22.01.2020
Landsliðsþjálfarar í áhaldafimleikum þau Hildur Ketilsdóttir (kvenna), Þorbjörg Gísladóttir (unglinga) og Róbert Kristmannsson (karla), hafa á dögunum verið með úrtökuæfingar fyrir úrvalshópa í áhaldafimleikum fyrir árið 2020. Vel hefur verið mætt á æfingarnar og hafa þær gengið vonum framar. Frá FIMAK voru boðuð þau Salka Sverrisdóttir, Elenóra Mist Jónsdóttir, Kristín Hrund Vatnsdal, Emílía Mist Gestsdóttir, Mikael Gísli Finnsson og Sólon Sverrisson. Í úrvalshópum hjá FSÍ eru þeir einstaklingar sem koma til greina í landsliðsverkefni á árinu í hverjum aldursflokki fyrir sig, bæði í unglinga- og fullorðinsflokki. Fjöldi í úrvalshópi er ekki ákveðinn fyrirfram heldur eru þeir valdir hverju sinni sem erindi eiga í ólík verkefni landsliðsins á hverju ári fyrir sig. Af þeim sem tóku þátt frá FIMAK hefur Salka Sverrisdóttir verið valin áfram til þáttöku í æfingabúðum U-16 landsliðs unglinga sem fram fara í Reykjavík 22.-24. Janúar 2020.
21.01.2020
Knattspyrnumaðurinn Gunnlaugur Rafn Ingvarsson æfir um þessar mundir hjá norska liðinu Bærum SK. Gunnlaugur sem verður 17 ára á árinu er mikið efni og ljóst að þetta er mikil viðurkenning fyrir hann að fá þetta tækifæri
21.01.2020
Föstudagsframsagan fer aftur af stað á föstudaginn þegar Miguel Mateo Castrillo og Filip Pawel Szewczyk kynna starf blakdeildar KA. Vídalín veitingar verða með gómsætar kótilettur ásamt meðlæti á aðeins 2.200 krónur
21.01.2020
Knattspyrnusamband Íslands verður í vikunni með afreksæfingar fyrir stráka og stelpur fædd 2004-2005 sem og hæfileikamótun fyrir stráka og stelpur fædd 2006-2007. Það má með sanni segja að fulltrúar KA skipi ansi stóran hluta en alls koma 33 fulltrúar frá KA að æfingunum
21.01.2020
Blakdeild KA býður öllum að koma og prófa blak út febrúar. Mikil gróska er í blakinu hjá KA um þessar mundir en bæði karla- og kvennalið félagsins eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar og um að gera að prófa þessa mögnuðu íþrótt
20.01.2020
Það var heldur betur nágranna- eða vinaslagur í Boganum í dag er Þór/KA og Hamrarnir mættust í Kjarnafæðismóti kvenna. Bæði lið höfðu unnið góðan sigur í fyrstu umferð mótsins og var um áhugaverða viðureign að ræða
19.01.2020
KA sótti Vestra heim í tveimur leikjum í Mizunodeild karla í blaki um helgina. KA liðið hefur ekki fundið þann stöðugleika sem hefur einkennt liðið undanfarin ár og er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni í vor sem er vissulega ný staða fyrir lið sem hefur unnið allt sem hægt er undanfarin tvö ár
19.01.2020
Það má búast við fjörugum leik í Boganum í dag þegar Þór/KA og Hamrarnir mætast í Kjarnafæðismóti kvenna klukkan 15:15. Bæði lið unnu sannfærandi sigur í sínum fyrsta leik á mótinu auk þess sem að liðin þekkjast ansi vel
18.01.2020
KA vann góðan 3-0 sigur á Leikni Fáskrúðsfirði er liðin mættust í Boganum í dag í Kjarnafæðismótinu. KA var fyrir leikinn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en þurfti á sigri að halda til að endurheimta toppsætið í mótinu og það tókst
18.01.2020
KA/Þór lék sinn fyrsta leik í Olís deild kvenna í dag eftir jólafrí er liðið sótti Íslands-, Bikar- og Deildarmeistara Vals heim. Það mátti reikna með erfiðum leik enda lið Vals ógnarsterkt og það varð svo sannarlega raunin