21.01.2020
Blakdeild KA býður öllum að koma og prófa blak út febrúar. Mikil gróska er í blakinu hjá KA um þessar mundir en bæði karla- og kvennalið félagsins eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar og um að gera að prófa þessa mögnuðu íþrótt
20.01.2020
Það var heldur betur nágranna- eða vinaslagur í Boganum í dag er Þór/KA og Hamrarnir mættust í Kjarnafæðismóti kvenna. Bæði lið höfðu unnið góðan sigur í fyrstu umferð mótsins og var um áhugaverða viðureign að ræða
19.01.2020
KA sótti Vestra heim í tveimur leikjum í Mizunodeild karla í blaki um helgina. KA liðið hefur ekki fundið þann stöðugleika sem hefur einkennt liðið undanfarin ár og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni í vor sem er vissulega ný staða fyrir lið sem hefur unnið allt sem hægt er undanfarin tvö ár
19.01.2020
Það má búast við fjörugum leik í Boganum í dag þegar Þór/KA og Hamrarnir mætast í Kjarnafæðismóti kvenna klukkan 15:15. Bæði lið unnu sannfærandi sigur í sínum fyrsta leik á mótinu auk þess sem að liðin þekkjast ansi vel
18.01.2020
KA vann góðan 3-0 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði er liðin mættust í Boganum í dag í Kjarnafæðismótinu. KA var fyrir leikinn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en þurfti á sigri að halda til að endurheimta toppsætið í mótinu og það tókst
18.01.2020
KA/Þór lék sinn fyrsta leik í Olís deild kvenna í dag eftir jólafrí er liðið sótti Íslands-, Bikar- og Deildarmeistara Vals heim. Það mátti reikna með erfiðum leik enda lið Vals ógnarsterkt og það varð svo sannarlega raunin
18.01.2020
Undirbúningur fyrir næsta sumar er í fullum gangi hjá Þór/KA og í dag skrifuðu alls fimm leikmenn undir samning hjá liðinu. Þrír leikmenn framlengdu samning sinn við liðið en það voru þær Harpa Jóhannsdóttir, Heiða Ragney Viðarsdóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir
18.01.2020
Kjarnafæðismótið í knattspyrnu heldur áfram í Boganum í dag þegar KA mætir Leikni Fáskrúðsfirði. Fyrir leikinn er KA með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína en þarf engu að síður á sigri að halda til að endurheimta toppsætið
18.01.2020
Baráttan í Olís deild kvenna í handboltanum fer af stað á ný eftir jólafrí í dag. Stelpurnar í KA/Þór fá ansi krefjandi verkefni þegar þær sækja Íslands-, Bikar- og Deildarmeistara Vals heim í Origo höllina klukkan 16:00
17.01.2020
Ágætu KA menn og konur, nú er árið 2020 gengið í garð. Ár sem er fullt af möguleikum og tækifærum fyrir okkar ástsæla félag. Ég hef verið svo heppinn að fá að kynnast félaginu inn og út núna í rúmlega eitt ár en ég hóf störf hér í nóvember 2018