Fréttir

Toppslagur í blaki kvenna á miðvikudaginn

KA tekur á móti Aftureldingu á miðvikudaginn klukkan 20:15 í uppgjöri toppliðanna í Mizunodeild kvenna í blaki. Með sigri getur KA liðið nánast klárað deildina en Mosfellingar þurfa á sigri að halda til að halda baráttunni á lífi

KA vann Þór 5-1 og er Kjarnafæðismótsmeistari

KA og Þór mættust í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í Boganum á laugardaginn. KA dugði jafntefli til að tryggja sigur sinn á mótinu en liðið var með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm leiki sína á mótinu og stillti Óli Stefán Flóventsson upp sterku liði í bæjarslagnum

KA/Þór rótburstaði Aftureldingu (myndir)

KA/Þór lék sinn fyrsta heimaleik á árinu um helgina er liðið tók á móti Aftureldingu í Olís deild kvenna. Stelpurnar eru staðráðnar í að næla sér í sæti í úrslitakeppninni í vor en höfðu tapað síðustu fjórum leikjum sínum og þurftu því nauðsynlega að finna taktinn á ný og sækja tvö stig

HK sótti tvö stig norður (myndir)

KA tók á móti HK í Olís deild karla um helgina en þetta var fyrsti heimaleikur KA liðsins eftir jólafríið. Fyrir leikinn var KA í 9. sæti deildarinnar með 11 stig en gestirnir voru á botninum með 2 stig og þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að halda lífi í sínum vonum um áframhaldandi veru í deild þeirra bestu

Stórt skref stigið í átt að úrslitakeppninni

KA tók á móti Aftureldingu í Mizunodeild karla í blaki í dag. Um algjöran stórleik var að ræða en liðin eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og ljóst að bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Fyrir leikinn var KA í 4. sætinu með 15 stig en Mosfellingar í 5. sæti með 12 stig

KA með 10 sigra af 10 mögulegum

Það virðist fátt getað stöðvað KA í blaki kvenna en liðið varð eins og frægt er orðið Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari á síðustu leiktíð. Stelpurnar hafa svo farið frábærlega af stað í Mizunodeildinni í vetur og voru fyrir leikinn gegn Þrótti Reykjavík í gær með 9 sigra af 9 mögulegum

Stórafmæli í febrúar

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í febrúar innilega til hamingju. Á síðu félagsins er tengill inn á síðu sem heitir Stórafmæli og má skoða með því að smella á hlekkinn

Myndaveislur frá leikjum KA og Þórs

KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins á morgun klukkan 13:30 í Boganum. Af því tilefni fengum við aragrúa af myndum frá Þóri Tryggvasyni ljósmyndara frá síðustu viðureignum liðanna í deildarkeppni

KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins

Það verður heldur betur alvöru leikur í Boganum á laugardaginn kl. 13:30 þegar KA og Þór mætast í Kjarnafæðismótinu. Stilla má leiknum upp sem úrslitaleik mótsins en KA er með fullt hús stiga eftir fimm leiki og dugir jafntefli til að tryggja sigur sinn í mótinu

Fyrstu heimaleikir KA og KA/Þórs eftir jólafrí

Það er sannkölluð handboltaveisla á laugardaginn í KA-Heimilinu þegar KA og KA/Þór leika sína fyrstu heimaleiki eftir jólafrí. Stelpurnar hefja leikinn klukkan 16:00 þegar þær taka á móti Aftureldingu og strákarnir taka svo við klukkan 18:00 í leik gegn HK