Fréttir

Markasyrpa með öllum mörkum KA í sumar

Knattspyrnusumrinu er lokið og þá er um að gera að líta til baka og njóta allra 40 markanna sem KA liðið gerði í sumar. Árangurinn til fyrirmyndar hjá liðinu en einnig ljóst að við munum einnig læra helling af þessu viðburðarríka sumri. Það er um að gera að hækka í botn og njóta veislunnar hér fyrir neðan, takk fyrir stuðninginn í sumar kæru KA-menn

KA leikur í Errea næstu 4 árin

Knattspyrnudeild KA og Errea á Íslandi hafa komist að samkomulagi og munu allir flokkar deildarinnar leika í búningum frá Errea næstu fjögur árin. Samningurinn nær bæði yfir keppnisbúninga sem og allan æfinga- og frístundafatnað

Myndaveislur frá leik KA og ÍR

KA tók á móti ÍR í 4. umferð Olís deildar karla í hörkuleik í KA-Heimilinu í gær. Eftir jafnan og spennandi leik voru það gestirnir sem sigu framúr í síðari hálfleik og unnu á endanum sanngjarnan 27-33 sigur

Myndaveisla frá lokaleik sumarsins

KA vann eins og frægt er orðið glæsilegan 4-2 sigur á Fylkismönnum í lokaleik Pepsi Max deildarinnar um helgina. Sigurinn tryggði KA 5. sæti deildarinnar sem er besti árangur KA frá árinu 2002 og ljóst að við getum litið jákvætt til næsta tímabils enda nýliðið sumar ansi lærdómsríkt

Stórafmæli félagsmanna

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í október innilega til hamingju.

Stórleikur gegn ÍR í KA-Heimilinu í kvöld

Það verður svo sannarlega hart barist í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA tekur á móti ÍR í 4. umferð Olís deildar karla í handbolta. Liðin gerðu dramatískt jafntefli á síðustu leiktíð þar sem allt sauð uppúr að leik loknum og má búast við að það verði háspenna lífshætta í viðureign liðanna í kvöld

KA Podcastið: Óli Stefán gerir upp sumarið

Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni en að þessu sinni mætir Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA í knattspyrnu til Hjalta Hreinssonar. Þeir félagar fara yfir nýliðið sumar en KA endaði í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar og er það besti árangur KA frá árinu 2002

Elfar Árni bestur á lokahófi knattspyrnudeildar

Lokahóf knattspyrnudeildar KA fór fram í gærkvöldi og var mikið um dýrðir í veislusal Greifans. Góðu gengi sumarsins var fagnað en KA liðið endaði í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar sem er besti árangur KA frá árinu 2002. Sumarið var gert upp og þeir sem stóðu uppúr voru verðlaunaðir

KA endar í 5.sæti Pepsi Max deildarinnar

KA sigraði Fylki í dag í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar á Greifavellinum. KA leiddi 2-1 í hálfleik eftir að hafa lent undir á fyrstu mínútu leiksins. Elfar Árni fór hamförum í liði KA og skoraði þrennu í leiknum í dag.

KA U valtaði yfir ungmennalið Stjörnunnar

Ungmennalið KA tók á móti ungmennaliði Stjörnunnar í Grill 66 deild karla í gær. KA strákarnir komu vel stemmdir til leiks og tóku strax frumkvæðið í leiknum. Eftir tíu mínútna leik var staðan 7-4 en þar með hófst einhver ótrúlegasti leikkafli sem sést hefur í langan tíma