Fréttir

Myndaveislur frá leikjum KA og Þórs

KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins á morgun klukkan 13:30 í Boganum. Af því tilefni fengum við aragrúa af myndum frá Þóri Tryggvasyni ljósmyndara frá síðustu viðureignum liðanna í deildarkeppni

KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins

Það verður heldur betur alvöru leikur í Boganum á laugardaginn kl. 13:30 þegar KA og Þór mætast í Kjarnafæðismótinu. Stilla má leiknum upp sem úrslitaleik mótsins en KA er með fullt hús stiga eftir fimm leiki og dugir jafntefli til að tryggja sigur sinn í mótinu

Fyrstu heimaleikir KA og KA/Þórs eftir jólafrí

Það er sannkölluð handboltaveisla á laugardaginn í KA-Heimilinu þegar KA og KA/Þór leika sína fyrstu heimaleiki eftir jólafrí. Stelpurnar hefja leikinn klukkan 16:00 þegar þær taka á móti Aftureldingu og strákarnir taka svo við klukkan 18:00 í leik gegn HK

Stebbi og Jonni sjá um næstu framsögu

Föstudagsframsagan hefur slegið í gegn hjá okkur og er röðin nú komin að þeim Stefáni Árnasyni og Jónatan Magnússyni þjálfarapari KA í handbolta. Þeir félagar munu fara vel yfir stöðuna hjá liðinu og það sem framundan er í hádeginu á föstudaginn

Tap gegn ÍR í fyrsta leik eftir hlé

Baráttan í Olís deild karla hófst aftur í kvöld er KA sótti ÍR heim í Austurbergið. Þetta var fyrsti leikur KA liðsins í 44 daga eftir jóla- og EM frí. Fyrir fram var búist við erfiðum leik enda hefur ÍR-liðið leikið afar vel í vetur og var í 4. sæti deildarinnar fyrir leikinn

Fyrsti leikur strákanna eftir jól er í kvöld

Það er loksins komið að næsta leik í Olís deild karla eftir langt jóla- og EM frí. KA vann frábæran 35-32 sigur á Fjölni þann 15. desember og vonandi að liðið sé klárt í slaginn gegn ÍR í Austurbergi í kvöld klukkan 18:30 eftir 44 daga pásu

Tvö brons á RIG

Reykjavíkurleikarnir (RIG) standa nú yfir en RIG alþjóðlegt mót sem haldið er ár hvert í hinum ýmsu greinum. Í ár var met þátttaka í júdó og hefur þátttaka verið að aukast með árunum en keppendur voru nú um 70

Nettómót 7.-8. flokks fer fram í dag

Það verður heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu í dag þegar Nettómótið í handbolta fer fram en þar leika krakkar í 7. og 8. flokki listir sínar. Nettó mun gefa öllum þátttakendum mótsins gjöf og svo fá krakkarnir pizzu frá Sprettinum að móti loknu

Sannfærandi sigur KA á Dalvík/Reyni

KA og Dalvík/Reynir mættust í næstsíðustu umferð Kjarnafæðismótsins í fótbolta í Boganum í dag. Fyrir leikinn voru bæði lið án taps en KA var með fullt hús stiga á sama tíma og Dalvík/Reynir var með 8 stig eftir tvo sigra og tvö jafntefli

Frábær sigur KA á Álftnesingum

KA tók á móti Álftanesi í gríðarlega mikilvægum leik í Mizunodeild karla í blaki í KA-Heimilinu í dag. Fyrir leikinn var KA í 4.-5. sæti með 12 stig en Álftanes var með 18 stig í 3. sætinu. Aðeins efstu fjögur liðin fara í úrslitakeppnina og klárt að KA liðið þarf á öllum þeim stigum sem í boði eru til að tryggja sæti sitt þar