Fréttir

Stuðningsmannalag KA/Þórs - Sigurinn Heim!

Stuðningsmannalag KA/Þórs er orðið að veruleika! Í tilefni af bikarævintýri stelpnanna samdi Elvar Jónsteinsson lagið Sigurinn Heim! Rúnar Eff syngur og Ármann Einarsson í Tónræktinni sá um undirspil sem og upptöku á laginu

KA/Þór þarf á þér að halda í stúkunni!

Miðasalan á undanúrslitaleik KA/Þórs og Hauka í Coca-Cola bikar kvenna í handbolta er í fullum gangi. Liðin mætast miðvikudaginn 4. mars klukkan 18:00 í Laugardalshöllinni og við ætlum að styðja stelpurnar okkar áfram í úrslitaleikinn

Tap gegn Keflavík í Lengjubikarnum

Keflvíkingar báru sigurorð af KA í Boganum í dag. KA leiddi 1-0 í hálfleik en gestirnir sem voru betri aðilinn í dag skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik og unnu verðskuldaðan sigur 1-2.

Áki og Allan framlengja um 2 ár

Færeyingarnir knáu þeir Áki Egilsnes og Allan Norðberg skrifuðu í dag undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA og leika því áfram með Olísdeildarliði KA. Þetta eru frábærar fréttir enda leika þeir stórt hlutverk í liðinu auk þess sem þeir eru frábærir félagsmenn

Miðasala hafin á bikarslag KA/Þórs

Bikarúrslitahelgin í handboltanum er framundan og KA/Þór þarf á þínum stuðning að halda! Stelpurnar mæta Haukum miðvikudaginn 4. mars klukkan 18:00 í undanúrslitunum og við ætlum að styðja þær áfram í úrslitaleikinn

KA áfram í bikarúrslit í 4. flokki!

Strákarnir á yngra ári í 4. flokki KA í handbolta áttu erfitt verkefni fyrir höndum í dag þegar þeir sóttu Hauka heim í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ. Þarna mættust liðin í efstu tveimur sætunum í deildinni og ljóst að hart yrði barist um sæti í sjálfum úrslitaleiknum

Risabikarslagur hjá stelpunum í kvöld!

Einn stærsti leikur blaktímabilsins er í kvöld þegar toppliðin í Mizunodeild kvenna mætast í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins. KA sem er á toppnum sækir Aftureldingu heim og ljóst að annað af þessum frábæru liðum missir því af bikarúrslitahelginni

Sindri valinn á úrtaksæfingar hjá U15

Sindri Sigurðsson hefur verið valinn á úrtaksæfingar hjá U15 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Sindri er gríðarlega öflugur strákur sem lék meðal annars sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KA nú í desember er liðið mætti KA2 í Kjarnafæðismótinu

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA 2020

Knattspyrnudeild KA boðar til aðalfundar miðvikudaginn 11. mars kl 18:30 í KA-Heimilinu

Adam Örn og Sveinn Margeir í U19

KA á tvo fulltrúa í U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem mun æfa dagana 3.-5. mars næstkomandi. Þetta eru þeir Adam Örn Guðmundsson og Sveinn Margeir Hauksson en báðir hafa þeir leikið stórt hlutverk í meistaraflokksliði KA á undirbúningstímabilinu