Fréttir

KA/Þór steinlá gegn toppliðinu (myndir)

KA/Þór tók á móti Fram í Olís deild kvenna í handbolta á laugardaginn. Fyrirfram var vitað að verkefni dagsins væri ansi erfitt en Fram er á toppi deildarinnar og hefur án nokkurs vafa verið besta lið landsins í vetur

Myndir frá toppslag KA og Aftureldingar

KA tók á móti Aftureldingu á dögunum í uppgjöri toppliðanna í Mizunodeild kvenna í blaki. Fyrir leikinn var KA á toppi deildarinnar og hafði unnið alla 10 leiki sína í vetur en Mosfellingar voru fimm stigum á eftir okkar liði og þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að koma spennu í toppbaráttuna

Handboltaveisla í KA-Heimilinu í dag

Það er heldur betur veisla í KA-Heimilinu í dag en bæði karlalið KA og kvennalið KA/Þórs leika heimaleik í dag. Stelpurnar ríða á vaðið gegn toppliði Fram klukkan 14:30 og strákarnir taka svo við klukkan 17:00 þegar Íslandsmeistarar Selfoss mæta í heimsókn

Gunnar Örvar aftur til liðs við KA

Gunnar Örvar Stefánsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild KA og er því klár í slaginn fyrir baráttuna í Pepsi Max deildinni í sumar. Gunnar sem verður 26 ára á árinu er stór og stæðilegur framherji sem hefur leikið með KA á undirbúningstímabilinu og staðið sig með prýði

Framsaga formanns KA um uppbyggingarmál KA

Ingvar Már Gíslason formaður KA var með flottan og áhugaverðan pistil á föstudagsframsögu KA í dag. Fjölmargir gestir lögðu leið sína í KA-Heimilið til að hlýða á hvað Ingvar hafði að segja um uppbyggingarmál KA og gæddu sér á gómsætum mat frá Vídalín veitingum

Fyrirliðarnir kljást fyrir leiki helgarinnar

Fyrirliðarnir í handboltanum þau Andri Snær Stefánsson og Martha Hermannsdóttir skoruðu á hvort annað í sláarkeppni í tilefni handboltatvíhöfðans í KA-Heimilinu á laugardaginn. KA/Þór tekur á móti Fram kl. 14:30 og KA tekur á móti Selfoss kl. 17:00

KA/Þór af öryggi í undanúrslitin

KA/Þór sótti ÍR heim í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í kvöld. Fyrirfram var nokkur pressa á stelpunum enda deild ofar og höfðu ÍR-ingar því engu að tapa og mættu til leiks af miklum krafti

Undanúrslit bikarsins í húfi

KA/Þór sækir ÍR heim í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta klukkan 19:00 í dag. Stelpurnar eru staðráðnar í að tryggja sér sæti í undanúrslitunum og hvetjum við alla sem geta til að mæta á leikinn mikilvæga

Ingvar formaður með föstudagsframsöguna

Ingvar Már Gíslason formaður KA mun sjá um föstudagsframsöguna þessa vikuna. Hann mun fara yfir hin ýmsu mál tengdu félaginu og ljóst að enginn félagsmaður KA ætti að láta þetta framhjá sér fara

Mikk­el Qvist á láni til KA

Knattspyrnudeild KA hefur fengið góðan liðsstyrk en Mikkel Qvist hefur skrifað undir lánssamning við liðið. Qvist kemur frá danska úrvalsdeildarliðinu Horsens og mun hann leika með KA út ágúst mánuð