11.02.2020
Það er komið að endasprettinum í Mizunodeild kvenna í blaki en KA tekur á móti Álftanesi á morgun, miðvikudag, klukkan 20:15 í KA-Heimilinu. KA liðið er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og þarf á sigri að halda til að færast skrefi nær því að verja Deildarmeistaratitilinn
10.02.2020
Um helgina fór fram bikarmót í 2., 3. og 4. flokki í blaki en keppt var í Kópavogi. KA senti alls 5 lið til leiks og voru 35 iðkendur félagsins sem spreyttu sig á þessu skemmtilega móti. Það má með sanni segja að krakkarnir hafi staðið sig með prýði og voru KA til fyrirmyndar
10.02.2020
KA tók á móti Íslandsmeisturum Selfoss í Olís deild karla á laugardaginn. KA liðið hafði tapað báðum leikjum sínum eftir áramót og voru strákarnir staðráðnir í að koma sér á sigurbrautina gegn sterku liði gestanna
10.02.2020
KA/Þór tók á móti Fram í Olís deild kvenna í handbolta á laugardaginn. Fyrirfram var vitað að verkefni dagsins væri ansi erfitt en Fram er á toppi deildarinnar og hefur án nokkurs vafa verið besta lið landsins í vetur
10.02.2020
KA tók á móti Aftureldingu á dögunum í uppgjöri toppliðanna í Mizunodeild kvenna í blaki. Fyrir leikinn var KA á toppi deildarinnar og hafði unnið alla 10 leiki sína í vetur en Mosfellingar voru fimm stigum á eftir okkar liði og þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að koma spennu í toppbaráttuna
08.02.2020
Það er heldur betur veisla í KA-Heimilinu í dag en bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs leika heimaleik í dag. Stelpurnar ríða á vaðið gegn toppliði Fram klukkan 14:30 og strákarnir taka svo við klukkan 17:00 þegar Íslandsmeistarar Selfoss mæta í heimsókn
07.02.2020
Gunnar Örvar Stefánsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild KA og er því klár í slaginn fyrir baráttuna í Pepsi Max deildinni í sumar. Gunnar sem verður 26 ára á árinu er stór og stæðilegur framherji sem hefur leikið með KA á undirbúningstímabilinu og staðið sig með prýði
07.02.2020
Ingvar Már Gíslason formaður KA var með flottan og áhugaverðan pistil á föstudagsframsögu KA í dag. Fjölmargir gestir lögðu leið sína í KA-Heimilið til að hlýða á hvað Ingvar hafði að segja um uppbyggingarmál KA og gæddu sér á gómsætum mat frá Vídalín veitingum
06.02.2020
Fyrirliðarnir í handboltanum þau Andri Snær Stefánsson og Martha Hermannsdóttir skoruðu á hvort annað í sláarkeppni í tilefni handboltatvíhöfðans í KA-Heimilinu á laugardaginn. KA/Þór tekur á móti Fram kl. 14:30 og KA tekur á móti Selfoss kl. 17:00
05.02.2020
KA/Þór sótti ÍR heim í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í kvöld. Fyrirfram var nokkur pressa á stelpunum enda deild ofar og höfðu ÍR-ingar því engu að tapa og mættu til leiks af miklum krafti