Fréttir

Miguel Mateo íþróttamaður KA 2019

92 ára afmæli Knattspyrnufélags Akureyrar var fagnað í KA-Heimilinu í dag við skemmtilega athöfn. Ingvar Már Gíslason formaður KA fór yfir viðburðarríkt ár og munum við birta ræðu hans á morgun hér á síðunni. Landsliðsmenn KA voru heiðraðir auk þess sem Böggubikarinn var afhentur og íþróttamaður KA var útnefndur

Nýtt námskeið í fullorðinsfimleikum

KA lagði Magna 4-1, myndaveisla

KA mætti Magna í gærkveldi í þriðju umferð Kjarnafæðismótsins en fyrir leikinn var KA með fullt hús stiga en Grenvíkingar unnið einn leik og tapað einum. Einar Ari Ármannsson sem verður 17 ára á árinu lék í marki KA en Aron Dagur Birnuson var frá vegna meiðsla og Kristijan Jajalo er ekki kominn heim úr sínu jólafríi

Karen María valin í U-19 landsliðið

Karen María Sigurgeirsdóttir var á dögunum valin í U-19 ára landslið Íslands í knattspyrnu. Karen María er lykilmaður í liðinu en á dögunum komst liðið áfram úr undanriðli EM. Hún hefur leikið 7 landsleiki með U-19 ára liðinu og skorað í þeim tvö mörk

Ottó Björn og Sveinn Margeir valdir í U19

Ottó Björn Óðinsson og Sveinn Margeir Hauksson voru á dögunum valdir í U19 ára landslið Íslands. Hópurinn mun koma saman og æfa dagana 13.-15. janúar næstkomandi en þjálfari liðsins er enginn annar en Þorvaldur Örlygsson

Bjarni Mark valinn í A-landsliðið

Bjarni Mark Antonsson var í dag valinn í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem mun leika tvo æfingaleiki í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta skiptið sem Bjarni er valinn í A-landsliðið og óskum við honum innilega til hamingju með valið

KA mætir Magna kl. 19:00 í kvöld

Kjarnafæðismótið í knattspyrnu heldur áfram í kvöld þegar KA mætir Magna klukkan 19:00 í Boganum. Leikurinn er liður í þriðju umferð mótsins og er KA liðið með fullt hús stiga eftir sannfærandi sigra á Völsung og KA2

Lemon styrkir handboltann næstu 2 árin

Lemon Akureyri og Handknattleiksdeild KA skrifuðu í dag undir tveggja ára samstarfssamning. Það er ljóst að þessi samningur mun skipta miklu máli í starfi deildarinnar og erum við afar spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Lemon

92 ára afmælisfögnuður KA á sunnudaginn

Í dag 8. janúar fagnar Knattspyrnufélag Akureyrar 92 ára afmæli sínu og verður haldið upp á tímamótin með kaffiboði í KA-Heimilinu á sunnudaginn klukkan 14:00. Þar munum við krýna íþróttamann KA fyrir árið 2019 auk þess sem Böggubikarinn verður afhentur

Angantýr Máni framlengir við KA út 2022

Angantýr Máni Gautason framlengdi í dag samning sínum við knattspyrnudeild KA út sumarið 2022. Angantýr sem verður tvítugur á næstu dögum er uppalinn hjá félaginu og er bæði öflugur leikmaður sem og flottur karakter utan vallar