Fréttir

Karen María valin í U-19 landsliðið

Karen María Sigurgeirsdóttir var á dögunum valin í U-19 ára landslið Íslands í knattspyrnu. Karen María er lykilmaður í liðinu en á dögunum komst liðið áfram úr undanriðli EM. Hún hefur leikið 7 landsleiki með U-19 ára liðinu og skorað í þeim tvö mörk

Ottó Björn og Sveinn Margeir valdir í U19

Ottó Björn Óðinsson og Sveinn Margeir Hauksson voru á dögunum valdir í U19 ára landslið Íslands. Hópurinn mun koma saman og æfa dagana 13.-15. janúar næstkomandi en þjálfari liðsins er enginn annar en Þorvaldur Örlygsson

Bjarni Mark valinn í A-landsliðið

Bjarni Mark Antonsson var í dag valinn í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem mun leika tvo æfingaleiki í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta skiptið sem Bjarni er valinn í A-landsliðið og óskum við honum innilega til hamingju með valið

KA mætir Magna kl. 19:00 í kvöld

Kjarnafæðismótið í knattspyrnu heldur áfram í kvöld þegar KA mætir Magna klukkan 19:00 í Boganum. Leikurinn er liður í þriðju umferð mótsins og er KA liðið með fullt hús stiga eftir sannfærandi sigra á Völsung og KA2

Lemon styrkir handboltann næstu 2 árin

Lemon Akureyri og Handknattleiksdeild KA skrifuðu í dag undir tveggja ára samstarfssamning. Það er ljóst að þessi samningur mun skipta miklu máli í starfi deildarinnar og erum við afar spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Lemon

92 ára afmælisfögnuður KA á sunnudaginn

Í dag 8. janúar fagnar Knattspyrnufélag Akureyrar 92 ára afmæli sínu og verður haldið upp á tímamótin með kaffiboði í KA-Heimilinu á sunnudaginn klukkan 14:00. Þar munum við krýna íþróttamann KA fyrir árið 2019 auk þess sem Böggubikarinn verður afhentur

Angantýr Máni framlengir við KA út 2022

Angantýr Máni Gautason framlengdi í dag samning sínum við knattspyrnudeild KA út sumarið 2022. Angantýr sem verður tvítugur á næstu dögum er uppalinn hjá félaginu og er bæði öflugur leikmaður sem og flottur karakter utan vallar

Brons hjá landsliðunum á Novotel Cup

Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki tóku þátt í Novotel Cup mótinu sem fram fór í Lúxemborg og lauk í gær. KA átti fjóra fulltrúa í kvennalandsliðinu en það voru þær Gígja Guðnadóttir, Helena Kristín Gunnarsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir

8 frá KA og KA/Þór í Hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fer fram öðru sinni helgina 11.-12. janúar en þar æfa strákar og stelpur fædd 2006 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Dögg Bragadóttur en þar fá leikmenn smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa hverju sinni

Steinþór Freyr framlengir um eitt ár

Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið