25.09.2019
Fyrsti heimaleikur blaktímabilsins er í kvöld þegar karlalið KA tekur á móti Álftanes í KA-Heimilinu klukkan 20:15. Strákarnir fóru ekki nægilega vel af stað í deildinni um helgina þegar þeir töpuðu tvívegis gegn Þrótti Neskaupstað og eru staðráðnir í að sækja fyrstu stigin í kvöld
25.09.2019
Alexander Arnar Þórisson verður ekki með blakliði KA í kvöld þegar liðið tekur á móti Álftanesi en Alexander æfir þessa dagana með liði TV Rottenburg sem leikur í efstu deildinni í Þýskalandi. Christophe Achten landsliðsþjálfari Íslands stýrir liði Rottenburg og bauð Alexander að koma og æfa með liðinu í þrjár vikur
25.09.2019
KA á þrjá fulltrúa í æfingahópum U-21, U-17 og U-16 ára landsliðshópum Íslands í knattspyrnu. Torfi Tímoteus Gunnarsson er fulltrúi KA í U-21 árs landsliðinu en Torfi hefur verið öflugur með meistaraflokksliði KA í sumar og er fastamaður í unglingalandsliðinu sem mun æfa 7.-9. október
25.09.2019
Knattspyrnudeild KA heldur lokahóf sitt á laugardaginn á Greifanum en KA liðið leikur lokaleik sinn í deildinni fyrr um daginn er Fylkir mætir á Greifavöllinn. Sumarið verður gert upp á skemmtilegan hátt um kvöldið en húsið opnar klukkan 19:30 með fordrykk
24.09.2019
Það verður líf og fjör á Oktoberfest í KA-Heimilinu föstudaginn 18. október. Pétur Jóhann Sigfússon verður með uppistand, Rúnar Eff tekur lagið og Rikki G sér um veisluhaldið. Að því loknu slær Hamrabandið upp í alvöru ball!
24.09.2019
Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni en Hjalti Hreinsson fær til sín ansi hressa og skemmtilega gesti þessa vikuna. Almarr Ormarsson og Jón Heiðar Sigurðsson líta við en báðir fögnuðu þeir góðum sigri um helgina
23.09.2019
Það verður áhugaverður fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri fimmtudaginn 26. september næstkomandi. Pálmar Ragnarsson er stórskemmtilegur fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti sem hann hefur flutt víðsvegar um landið
23.09.2019
KA sótti Fjölnismenn heim í 3. umferð Olís deildar karla í gær en fyrir leikinn var KA liðið án stiga en heimamenn höfðu unnið góðan sigur í nýliðaslag gegn HK. Þrátt fyrir stigaleysið hafði KA liðið verið að spila vel og ljóst að ef strákarnir myndu halda áfram sinni spilamennsku myndu fyrstu stigin koma í hús
23.09.2019
Smá breytingar hafa orðið á æfingatöflu blakdeildar KA og bendum við því öllum á að fara vel yfir töfluna hér fyrir ofan. Vetrarstarfið er komið á fullt í blakinu og viljum við bjóða alla áhugasama velkomna að koma og prófa en frítt er að æfa í september
23.09.2019
Kvennalið KA/Þórs lék sinn annan leik í vetur í gær er liðið sótti Stjörnuna heim í Garðabæinn. Stelpurnar höfðu tapað fyrsta leik sínum gegn sterku liði Fram á sama tíma og Stjörnukonur unnu góðan útisigur á Haukum og voru því með 2 stig fyrir leikinn