17.01.2020
Mikið magn óskilamuna er í KA-Heimilinu um þessar mundir og mun starfsfólk KA fara með alla óskilamuni í Rauða Krossinn þann 20. janúar næstkomandi. Við hvetjum ykkur því eindregið til að líta sem fyrst við og sjá hvort ekki leynist eitthvað sem saknað er á heimilinu.
16.01.2020
Kjör íþróttamanns Akureyrar árið 2019 fór fram í menningarhúsinu Hofi í gærkvöldi. Valin var bæði íþróttakarl og íþróttakona ársins en að þessu sinni hlutu listhlaupakonan Aldís Kara Bergsdóttir og kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson sæmdarheitið
14.01.2020
Arion banki og knattspyrnudeild KA undirrituðu í dag þriggja ára styrktarsamning. Það er ljóst að þessi samningur mun skipta miklu máli í starfi deildarinnar og erum við afar þakklát Arion banka fyrir stuðninginn
14.01.2020
Það er heldur betur handboltaæði í gangi á landinu um þessar mundir enda hefur íslenska karlalandsliðið staðið sig stórkostlega á Evrópumeistaramótinu. Í tilefni af mótinu býður KA og KA/Þór í samvinnu við HSÍ og Bónus öllum krökkum í 1.-4. bekk að koma og prófa handbolta í janúar
13.01.2020
Ingvar Már Gíslason formaður KA flutti áhugavert og flott ávarp í gær á 92 ára afmælisfagnaði félagsins. Þar fór hann yfir viðburðarríkt ár sem nú er að baki auk þess sem hann talaði opinskátt um óánægju félagsins með bæjaryfirvöld er varðar uppbyggingu íþróttasvæðis KA
12.01.2020
92 ára afmæli Knattspyrnufélags Akureyrar var fagnað í KA-Heimilinu í dag við skemmtilega athöfn. Ingvar Már Gíslason formaður KA fór yfir viðburðarríkt ár og munum við birta ræðu hans á morgun hér á síðunni. Landsliðsmenn KA voru heiðraðir auk þess sem Böggubikarinn var afhentur og íþróttamaður KA var útnefndur
11.01.2020
KA mætti Magna í gærkveldi í þriðju umferð Kjarnafæðismótsins en fyrir leikinn var KA með fullt hús stiga en Grenvíkingar unnið einn leik og tapað einum. Einar Ari Ármannsson sem verður 17 ára á árinu lék í marki KA en Aron Dagur Birnuson var frá vegna meiðsla og Kristijan Jajalo er ekki kominn heim úr sínu jólafríi