06.03.2021
Afturelding tekur á móti KA í næstsíðustu umferð riðlakeppni Lengjubikarsins klukkan 15:00 í dag. KA er í góðri stöðu eftir 2-1 sigur á HK um síðustu helgi en þarf á sigri að halda í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum
06.03.2021
Á mótum Fimleikasambands Íslands hefur ekki verið hægt að halda hefðbundna verðlaunaafhendingu og verðlaun því send viðkomandi félögum. Föstudaginn 5. mars var ákveðið að halda verðlaunaathöfn í FIMAK fyrir iðkendur sem unnu til verðlauna á Þrepamóti 2, þrepamóti 1-3 þrep og Bikarmóti í áhaldafimleikum. Aðalsteinn Helgason formaður FIMAK og Mihaela yfirþjálfari áhaldafimleika sáu um afhendinguna.
05.03.2021
Arnar Pétursson þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta valdi í dag þá 18 leikmenn sem munu taka þátt í forkeppni HM í Skopje í Norður-Makedóníu 19.-21. mars næstkomandi. KA/Þór á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Ásdís Guðmundsdóttir og Rut Jónsdóttir
05.03.2021
KA fær Selfoss í heimsókn í Olísdeild karla í handboltanum klukkan 19:30 í kvöld. Það má búast við hörkuleik en Selfyssingar eru með 15 stig á meðan KA er aðeins stigi fyrir aftan og klárt mál að strákarnir ætla sér aftur á sigurbrautina
05.03.2021
Á dögunum voru gefnir út æfingahópar hjá U17 og U16 ára landsliðum Íslands í knattspyrnu og á KA þrjá fulltrúa í þeim hópum. Búið er að skera hópana töluvert niður frá síðasta vali og afar jákvætt að eiga þrjá leikmenn í núverandi hópum
04.03.2021
Áhorfendur hafa verið leyfðir að nýju á íþróttaleikjum en eins og staðan er núna mega aðeins 142 áhorfendur vera í KA-Heimilinu. Til að bregðast betur við þeirri stöðu hefur Handknattleiksdeild KA ákveðið að stíga skrefið að færa miðasölu yfir í miðasöluappið Stubb
04.03.2021
KA tók á móti Þrótti Neskaupstað í 8-liða úrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki í KA-Heimilinu í gær. Úrslitahelgin í bikarnum þar sem undanúrslitin og úrslitaleikirnir fara fram er klárlega stóra stundin í íslenska blakheiminum og ljóst að ekkert lið vill missa af þeirri veislu
03.03.2021
Handknattleiksdeild KA tekur nú við pöntunum á sérstöku KA lambalæri fyrir páskana en lærið sem er 1,9-2,2 kg er í black garlic marineringu og kemur frá Kjarnafæði. Þetta gæðalæri kostar einungis 5.000 krónur stykkið
02.03.2021
KA tekur á móti Þrótti Neskaupstað í 8-liða úrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki klukkan 20:15 á morgun, miðvikudaginn 3. mars. Stelpurnar eru ríkjandi Bikarmeistarar og þurfa á þínum stuðning að halda til að tryggja sér sæti í úrslitahelginni
02.03.2021
Samkvæmt okkar almennu reglum ætti að vera áhorfsvika þessa viku sem því miður verður ekki. Við fögnum því að nú er leyfilegt að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum en fyrir utan viðburði miðast fjöldatakörkun einstaklinga í sama rými núna við 50 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými. Það gilda sem sagt ekki sömu relgur um íþróttaviðburði og æfingar. Við munum skoða hvort hægt sé að útfæra áhorfsviku í einhverri mynd miðað við núgildandi sóttvarnareglur og tilkynnum um leið ef lausn finnst á því.