24.01.2020
Það fór fram hörkuleikur í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA/Þór tók á móti sterku liði Fram í 8-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í 3. flokki kvenna. Þrátt fyrir ansi krefjandi verkefni mættu stelpurnar svo sannarlega með trú á verkefnið og hófu leikinn af miklum krafti
24.01.2020
Það eru tveir spennandi leikir framundan í blakinu í KA-Heimilinu á morgun, laugardag. Álftnesingar mæta með karlalið sitt sem og varalið sitt kvennamegin. Það er heldur betur sex stiga leikur hjá körlunum enda er svakaleg barátta framundan um sæti í úrslitakeppninni
24.01.2020
Hildur Lilja Jónsdóttir skrifaði í gær undir sinn fyrsta leikmannasamning hjá meistaraflokksliði KA/Þórs og er því orðin gjaldgeng með liðinu það sem eftir er leiktíðar. Hildur er gríðarlega efnileg en hún verður 16 ára á árinu og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér
23.01.2020
Sjóvá og knattspyrnudeild KA undirrituðu í dag nýjan tveggja ára styrktarsamning. Sjóvá hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar og erum við afar þakklát þeim fyrir áframhaldandi samstarf sem mun skipta miklu máli í knattspyrnustarfinu
23.01.2020
Í dag var dregið í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta og var KA/Þór í pottinum. Stelpurnar fengu útileik gegn ÍR en áætlað er að leikurinn fari fram í kringum 5. febrúar næstkomandi
23.01.2020
KA á þrjá fulltrúa á komandi úrtaksæfingum fyrir yngri landslið kvenna í knattspyrnu. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir var valin í U17 ára hópinn, Iðunn Rán Gunnarsdóttir í U16 og þá var hún Tanía Sól Hjartardóttir valin í U15 ára hópinn
22.01.2020
Landsliðsþjálfarar í áhaldafimleikum þau Hildur Ketilsdóttir (kvenna), Þorbjörg Gísladóttir (unglinga) og Róbert Kristmannsson (karla), hafa á dögunum verið með úrtökuæfingar fyrir úrvalshópa í áhaldafimleikum fyrir árið 2020. Vel hefur verið mætt á æfingarnar og hafa þær gengið vonum framar. Frá FIMAK voru boðuð þau Salka Sverrisdóttir, Elenóra Mist Jónsdóttir, Kristín Hrund Vatnsdal, Emílía Mist Gestsdóttir, Mikael Gísli Finnsson og Sólon Sverrisson. Í úrvalshópum hjá FSÍ eru þeir einstaklingar sem koma til greina í landsliðsverkefni á árinu í hverjum aldursflokki fyrir sig, bæði í unglinga- og fullorðinsflokki. Fjöldi í úrvalshópi er ekki ákveðinn fyrirfram heldur eru þeir valdir hverju sinni sem erindi eiga í ólík verkefni landsliðsins á hverju ári fyrir sig. Af þeim sem tóku þátt frá FIMAK hefur Salka Sverrisdóttir verið valin áfram til þáttöku í æfingabúðum U-16 landsliðs unglinga sem fram fara í Reykjavík 22.-24. Janúar 2020.
21.01.2020
Knattspyrnumaðurinn Gunnlaugur Rafn Ingvarsson æfir um þessar mundir hjá norska liðinu Bærum SK. Gunnlaugur sem verður 17 ára á árinu er mikið efni og ljóst að þetta er mikil viðurkenning fyrir hann að fá þetta tækifæri
21.01.2020
Föstudagsframsagan fer aftur af stað á föstudaginn þegar Miguel Mateo Castrillo og Filip Pawel Szewczyk kynna starf blakdeildar KA. Vídalín veitingar verða með gómsætar kótilettur ásamt meðlæti á aðeins 2.200 krónur
21.01.2020
Knattspyrnusamband Íslands verður í vikunni með afreksæfingar fyrir stráka og stelpur fædd 2004-2005 sem og hæfileikamótun fyrir stráka og stelpur fædd 2006-2007. Það má með sanni segja að fulltrúar KA skipi ansi stóran hluta en alls koma 33 fulltrúar frá KA að æfingunum