrir leik liðanna í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn

Héraðsmót í blaki á morgun

Það verður mikið líf í KA-Heimilinu á morgun, mánudaginn 24. maí, þegar Héraðsmót í blaki fer fram. Þar munu krakkar frá 8 til 12 ára aldurs leika listir sínar og verður afar gaman að sjá þessa öflugu framtíðarleikmenn spreita sig

Frábært myndband frá toppslagnum

Það var hart barist á Dalvíkurvelli á föstudaginn þegar KA og Víkingur mættust í toppslag í Pepsi Max deildinni. Því miður féllu hlutirnir ekki með okkur að þessu sinni en strákarnir svara fyrir sig í næsta leik, það er ekki spurning

Einar Birgir framlengir við KA um tvö ár

Einar Birgir Stefánsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild KA um tvö ár. Einar sem er 24 ára línumaður hefur verið í lykilhlutverki í meistaraflokksliði KA undanfarin ár og er það afar jákvætt að halda honum áfram innan okkar raða

KA tvöfaldur Deildarmeistari í 4. flokk yngri

Strákarnir í 4. flokki yngri í handboltanum hömpuðu í gær tveimur Deildarmeistaratitlum en KA1 vann efstu deildina og það án þess að tapa leik. KA2 vann svo 3. deildina eftir harða baráttu á toppnum

3. flokkur hampaði titlinum eftir sigur á Þór

Strákarnir í 3. flokki karla í handboltanum unnu nágranna sína í Þór 22-30 í Íþróttahöllinni í dag og hömpuðu í leikslok Deildarmeistaratitlinum fyrir sigur í 2. deild. Strákarnir hafa verið afar flottir í vetur og töpuðu aðeins einum leik

Víkingar unnu toppslaginn (myndaveisla)

KA tók á móti Víkingum í toppslag í 5. umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta á Dalvíkurvelli í gær. Bæði lið voru ósigruð með 10 stig fyrir leikinn og var mikil eftirvænting fyrir leiknum. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á leiknum og býður til myndaveislu frá herlegheitunum og kunnum við honum bestu þakkir fyrir

Brynjar Ingi valinn í A-landslið Íslands

Brynjar Ingi Bjarnason var í dag valinn í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem er á leið til Bandaríkjanna þar sem liðið mun spila æfingaleik við Mexíkó. Leikurinn fer fram 30. maí næstkomandi