28.12.2019
Það var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu í dag þegar Blakdeild KA stóð fyrir skemmtimóti fyrir fullorðna. Alls mættu 50 manns og léku listir sínar en mótið fór þannig fram að karlar og konur léku saman og var dregið reglulega í ný lið
27.12.2019
Á öðrum degi jóla rifjuðu fyrrum handboltaleikmenn úr KA upp takta sína en þessi skemmtilega hefð hefur haldist undanfarin ár. Engin breyting var á því í ár og eru stelpurnar einnig komnar í gang en þær héldu sinn jólabolta í þriðja skiptið í röð
26.12.2019
Átta framúrskarandi einstaklingar hafa verið tilnefndir sem íþróttamaður KA fyrir árið 2019. Deildir félagsins útnefna bæði karl og konu úr sínum röðum til verðlaunanna. Á síðasta ári var Filip Pawel Szewczyk valinn íþróttamaður KA en hann fór fyrir karlaliði KA í blaki sem vann alla titla sem í boðu voru
26.12.2019
Átta ungir iðkendur hafa verið tilnefndir til Böggubikarsins fyrir árið 2019. Böggubikarinn er farandbikar sem veittur er einstaklingum, pilti og stúlku, á aldrinum 16-19 ára og þykja efnileg í sinni grein en ekki síður mjög sterk félagslega. Einstaklingum sem eru til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum og eru bæði jákvæð og hvetjandi
24.12.2019
Knattspyrnufélag Akureyrar óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Á sama tíma viljum við þakka fyrir ómetanlegan stuðning á árinu sem nú er að líða auk allrar þeirrar sjálfboðavinnu sem félagsmenn unnu fyrir félagið
24.12.2019
Laugardaginn 28. desember verður blakdeild KA með skemmtimót fyrir alla sem hafa áhuga. Þátttökugjald er 2.500 krónur á mann en mótið fer þannig fram að fyrir hverja umferð er dregið í lið og því nauðsynlegt að aðlagast snemma hverju liði fyrir sig
23.12.2019
Rakel Sara Elvarsdóttir leikmaður KA/Þórs tók þátt í Respect Your Talent Camp á vegum Evrópska Handknattleikssambandsins dagana 14.-16. desember. Þarna komu saman nokkrar af efnilegustu handboltastúlkum Evrópu. Rakel Sara var önnur af tveimur frá Íslandi en Ásdís Þóra Ágústsdóttir úr Val var einnig í hópnum
21.12.2019
KA vann 5-1 sigur á KA2 í Kjarnafæðismótinu á dögunum en leikurinn var liður í 2. umferð mótsins. KA er eitt á toppi A-deildar með fullt hús stiga eftir leikinn en framundan eru fjórir leikir í mótinu eftir áramót
20.12.2019
Knattspyrnu- og blakdeild KA gerðu á dögunum samning við Errea og munu því deildirnar leika í Errea klæðnaði næstu fjögur árin. M-Sport í Kaupangi mun þjónusta KA fólk með Errea vörurnar og mun salan hefjast á morgun, laugardag
19.12.2019
Jólaæfing handknattleiksdeildar KA fór fram í gær í KA-Heimilinu og var að vanda mikil gleði á svæðinu. Leikmenn KA og KA/Þórs litu við á svæðið og léku við krakkana áður en jólasveinar komu færandi hendi. Mætingin á æfinguna var til fyrirmyndar en um 150 krakkar skemmtu sér og fjölmargir foreldrar skemmtu sér konunglega