05.02.2020
KA/Þór sækir ÍR heim í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta klukkan 19:00 í dag. Stelpurnar eru staðráðnar í að tryggja sér sæti í undanúrslitunum og hvetjum við alla sem geta til að mæta á leikinn mikilvæga
04.02.2020
Ingvar Már Gíslason formaður KA mun sjá um föstudagsframsöguna þessa vikuna. Hann mun fara yfir hin ýmsu mál tengdu félaginu og ljóst að enginn félagsmaður KA ætti að láta þetta framhjá sér fara
04.02.2020
Knattspyrnudeild KA hefur fengið góðan liðsstyrk en Mikkel Qvist hefur skrifað undir lánssamning við liðið. Qvist kemur frá danska úrvalsdeildarliðinu Horsens og mun hann leika með KA út ágúst mánuð
03.02.2020
KA tekur á móti Aftureldingu á miðvikudaginn klukkan 20:15 í uppgjöri toppliðanna í Mizunodeild kvenna í blaki. Með sigri getur KA liðið nánast klárað deildina en Mosfellingar þurfa á sigri að halda til að halda baráttunni á lífi
03.02.2020
KA og Þór mættust í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í Boganum á laugardaginn. KA dugði jafntefli til að tryggja sigur sinn á mótinu en liðið var með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm leiki sína á mótinu og stillti Óli Stefán Flóventsson upp sterku liði í bæjarslagnum
03.02.2020
KA/Þór lék sinn fyrsta heimaleik á árinu um helgina er liðið tók á móti Aftureldingu í Olís deild kvenna. Stelpurnar eru staðráðnar í að næla sér í sæti í úrslitakeppninni í vor en höfðu tapað síðustu fjórum leikjum sínum og þurftu því nauðsynlega að finna taktinn á ný og sækja tvö stig
03.02.2020
KA tók á móti HK í Olís deild karla um helgina en þetta var fyrsti heimaleikur KA liðsins eftir jólafríið. Fyrir leikinn var KA í 9. sæti deildarinnar með 11 stig en gestirnir voru á botninum með 2 stig og þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að halda lífi í sínum vonum um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu
02.02.2020
KA tók á móti Aftureldingu í Mizunodeild karla í blaki í dag. Um algjöran stórleik var að ræða en liðin eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og ljóst að bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Fyrir leikinn var KA í 4. sætinu með 15 stig en Mosfellingar í 5. sæti með 12 stig
02.02.2020
Það virðist fátt getað stöðvað KA í blaki kvenna en liðið varð eins og frægt er orðið Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari á síðustu leiktíð. Stelpurnar hafa svo farið frábærlega af stað í Mizunodeildinni í vetur og voru fyrir leikinn gegn Þrótti Reykjavík í gær með 9 sigra af 9 mögulegum
01.02.2020
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í febrúar innilega til hamingju. Á síðu félagsins er tengill inn á síðu sem heitir Stórafmæli og má skoða með því að smella á hlekkinn