Fréttir

Stórleikur gegn KR á sunnudag!

Nú eru aðeins 5 umferðir eftir í Pepsi Max deild karla og má með sanni segja að gríðarleg spenna sé til staðar. KA liðið stendur í 10. sæti með 20 stig og er tveimur stigum frá fallsæti, á sama tíma eru einungis 5 stig upp í 5. sæti deildarinnar

Heimasigrar í fyrstu umferð Opna Norðlenska mótsins | Öll úrslit fimmtudagsins

Opna Norðlenska mótið fór af stað í gær, fimmtudag, með pompi og prakt. KA, KA/Þór, Afturelding og Selfoss unnu sína leiki.

KA Podcastið: Jonni, Stebbi og Óli Stefán

Það er heldur betur góð stjórn á hlutunum í KA Podcastinu þessa vikuna en Jónatan Magnússon og Stefán Árnason þjálfarar meistaraflokks KA í handbolta fara yfir stöðuna fyrir Opna Norðlenska mótið sem hefst á morgun auk þess sem þeir ræða aðeins hina skemmtilegu æfingaferð sem KA og KA/Þór eru nýkomin úr

Opna Norðlenska mótið hefst á fimmtudaginn

Opna Norðlenska mótið mun fara fram í KA-Heimilinu og Höllinni dagana 22. ágúst til 24. ágúst. Það má með sanni segja að þar fari á ferðinni sterkt og spennandi mót enda undirbúningur á fullu hjá handboltaliðum landsins fyrir komandi handboltavetur

Paula, Elma, Mateo og Sigþór Íslandsmeistarar í strandblaki

Íslandsmótið í strandblaki fór fram um helgina og má með sanni segja að árangur leikmanna KA á mótinu hafi verið til fyrirmyndar. Í karlaflokki urðu þeir Miguel Mateo Castrillo og Sigþór Helgason Íslandsmeistarar og í kvennaflokki urðu þær Paula del Olmo og Hulda Elma Eysteinsdóttir Íslandsmeistarar

Dagur og Svavar í 8. sæti á HM með U19

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri varð í 8. sæti á Heimsmeistaramótinu sem fór fram í Norður-Makedóníu. Í liði Íslands voru tveir fulltrúar KA en það voru þeir Dagur Gautason og Svavar Ingi Sigmundsson

Rakel Sara og Helga María í 2. sæti á EM-B

Rakel Sara Elvarsdóttir og Helga María Viðarsdóttir leikmenn KA/Þórs náðu þeim frábæra árangri með U17 ára landsliðinu að fá silfur í B-deild á Evrópumeistaramótinu í Ítalíu. Að auki var Rakel Sara valin besti hægri hornamaðurinn á mótinu og geta stelpurnar því verið ansi sáttar með uppskeruna á mótinu

Opnað hefur verið fyrir skráningu í íþróttaskóla FIMAK fyrir haustönn 2019.

Karen María til Svíþjóðar með U19

Karen María Sigurgeirsdóttir leikmaður Þórs/KA var í dag valin í U19 landsliðið sem fer til Svíþjóðar í lok ágúst og leikur þar tvo æfingaleiki gegn Noregi og Svíþjóð. Þetta er mikill heiður fyrir Kareni en hún er aðeins 18 ára gömul og tekur þátt í sínum fyrstu leikjum fyrir U19 ára landsliðið

Jói Bjarna snýr aftur í þjálfun hjá KA

Jóhannes Gunnar Bjarnason snýr aftur í þjálfun í vetur og verður í kringum 6. flokk karla ásamt Siguróla Magna Sigurðssyni. Jói Bjarna er líklega sigursælasti yngriflokkaþjálfari landsins og hann handsalaði samninginn í dag með Heimi Erni Árnasyni, formanni unglingaráðs KA, en saman unnu þeir 5 Íslandsmeistaratitla í yngri flokkunum