18.12.2019
Nökkvi Þeyr Þórisson framlengdi í dag samningi sínum við knattspyrnudeild KA út sumarið 2022. Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir enda er Nökkvi gríðarlega öflugur leikmaður þrátt fyrir að vera einungis tvítugur að aldri
18.12.2019
Blaksamband Íslands útnefndi í dag blakfólk ársins 2019 og má með sanni segja að KA fólk hafi staðið uppúr að þessu sinni. Helena Kristín Gunnarsdóttir var valin blakkona ársins en hún hefur farið fyrir KA liðinu sem er handhafi allra titlanna í blaki kvenna hér á landi
17.12.2019
Knattspyrnuskóli KA fyrir krakka fædd 2006-2013 hefst í dag þriðjudag og er enn hægt að skrá sig. Skólinn verður í Boganum og er haldinn af meistaraflokki KA. Mikil ánægja var með skólann í fyrra en um 100 krakkar tóku þá þátt og byggjum við ofan á þann góða grunn
16.12.2019
Um helgina voru tilkynntir æfingahópar hjá yngri landsliðum Íslands í handbolta. KA og KA/Þór eiga fulltrúa í öllum landsliðshópunum en samtals voru 7 fulltrúar úr okkar röðum valdir í landsliðsverkefnin
16.12.2019
KA tók á móti Fjölni í gær í síðustu umferð Olís deildar karla fyrir jólafrí. Þarna var um sannkallaðan fjögurra stiga leik að ræða en með sigri gat KA haldið sér í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og á sama tíma komið sér sex stigum frá fallsæti
16.12.2019
KA gerði sér lítið fyrir og vann Aftureldingu öðru sinni um helgina er liðin mættust í gær. KA vann fyrri leik liðanna á laugardaginn og var það fyrsta tap Mosfellinga í vetur en með sigrinum í gær tók KA liðið afgerandi forystu á toppi deildarinnar og er ósigrað eftir fyrstu 9 leiki vetrarins
15.12.2019
Anna Rakel Pétursdóttir hefur skrifað undir samning við sænska liðið IK Uppsala og mun því leika með því á komandi tímabili. Anna Rakel gengur til liðs við Uppsala frá Linköpings en hún lék 18 leiki með liðinu á nýliðinni leiktíð þar sem Linköping endaði í 5. sæti
15.12.2019
KA tekur á móti Fjölni í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta fyrir jólafrí í dag klukkan 17:00. Það má með sanni segja að leikurinn sé skólabókardæmi um fjögurra stiga leik en fyrir leikinn er KA liðið með 9 stig í 8.-9. sæti en Fjölnismenn eru í fallsæti með 5 stig
15.12.2019
Grautardagur KA fór fram í gær og heppnaðist hann ákaflega vel. Félagsmönnum var boðið upp á grjónagraut og slátur og var ansi gaman að sjá hve margir lögðu leið sína í KA-Heimilið til að gæða sér á góðum mat og njóta góðs félagsskaps
14.12.2019
Það var heldur betur stórleikur í Mizunodeild kvenna í dag þegar KA sótti Aftureldingu heim. Bæði lið höfðu unnið alla sína leiki í vetur og ljóst að liðin myndu berjast grimmt um stigin þrjú sem í boði voru. Karlalið KA sótti svo Álftnesinga heim þar sem liðin í 3. og 5. sæti deildarinnar mættust