18.03.2021
Þór/KA barst heldur betur liðsstyrkur í dag þegar þrír leikmenn skrifuðu undir hjá félaginu fyrir komandi sumar. Þetta eru þær Sandra Nabweteme frá Úganda (framherji), Miranda Smith frá Kanada (miðjumaður) og Colleen Kennedy frá Bandaríkjunum (kantmaður/framherji)
18.03.2021
Dregið var í 16-liða úrslit Coca-Cola bikars karla og kvenna í handboltanum í hádeginu og voru KA og KA/Þór að sjálfsögðu í pottinum. Bæði lið fengu andstæðing úr neðri deild en samkvæmt reglum bikarkeppninnar fær það lið sem er deild neðar ávallt heimaleik og því útileikir framundan
16.03.2021
Aðalfundur Þórs/KA fyrir starfsárið 2020 verður haldinn í Hamri fimmtudaginn 18. mars næstkomandi og hefst klukkan 19:30. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf og hvetjum við alla sem eru áhugasamir um störf Þórs/KA að mæta og kynna sér það góða starf sem er unnið í kringum kvennafótboltann í bænum
15.03.2021
Lúðvík Gunnarsson þjálfari U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi á dögunum hóp leikmanna fyrir úrtaksæfingar dagana 22.-24. mars næstkomandi. KA á alls þrjá fulltrúa í hópnum en KA varð Íslandsmeistari í aldursflokknum í sumar
15.03.2021
KA og KA/Þór eiga alls 10 fulltrúa í Hæfileikamótun HSÍ sem fer fram 19.-21. mars næstkomandi. Alls voru fimm strákar og fimm stelpur úr okkar röðum valin en öll eru þau fædd árið 2007. Alls munu hóparnir æfa fjórum sinnum yfir helgina í Víkinni og Ásvöllum
14.03.2021
Annað mót vetrarins í 5. og 6. flokki í handboltanum fór fram um helgina og stóðu KA strákar sig frábærlega. KA stóð uppi sem sigurvegari í efstu deild í báðum flokkum og ljóst að strákarnir eru þeir bestu á landinu um þessar mundir
14.03.2021
5. flokkur KA/Þórs stóð í ströngu á öðru handboltamóti vetrarins um helgina en KA/Þór er með tvö lið í aldursflokknum. KA/Þór 1 vann 2. deildina á síðasta móti og lék því í efstu deild og komu stelpurnar heldur betur af krafti inn í deildina
14.03.2021
KA og HK mættust í úrslitaleik Kjörísbikarsins í blaki í dag en liðin mættust einmitt í síðasta úrslitaleik keppninnar sem fór fram árið 2019 og þá vann KA frábæran 3-1 sigur sem tryggði fyrsta Bikarmeistaratitil félagsins í kvennaflokki
14.03.2021
KA tók á móti Grindavík í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikarsins í gærkvöldi. Aðrir leikir í riðlinum fóru fram fyrr um daginn og því var orðið ljóst að strákarnir þurftu að minnsta kosti stig til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar
13.03.2021
KA mætti Völsung í undanúrslitum Kjörísbikars kvenna í blaki í gær en KA er ríkjandi Bikarmeistari eftir að hafa hampað sigri í keppninni árið 2019. Reiknað var með sigri okkar liðs en Húsvíkingar höfðu slegið út efstudeildarlið Álftanes á leið sinni í leikinn og því hættulegt að vanmeta andstæðinginn