Fréttir

Myndaveisla frá bikarúrslitaleik KA/Þórs

KA/Þór lék í fyrsta skiptið í úrslitum bikarkeppni HSÍ er liðið mætti Fram í úrslitaleik Coca-Cola bikars kvenna á laugardaginn. Fyrirfram var vitað að verkefnið yrði gríðarlega erfitt enda er Fram með besta lið landsins. Það varð einmitt raunin því þrátt fyrir fína frammistöðu þurftu stelpurnar okkar að sætta sig við silfur

Knattspyrnufélag Akureyrar leitar eftir bókara til starfa

KA leitar nú að bókara og er umsóknarfrestur til 1. apríl næstkomandi

Myndaveislur frá bikarúrslitaleikjum yngri flokka

Strákarnir í 4. flokki KA og stelpurnar í 3. flokki KA/Þórs léku um helgina í úrslitum Coca-Cola bikarsins. Stelpurnar þurftu að sætta sig við silfur eftir frábæra framgöngu í keppninni en strákarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu stórsigur á stóra sviðinu og hömpuðu því Bikarmeistaratitlinum

Karen María gerði tvö mörk fyrir U19

Karen María Sigurgeirsdóttir lék þrjá æfingaleiki með U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu á dögunum. Leikirnir voru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðil um sæti á lokakeppni EM í apríl þar sem liðið mætir Hollandi, Skotlandi og Rúm­en­íu

KA bikarmeistari í 4. flokki yngri

Strákarnir á yngra ári í 4. flokki léku í dag til úrslita í Coca-Cola bikarnum er þeir mættu FH í Laugardalshöllinni. Búist var við hörkuleik enda bæði lið í toppbaráttu í efstu deild í flokknum og má með sanni segja að andrúmsloftið í Höllinni hafi verið afar skemmtilegt

Fram of stór biti í úrslitaleiknum

KA/Þór lék í fyrsta skipti til úrslita í Coca-Cola bikarnum í dag er liðið mætti Fram. Fyrirfram var vitað að verkefnið yrði gríðarlega erfitt enda hefur Fram verið besta lið landsins í vetur og vann afar sannfærandi sigur á Val í sínum undanúrslitaleik

KA sækir Víking heim í Lengjubikarnum

KA sækir Víking heim í Lengjubikarnum klukkan 16:00 í dag en liðin leika einmitt bæði í Pepsi Max deildinni og ljóst að leikurinn verður góð prófraun fyrir liðið í undirbúningnum fyrir komandi sumar. KA tapaði gegn Keflavík í síðasta leik og klárt að strákarnir vilja svara fyrir það

Silfur í bikarnum hjá 3. flokki KA/Þórs

Stelpurnar í 3. flokki KA/Þórs léku til úrslita í Coca-Cola bikarnum í gær er þær mættu gríðarlega sterku liði Vals. KA/Þór hafði farið ansi erfiða leið í úrslitaleikinn og höfðu slegið út Fram og HK en lentu á vegg gegn taplausu liði Vals

Leiðbeiningar sóttvarnarlæknis varðandi samkomur

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ítrekað að ekki hefur verið lýst yfir samkomubanni af yfirvöldum hér á landi. Allar samkomur á vegum KA eru því áfram óbreyttar

Myndaveisla frá bikarsigrinum á Haukum

KA/Þór er komið í úrslitaleik Coca-Cola bikarsins eftir hádramatískan karakterssigur á Haukum 22-21 í Laugardalshöllinni í gær. Stelpurnar eru þar með komnar í sjálfan úrslitaleikinn í fyrsta skiptið í sögunni og mæta þar Fram á laugardaginn klukkan 13:30